Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 115

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 115
búfjáráburðar eru væntanlega annaðhvort "hrein" áburðarhrif eða óbein áhrif gegnum aukið magn lífrænna efna, bætta byggingu jarðvegsins eða betra jarðvegs- líf. Öll þessi áhrif ættu að koma best fram í rýrum jarðvegi, en uppskera b-liða án búfjáráburðar (4. mynd) sýna að íiiraunalandið er langt frá því ófrjótt. Gróðurfar tilraunarinnar var metið nákvæmlega 1982, 7 árum eftir sáningu, og var enginn munur milli liða, að fráteknum c-liðum, og vallarfoxgras þakti um 80% reitanna. Athuganir síðan hafa ekki leitt neinar umtalsverðar breytingar. Hefðbundinn jarðvegsefnagreining hefur heldur ekki sýnt neinn teljandi mun milli liða eftir meðferð sáðárið. Árleg dreifing sauðataðs Á áttunda áratugnum varpaði Páll Bergþórsson fram þeirri hugmynd, að þar sem sýnt væri að uppskera hvers sumars væri mjög háð hita undanfarandi vetrar og jafnframt væri samband N-áburðar og uppskeru vel þekkt, mætti jafna árferðis- sveiflur með breytilegri áburðargjöf. Til að prófa þessa tilgátu var lögð út tilraun á Hvanneyri. Liðaskipan er sýnd í 3. töílu, ásamt meðaltölum yfir tilraunaárin frá 1977-91. 3. tafla. Liðir í tilraun 437-77 á Hvanneyri og meðaluppskera þeirra, hkg þe/ha, Heildaruppskera. Liðir Árlegur áburður Meðaluppskera a 60 kg N, 30 kg P og 60 kg K/ha 51,5 b 100 kg N, 30 kg P og 80 kg K/ha 58,3 c 140 kg N, 30 kg P og 100 kg K/ha 59,8 d 180 kg N, 30 kg P og 120 kg K/ha 62,3 e 15 tonn sauöatað 57,8 f 15 tonn sauðatað + tilbúinn áburður þannig að heildarmagn næringarefha samsvaraöi g-lið 64,1 g 30 kg P, N og K eftir árferði í sömu hlutföllum og í liðum a - e 53,4 Tekið skal fram að í upphaflegri áætlun var búfjáráburðarskammturinn 20 tonn kúamykja, en því var breytt í sauðatað 1979 vegna þess hve miklu þjálla var að útvega það og dreifa. Magn næringarefna í þessum skömmtum er talið viðlíka. Hér verður ekki tekið til umræðu hversu tekist hefur að jafha út árferðis- sveiflur, heldur eingöngu hvemig árleg dreifing búfjáráburðar hefur reynst. Það er gert á svipaðan hátt og í tilraun 354-74, meðaltal liða b og c er notað sem viðmiðunaruppskera hvers árs, og reiknað vik annarra liða frá því. Meðaluppskera viðmiðunarliða einstök ár er sýnd á 9. mynd. Tilraunin var tvíslegin öll árin nema 1990. Ekki var framkvæmdin áfallalaus, árið 1984 spilltust seinni sláttur nokkurra reita því af vangá var slegið inn í tilraunina þegar túnið umhverfis var slegið. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.