Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Af töílunni virðist mega ráða, að
skekkja í mælingum nemi varla meira en
15% og að jafnaði minni.
Blönk sýni voru oft gerð með því að láta
tóma deiglu fara gegnum öll skref mæling-
arinnar eins og hvert annað sýni. Þannig
var fylgzt með hugsanlegri mengun úr
umhverfmu og mæliefnum. Blönk sýni
voru alltaf því sem næst laus við þá
málma, sem mældir voru.
Niðurstöður
Töílur 2—7 sýna niðurstöður mælinganna
á þungamálmum, og tafla 8 sýnir léttari
steinefni í grasinu af skeljasandstúnunum
í A.-Barðastrandasýslu. Sýnd eru meðal-
töl, meStu og minnstu gildi og meðalfrá-
vik. Mælingar á þungamálmum frá seinna
slætti í tilraun 270 - 70 á Hvanneyri eru
sýndar sérstaklega í töflunum, af því að
þær eru oftast allmiklu hærri en mæling-
arnar úr fyrra slætti.
Kóbalt í grasi er minnst í sýnum af
skeljasandstúnunum (2. tafla), og er sá
munur raunhæfur, hvort sem niðurstöð-
urnar úr tilrauninni á Hvanneyri eða úr
beitartilrauninni eru bornar saman við
sýnin af skeljasandstúnunum. Minnstu
gildin af skeljasandstúnunum eru mjög
lág, og er það staðfesting á fyrri rannsókn-
um (2). Meira er af kóbalti í seinna slætti
en hinum fyrra í tilrauninni á Hvanneyri.
Af töflunni virðist mega ráða, að
skekkja í mælingum nemi varla meira en
15% og að jafnaði minni.
Blönk sýni voru oft gerð með því að láta
tóma deiglu fara gegnum öll skrefmæling-
arinnar eins og hvert annað sýni. Þannig
var fylgzt með hugsanlegri mengun úr
umhverfmu og mæliefnum. Blönk sýni
voru alltaf því sem næst laus við þá
málma, sem mældir voru.
2. TAFLA.
Kóbalt í grasi ppm.
Meðalt. Mest Minnst Meðal- frv. Fjöldi sýna Seinni sláttur
270 - 70 Hvn, reitur A, 0 kalk 0.24 0.27 0.19 0.04 3 0.59
270 - 70 Hvn, kalkaðir reitir 0.20 0.28 0.15 0.04 12 0.46
Stakkhamrar 0.24 0.26 0.22 0.03 2
Stakkhamrar með kalki 0.28 0.34 0.24 0.04 6
Skeljasandsjarðvegur 0.12 0.41 0.02 0.10 16
Beitartilraunir o. fl 0.42 0.73 0.09 0.22 25
Ekki er neinn raunhæfur munur á kopar í
grasi af skeljasandstúnunum og öðrum
slöðum, sem sýni voru fengin frá. Frekar
lítið er af kopar í íslenzku grasi miðað við
það, sem æskilegt þykir erlendis (6), ef
þessar tölur sýna rétta mynd af kopar í
íslenzku grasi (3. tafla). I seinni slætti í
tilrauninni á Hvanneyri er koparinn litlu
meiri en í fyrra slætti.