Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 56

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 56
Aukin áhersla á mengunarvarnir t.d. hvenær má bera búfjáráburð á og búfjáráburður geymdur í haughúsum til að forðast mengun af hans völdum. Búfj áráburðarskammtar Ef skoðuð er þróun ráðlagðra skammta af búfjáráhurði kemur í ljós, að ráðlagt áburðarmagn hefur verið nokkuð stöðugt þessa öld. Þeir Torfi Bjarnason í Ólafsdal (Guðmundur Jónsson, 1942) og Sigurður Sigurðsson ráöunautur (Sigurður Sigurðsson ,1920) töldu meðaláburðarskammt vera 15 kerruhlöss á dagsláttu eða 15 x 300 kg = 4500 kg á dagsláttu sem gefur u.þ.b. 3 x 45 = 13.500 kg eða 13 1/2 tonn á ha. í Vasahandbók bænda 1951 (Ólafur Jónsson, 1958) er meðalskammtur af haug talinn 25 tonn og sauðataði 12 tonn á ha. Og í Handbók bænda 1992 (Óttar Geirsson, (1992) er reiknað með 20 tonnum á ha af kúamykju og 15 tonnum af sauðataði, sem er þó tekið sem dæmi um það hve mikið þurfi að nota af tilbúnum áburði með búfjáráburðinum fremur en þar sé um ráðlagðan maðaláburðarskammt að ræða. Nú á tímum er ráðlagt magn búfjáráburðar yfirleitt miðað við það efni sem hlutfallslega mest er af í honum miðað við árlega þörf gróðurs, þ.e.a.s. kalí en síðan eru hinum efnunum þ.e. köfnunarefni og fosfór bætt við í tilbúnum áburði eftir þörfum. Stundum vilja menn líka bæta kalí í tilbúnum áburði við en þá getur þurft að minnka búfjáráburðarskammtinn a.m.k. ef um kalíríkan jarðveg er að ræða. Áburðartíminn skal miðast við aðstæður á búinu og hvenær síst er hætta á vatnsmengun af völdum búfjáráburðar, eða skemmdum af völdum umferðar en síður af því hvenær búast má við bestri nýtingu áburðarefna í honum. Magn búfjáráburðar Þótt ekki hafi verið ýkja mikill munur á því hve mikið hefur verið borið á hvern ha í ræktuðu landi, hefur heildarmagn búfjáráburðar breyst mikið á öldinni. Kemur þar til breytingar á búfjáríjölda, lengri innistöðu tími og betri fóðrun. Ef aðeins er tekið tilliti til breytinga á búfjáríjölda verður áburðarmagn sem hefði getað verið tiltækt á landinu eins og fram kemur í efstu línu (A) í 1. töflu en í annarri línu (B) er gert ráð fýrir minni áburði eftir grip á hverju ári fyrri hluta aldarinnar. Notaðar eru tölur um búfjáifjölda (Arnór Sigurjónsson, 1970) og áburðarmagn á innistöðu eftir Áburðarfræði þeirra Magnúsar Óskarssonar og Matthíasar Eggertssonar (1991) Ljóst er að fyrri hluta aldarinnar hefur búfjáráburður dugað á hlutfallslega stærri hluta ræktaðs lands en síðar varð. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.