Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 122

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 122
Guðrún Lára Pábnadóttir Torfi Jóhannesson Búvísindadeild Sýklar og sníklar í búfjáráburði Búfjáráburður er nú á síöari árum í flestum tilvikum geymdur í haughúsum í stað opinna , hauga áður og notkun mykjudæla hefur aukist. Af því leiðir: Þynnri mykja, minni aðgangur ♦ súrefnis, minni hitamyndun og lægra sýrustig. Þetta bætir lffslíkur smitþátta í geymslunni og eykur v hættu á að þeir berist með búfjáráburði í dýr og menn. Gerlar og veiror. Helstu tegundir sem vitað er aö lifi hér á landi og geti verið í búfjáráburði valda flestar einhvers konar iðrasýkingum en auk þeirra eru gerlar sem valda stífkrampa, Hvanneyratveiki og garnapest og einnig riðuveiran. Þessir smitvaldar geta bæði verið í mönnum og dýrum og valdið sýkingum nema garnapestargeriilinn og riðan sem ekki hafa fundist í mönnum. Sníkjudýr. Sníkjudýrum sem borist geta með búfjáráburði má skipta í tvo megin flokka: Frumdýr og Þráðorma. Egg og lirfur þessara dýra eru mjög haröger og þola nokkurra mánaða geymslu í haughúsi, svo fremi sem hiti haldist lágur. Frumdvr. Af frumdýrum eru það einkum hníslar (Eimeria spp.) sem um er að ræða. Þetta eru einfruma dýr sem lifa og fjölga sér í þarmavegg. Hníslasótt í lömbum veldur oft óþrifum. Þráðormar. Þessir ormar eru mjög algengir í Lslenskum nautgripum og eru sérstaklega hættulegir ungum gripum. Egg þeirra og lirfur gera lifað veturinn auðveldlega af hvort sem er í búfjáráburðinum eða í haganum. Lirfustigiö er étiö með beit. Smithætta. Flestir grasbítar eru smitaðir af ormum og margir af gerlum. Öflugasta smitleiðin er frá skítadellum sem dýrin láta ffá sér í haganum, en einnig er allnokkur smithætta af dreifineu búfiáráburðar - sérstaklega ef hann er borinn á að vori og sömu tún beitt um sumarið. Búfjáráburöurinn bætir ofan á smitið sem berst með beit og sýkingarhættan verður meiri. Varöandi notkun búfjáráburðar við grænmetisrækt ætti að hafa smithættu af völdum gerla í huga, sérstaklega í votviðrasamri tíð, en sól og þurrk þola flestir smitþáttana illa. Hvað er til ráða? Hitamyndun í búfjáráburðinum hefur mikið að segja um hvort smitberamir nái að lifa geymsluna af. Lirfur þráðorma lifa í allt að 3 mánuði við 3°C en aðeins u.þ.'o. mánuð við 20°C. Það sama á við um t.d. salmonellur sem geta lifaö f allt að 1 ár í haughúsum ef aðstæður eru hagstæðar, þ.e. mykjan blaut (5-10% ÞE), sýrustigið lágt og hitinn lágur. Sú leið sem auðveldast er aö nota til að minnka hættuna á smiti frá búfjáráburði er að bera á að hausti og slá túnið a.m.k. einu sinni áður en beitt er. (Smit berst sjaldan með gróffóðri f skepnur). Einnig minnkar það líkurnar á dreifingu smits að bera áburöinn í flög eöa fella hann ^ niður. Fleiri leiðir eru hugsanlegar t.d. að blanda kalki í mykjuna eða dæla lofti í gegnum h haughúsið. En þær aðferðir eru erfiðar og dýrar í ffamkvæmd og vart raunhæfar því sjaldnast ' verða sýkingar verulega alvarlegar nema skepnur séu á þröngri beit. Á þeim stöðum þar sem * salmonella, garnaveiki, stífkrampi eöa riðuveiki eru viðvarandi gætu menn þurft aö grípa til öflugri aögeröa til að rjúfa hringrás smitþáttana. Ofangreind umfjöllun hefur einkum miðast viö mykju og tað þar sem rannsóknir haga nær eingöngu beinst að þeim tegundum búfjáráburöar. En í öðrum tegundum búfjáráburðar geta leynst fleiri tegundir smitþátta eins og t.d. vöðvasullurinn sem talið er hugsanlegt aö berist með refaskít. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.