Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 99

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 99
Árni Snæbjörnsson Búnaðarfélagi íslands 107 Reykjavík Um þjöppun jarðvegs Umræða Með sífellt auknum þunga þeirra véla sem notaðar eru á ræktunarlöndum, aukast áhyggjur manna af óhagstæðum áhrifum vélaumferðar á jarðveg og gróður (Hákansson, 1984) (Davies, o.fl., 1975). Til þess að hjólbaröar dráttavéla hafi gott grip í yfirboröi jarðvegsins og skemmi ekki með "spóli eða skriki", þá þykir gott að hafa vélarnar þungar (Davies, o.fl., 1975) (Óttar Geirsson og Magnús Óskarsson, 1979). Við það eykst reyndar hættan á of mikilli þjöppun jarðvegsins. Þá hefur aukin tæknivæðing leitt til sífellt aukinnar vélaumferðar um ræktarlöndin. Það eru ekki eingöngu vélar sem valda óæskilegri þjöppun jarðvegs heldur líka traðk búpenings (Kellet, 1978), enda kannst menn við áhrif þess í götuslóðum sem myndast við hlið og brýr þar sem umferð er mikil. Það er því löngu þekkt að umferð véla og búpenings hefur áhrif á jarðveginn og þá einkum þætti eins og að auka rúmþyngd og burðarþol, en um leið að minnka holurými, loftrými og vatnsleiðni (Davies, o.fl. 1975). Þessara áhrifa getur gætt mjög fljótt þannig að vcrulega dragi úr uppskeru. Til þess að átta sig á umfangi umferðarinnar má reikna með að hver blettur í túni verði 2-4 sinnum undir afturhjóli dráttarvélar við heföbundnar nytjar (Óttar Geirsson og Magnús Óskarsson, 1979), auk umferðar búpenings. Hér er því um verulegt álag á jarðveginn að ræða. Þau atriði sem einkum vinna gegn þjöppun eru: Frostþensla, rætur plantna, ýmis smádýr í jarðveginum (t.d. ánamaðkar o.fl.), auk þess aðgerðir eins og jarðvinnsla og íblöndun efna (Brady, 1974). Afköst þessara þátta eru takmörkunum háð og því leiðir síaukin umferð víða til jarðvegskemmda og uppskerurýrnunar. Viö þjöppun jarðvegs falla stærstu holurnar fýrst saman, við það þéttist jarðvegurinn og vatn verður lengur að síga í gegn (vatnsleiðnin minnkar), hann veður lengur vatnsmettaður eftir rigningar, og loftun verður lakari og hætta á súrefnisskorti eykst (Davies, o.fl. 1975). Það eru einkum þungi á flatareiningu og rakastig jarðvegsins, sem ráð mestu um það hversu mikið jarðvegurinn þjappast. Þrýstingur frá hjólum véla breiðist um jarðveginn eins og ölduhryggir í vatni og ná lengst undir miðju hjóli. Þrýstingur á flatareiningu yfirborðs ræður mestu 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.