Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 21
ársins 1967, eftir það gerði hann tilraunir á jörð sinni Kornvöllum til dánardægurs.
Klemenz gerði nokkrar merkar tilraunir með bufjáráburð, sem hann skrifaði meðal
annars um í riti um tilraunastarfsemina á Sámsstöðum 1928 - 1950.
Guðmundur Jónsson (1902 - ) ritaði viðamesta rit sem skrifað hefur verið
um búfjáráburð á íslensku og kom það út árið 1942. í sambandi við þá ritsmíð
gerði hann mælingar á áburðarmagni eftir grip og lét efnagreina búfjáráburð. Enn
er stuðst við tölur sem fengust í þessum athugunum.
Jónas Pétursson (1910 -) var tilraunastjóri á Hafursá og Skriðuklaustri 1947
- 1962. Á þeim tíma voru gerðar tilraunir með sauðatað á Skriðuklaustri,
Guðmundur Jóhannesson (1914 - 1973) var ráðsmaður og kennari á
Hvanneyri 1941 - 1972. Hann var mjög frjór í hugsun og fann meðal annars upp
áburðardreifara fyrir búfjáráburð, sem reyndist vel. Guðmundur hannaði einnig
skurðflóra í fjárhús, sem enn eru notaðir á nokkrum stöðum.
Árni Jónsson (1914 - ) var tilraunastjóri á Akureyri frá árinu 1949 til 1968.
Á hans tíma voru gerðar nokkrar mikilvægar tilraunir með búfjáráburð. Hann var
jafnframt einn eða með öðrum ritstjóri tilraunaskýrslu sem gefin var út um
niðurstöður tilraunastöðvanna á árunum 1947 - 1964.
Sigurður Elíasson (1914 - ) var tilravnastjóri við tilraunastöðina á
Reykhólum frá stofnun hennar 1946 til 1963. Á þeim tíma voru gerðar nokkrar
tilraunir með sauðatað á Reykhólum.
Ólafur Guðmundsson (1927 - 1985) veitti bútæknirannsóknum á Hvanneyri
forstöðu 1954 - 1985. Á þessum tíma urðu miklar breytingar á tækni í meðferð
búfjáráburðar og voru ný tæki yfirleitt reynd í búvélaprófunum á Hvanneyri og
birtar um þau skýrslur. Hann hóf einnig rannsóknir á tækni við losun taðs úr
fjárhúsum.
Þróun og rannsóknir í notkun búfjáráburðar.
Notkun og tilraunir á lífrænum áburði.
Eitt af fyrstu verkefnum tilraunastarfseminnar var að bera búíjáráburð eða
tilbúinn áburð saman við lífrænan áburð, svo sem fiskúrgang, fiskimjöl, og mó.
Á árunum 1911 - 1937 var þetta viðfangsefni 10 tilrauna. Enn koma öðru hvoru
óskir um að gerðar séu svipuðum rannsóknir, m.a. vegna áhuga á lífrænni ræktun.
Nýlega hafa t.d. verið gerðar athuganir á áburðargildi kjötmjöls og þangmjöls.
Búfjáráburður á grænfóður. korn og matiurtir.
Þegar farið var að gera jarðræktartilraunir á íslandi voru áhugamenn um
garðrækt í fararbroddi. Þess vegna var ekki óeðlilegt að gerðar væru tilraunir
15