Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 115
búfjáráburðar eru væntanlega annaðhvort "hrein" áburðarhrif eða óbein áhrif
gegnum aukið magn lífrænna efna, bætta byggingu jarðvegsins eða betra jarðvegs-
líf. Öll þessi áhrif ættu að koma best fram í rýrum jarðvegi, en uppskera b-liða
án búfjáráburðar (4. mynd) sýna að íiiraunalandið er langt frá því ófrjótt.
Gróðurfar tilraunarinnar var metið nákvæmlega 1982, 7 árum eftir sáningu,
og var enginn munur milli liða, að fráteknum c-liðum, og vallarfoxgras þakti um
80% reitanna. Athuganir síðan hafa ekki leitt neinar umtalsverðar breytingar.
Hefðbundinn jarðvegsefnagreining hefur heldur ekki sýnt neinn teljandi mun milli
liða eftir meðferð sáðárið.
Árleg dreifing sauðataðs
Á áttunda áratugnum varpaði Páll Bergþórsson fram þeirri hugmynd, að þar
sem sýnt væri að uppskera hvers sumars væri mjög háð hita undanfarandi vetrar
og jafnframt væri samband N-áburðar og uppskeru vel þekkt, mætti jafna árferðis-
sveiflur með breytilegri áburðargjöf. Til að prófa þessa tilgátu var lögð út tilraun
á Hvanneyri. Liðaskipan er sýnd í 3. töílu, ásamt meðaltölum yfir tilraunaárin frá
1977-91.
3. tafla. Liðir í tilraun 437-77 á Hvanneyri og meðaluppskera þeirra, hkg þe/ha, Heildaruppskera.
Liðir Árlegur áburður Meðaluppskera
a 60 kg N, 30 kg P og 60 kg K/ha 51,5
b 100 kg N, 30 kg P og 80 kg K/ha 58,3
c 140 kg N, 30 kg P og 100 kg K/ha 59,8
d 180 kg N, 30 kg P og 120 kg K/ha 62,3
e 15 tonn sauöatað 57,8
f 15 tonn sauðatað + tilbúinn áburður þannig að heildarmagn næringarefha samsvaraöi g-lið 64,1
g 30 kg P, N og K eftir árferði í sömu hlutföllum og í liðum a - e 53,4
Tekið skal fram að í upphaflegri áætlun var búfjáráburðarskammturinn 20
tonn kúamykja, en því var breytt í sauðatað 1979 vegna þess hve miklu þjálla var
að útvega það og dreifa. Magn næringarefna í þessum skömmtum er talið viðlíka.
Hér verður ekki tekið til umræðu hversu tekist hefur að jafha út árferðis-
sveiflur, heldur eingöngu hvemig árleg dreifing búfjáráburðar hefur reynst. Það
er gert á svipaðan hátt og í tilraun 354-74, meðaltal liða b og c er notað sem
viðmiðunaruppskera hvers árs, og reiknað vik annarra liða frá því. Meðaluppskera
viðmiðunarliða einstök ár er sýnd á 9. mynd. Tilraunin var tvíslegin öll árin nema
1990.
Ekki var framkvæmdin áfallalaus, árið 1984 spilltust seinni sláttur nokkurra
reita því af vangá var slegið inn í tilraunina þegar túnið umhverfis var slegið.
109