Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 99
Árni Snæbjörnsson
Búnaðarfélagi íslands
107 Reykjavík
Um þjöppun jarðvegs
Umræða
Með sífellt auknum þunga þeirra véla sem notaðar eru á ræktunarlöndum,
aukast áhyggjur manna af óhagstæðum áhrifum vélaumferðar á jarðveg og gróður
(Hákansson, 1984) (Davies, o.fl., 1975). Til þess að hjólbaröar dráttavéla hafi gott
grip í yfirboröi jarðvegsins og skemmi ekki með "spóli eða skriki", þá þykir gott
að hafa vélarnar þungar (Davies, o.fl., 1975) (Óttar Geirsson og Magnús
Óskarsson, 1979). Við það eykst reyndar hættan á of mikilli þjöppun jarðvegsins.
Þá hefur aukin tæknivæðing leitt til sífellt aukinnar vélaumferðar um ræktarlöndin.
Það eru ekki eingöngu vélar sem valda óæskilegri þjöppun jarðvegs heldur líka
traðk búpenings (Kellet, 1978), enda kannst menn við áhrif þess í götuslóðum sem
myndast við hlið og brýr þar sem umferð er mikil. Það er því löngu þekkt að
umferð véla og búpenings hefur áhrif á jarðveginn og þá einkum þætti eins og að
auka rúmþyngd og burðarþol, en um leið að minnka holurými, loftrými og
vatnsleiðni (Davies, o.fl. 1975). Þessara áhrifa getur gætt mjög fljótt þannig að
vcrulega dragi úr uppskeru.
Til þess að átta sig á umfangi umferðarinnar má reikna með að hver blettur
í túni verði 2-4 sinnum undir afturhjóli dráttarvélar við heföbundnar nytjar (Óttar
Geirsson og Magnús Óskarsson, 1979), auk umferðar búpenings. Hér er því um
verulegt álag á jarðveginn að ræða. Þau atriði sem einkum vinna gegn þjöppun
eru: Frostþensla, rætur plantna, ýmis smádýr í jarðveginum (t.d. ánamaðkar o.fl.),
auk þess aðgerðir eins og jarðvinnsla og íblöndun efna (Brady, 1974). Afköst
þessara þátta eru takmörkunum háð og því leiðir síaukin umferð víða til
jarðvegskemmda og uppskerurýrnunar. Viö þjöppun jarðvegs falla stærstu
holurnar fýrst saman, við það þéttist jarðvegurinn og vatn verður lengur að síga
í gegn (vatnsleiðnin minnkar), hann veður lengur vatnsmettaður eftir rigningar, og
loftun verður lakari og hætta á súrefnisskorti eykst (Davies, o.fl. 1975). Það eru
einkum þungi á flatareiningu og rakastig jarðvegsins, sem ráð mestu um það
hversu mikið jarðvegurinn þjappast.
Þrýstingur frá hjólum véla breiðist um jarðveginn eins og ölduhryggir í vatni
og ná lengst undir miðju hjóli. Þrýstingur á flatareiningu yfirborðs ræður mestu
93