Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Blaðsíða 67
Tafla 1 frh.
Aldur Þungi kg- Hæð á herðakamb, cm, bandm. stangarm. Bijóstm. cm. Lengd cm.
des’92 370,0 142,0 134,4 169,4 146,8
- hámark 435,0 149,0 139,0 182,0 153,0
- lágmark 325,0 135,0 129,0 160,0 138,0
maí '93 346,3 142,3 134,5 160,8 147,0
- hámark 420,0 148,0 140,0 170,0 153,0
- lágmark 295,0 135,0 129,0 153,0 138,0
Fyrirhugað er að ljúka þessaii athugun á næsta vori þ.e. 1994 er tryppin eru fimm
vetra. Vænta má að allflest þeirra hafi þá náð fullum vexti.
Rannsókn á vöðvabyggingu íslenska hestsins.
Eins og um getur í síðustu tilraunaskýrslu hófst samstarfsverkefni milli Bænda-
skólans á Hvanneyri og Rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins að Foulum á
Jótlandi (Statens Husdyrbrugsforsög Foulum) um rannsókn á vöðvasainsetningu
og vöðvabyggingu íslenska hestsins á árinu 1992.
íslenski hesturinn er orðinn heimsþekktur fyrir einstaka reiðhestshæfileika,
fjölbreytni í gangi, þrótt og þol. Auk þess hefir hann sem hestakyn þá sérstöðu að
vera mótaður af náttúruúrvali í yfir 1000 ár óblandaður öðrum kynjum. Lítið sem
ekkert hefir samt fram að þessu verið rannsakað eða vitað um vöðvasamsetningu
íslenska hestsins. Einnig gæti verið fróðlegt að rannsaka hvemig mismunur í
vöðvabyggingu eða vöðvasam-setningu fellur að núverandi dómkerfi, sem byggir
bæði á byggingu og reiðhestshæfi-leikum.
Tilgangur þessa verkefnis var að rannsaka vöðvasamsetningu fjögurra og fimm
vetra hrossa (ótamdra), sem fædd eru og uppalin á íslandi og í Danmörk, og
athuga mun milli kynja (hesta og hryssa) og hvort uppeldi við ólíkar aðstæður
hefði einhver áhrif á vöðvasamseminguna. Einnig að fá samanburð á vöðva-
samsetningu íslenska hestsins við önnur hrossakyn. Auk þess að leggja grunn að
frekari rannsóknum á þessu sviði.
Alls vom tekin sýni úr 49 ótömdum tryppum, 21 fæddu og uppöldu í Danmörk og
28 á íslandi.
Vöðvasýni vom tekin með holnál úr lendarvöðva (gluteus medius). Öll sýni vom
tekin af sama manni (P Henckel).
Greind var gerð vöðvaþráða (fibertype), hlutfallsleg dreifing hveirar gerðar, fjöldi
og gildleiki auk þess fjöldi og þéttleiki háræða.
60