Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Blaðsíða 72
fóðraður til há-marksvaxtar. Fóðrað er á rúlluheyi, fiskimjöli og byggi. Fóður er
vigtað í lömbin og efna-greirit og leifar einnig.
Meiningin var að sláturtímar yrðu tveir, en þar sem lömbin hafa ekki þyngst eins
hratt og vonast var til var ákveðið að þeim yrði öllum slátrað á sama tíma við
u.þ.b. 40 kg lífþunga. Erfiðlega hefur gengið að fá blessuð lömbin til að éta
fiskimjölið og þá sérstaklega þann til-raunaflokk sem ætlaður er stærsti
fiskimjölsskammturinn. Fyrir slátrun verða gimbrar vigtaðar (eftir 24 tíma svelti)
og ullarvöxtur mældur, einnig verða gimbrar ómmældar á spjaldi (vöðvi og fita)
og síðu (fita). Við slátrun verða allir líkamshlutar vigtaðir og skrokkur mældur í
bak og fyrir.
Hópfóðrun hjá bændum í Borgarfirði
Hér er um að ræða framhald á verkefni Sveins Hallgrímssonar "Síslátrun
vorlamba". Nema að þessu sinni skrá tveir bændur, Ásbjöm Sigurgeirsson á
Ásbjamarstöðum og Jóhann Oddsson á Steinum niður upplýsingar um
fóðumotkun lambanna sem slátrað verður í vetur. Þeir vigta fóðrið í lömbin
vikulega og taka heysýni. Lömbin vom vigtuð og stiguð í upphafi og vigtuð síðan
hálfsmánaðarlega þaðan í frá og að lokum vigtuð og stiguð fyrir slátmn. Þeir
munu einnig reyna að meta vinnu við fóðmn og hirðingu þessara lamba.
Auk þessara tveggja em 8 aðrir bændur í verkefninu. Lömb þeirra vom vigtuð í
upphafi til-raunar og síðan stiguð og vigtuð fyrir slátmn. Þeim var boðið upp á að
skrá frekari upp-Iýsingar og að senda inn tvö heysýni.
Eftirfarandi bændur em þátttakendur í þessu verkefni:
Ásbjöm Sigurgeirsson, Ásbjamarstöðum
Jóhann Oddsson, Steinum
Jón Þór Jónasson, Hjarðarholti
Skúli Kristjónsson, Svignaskarði
Ámi Ingvarsson, Skarði
Finnbogi Leifsson, Hítardal
Ármann Bjamason, Kjalvararstöðum
Halldór Sigurðsson, Þorvaldsstöðum
Ólafur Guðmundsson, Sámsstöðum
Kristján Axelsson, Bakkakoti
Eiríkur Á. Brynjólfsson, Brúarlandi
Nú þegar hefur tvisvar verið slátrað, 15.desember og 3. febrúar. í fyrra sinnið var
56 gimbr-um fargað frá 7 bæjum. Meðallíf- og fallþungi þeirra var um 34,5 kg og
14,8 kg, 9 lömb fóm í stjömu en restin í DIA. Kjötið var sett á markað í
Reykjavík og seldist það allt upp. f seinni förgun fóm 35 lömb (gimbrar og
geldingar) frá 3 bæjum og voru lömbin að meðaltali rétt rúm 39 kg á fæti og
reyndist meðalfallþunginn vera 15,6 kg og fóm þau öll í DIA. Megnið af kjötinu
fór í Kringluna í verslun Hagkaups en einnig var eitthvað selt hér heima í héraði.
65