Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 24
til aö dæla vatnsblandaðri mykju niður í heilan svörð. Árið 1941 hófust tilraunir
með að blanda vatni í mykju til að minnka köfnunarefnistapið. Af tæknilegum
ástæðum hefur þetta síðar orðið algengt verklag, þó að nú hugsi menn ekki mikið
um að minnka tap á köfnunarefni.
Ákvörðun á efnamagni og magni búfjáráburðar.
Töluvert hefur verið efnagreint af búfjáráburði, einkum kúamykju síðan
1913 þegar hann var fyrst efnagreindur. Guðmundur Jónsson (1942) lét efnagreina
áburð 1940 - 1941.
Samtímis ákvarðaði Guðmundur magn af áburði eftir grip en það hafði
áður verið gert á Hvanneyri 1913. Ríkharð Brynjólfsson (1978) birti mælingar
á efnamagni sauðataðs. Fleiri efnagreiningar hafa verið gerðar í áranna rás.
Tækni við nýíingu búfjáráburðar.
Fram á þessa öld voru hestvagnar lítið notaðir á Islandi. Torfi Bjarnason
kenndi nemendum í Ólafsdal að smíða hestakerrur og aktygi. Árin 1880 - 1908
voru smíðaðar í Ólafsdal 97 kerrur og minnst 74 aktygi fyrir kerruhesta. í
skólaskýrslu er fyrst getið um að kerrur hafi verið smíðaðar árið 1887 ( Játvarður
Jökull Júlíusson, 1986). Um og upp úr aldamótum fóru hestvagnar að vera
áberandi í sveitum landsins og þá hurfu taðkláfarnir smámsaman. Árið 1921 var
fyrst fluttur inn mykjudreifari fyrir hesta og voru nokkrir slíkir fluttir inn á árunum
1928 - 1939. Þegar heimilisdráttarvélarnar fóru að berast til landsins 1945 var
strax farið að flytja inn mykjudreifara, þ.e. kerrudreifara, sem að hentuðu litlu
dráttarvélunum.
Eftir að menn lærðu að nota steinsteypu upp úr aldamótum fóru menn að
byggja þvaggryfjur og dreifa þvaginu á tún. Saur og þvag var aðskilið til að
varðveita köfnunarefnið, enda segir Guðmundur Jónsson (1942) ........að í loft- og
lagarheldum safngryfjum er hægt að geyma þvag bútjáráburðar vel og án þess,
nokkurt verulegt efnatap eigi sér stað."
Þvaginu var ekið á völl í sérstökum forarámum sem oftast voru heimasmíð-
aðar. Til þess að ná þvaginu úr gryfjunum voru fengnar útlendar forardælur, þær
fyrstu komu til landsins upp úr 1920. Síðar, þegar völ var á ódýrum köfnunar-
efnisáburði, hættu menn að byggja sérstakar þvaggryfjur við fjós.
Fyrsti mykjudreifari sem Verkfæranefnd ríkisins reyndi var dreifari
Guðmundar Jóhannessonar og hófust prófanir á honum 1954 (Guðmundur
Jónsson, 1979). Upp úr 1960 komu svonefndir keðjudreifarar á markaðinn en þeir
eru víða enn í notkun. Mykjudreifararnir sem nefndir eru hér að framan urðu til
18