Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 11
ÞUNGMÁLMAR í ÍSLENZKU GRASI 9
Á lyktanir
I Astralíu er það vel þekkt, að á strand-
svæðum, þar sem skeljasandur er í
jarðvegi, líði skepnur af kóbaltskorti (6).
Kóbalt í heyi af skeljasandstúnunum er
víða ekki nóg fyrir þarfir skepna. Under-
wood (6) telur, að 0.11 ppm. sé lágmark í
fóðri handa lömbum og 0.08 ppm. handa
fullorðnum skepnum. Minnsta gildi, sem
mælt var í þessari rannsókn, var 0.02 ppm.
Kóbalt hefur áður verið mælt á Keldum
(2), og kemur hið sama í ljós í þessari
rannsókn og hinni fyrri, að kóbalt er víðast
nóg miðað við þarfir skepna nema á
skeljasandstúnunum. I tveimur sýnum af
25 úr beitartilraununum var kóbalt minna
en 0.11 ppm. Annað sýnið var úr Keldu-
hverfi, en hitt af Auðkúluheiði.
Kopar í grasi er ekki minni í sýnum af
skeljasandstúnum en annars staðar í
þessari rannsókn. Þörf skepna fyrir kopar
er ýmsum þáttum öðrum háð en sjálfu
koparmagninu, t. d. molýbden og súlfati.
Það er því ekki auðvelt að setja ákveðin
þarfamörk fyrir kopar, en Underwood tel-
ur koparþörfina geta legið á bilinu 1-15
ppm. Minnstu gildi, sem mældust í
þessari rannsókn, voru 1.3 og 1.4 ppm. í
sýnum úr Álftaveri og af Auðkúluheiði, og
er það svipað og áður hefur verið mælt
(3,7). Þetta eru vissulega lág gildi, en þó er
ekki víst, að skepnur líði af koparskorti á
þessum stöðum.
Járn í grasi mældist vera mjög mis-
mikið. Járn í íslenzkum jarðvegi er mjög
mikið, svo að lítil jarðvegsmengun í sýn-
um getur aukið járnið í þeim mikið, og er
sérslök hætta á því á troðnu beitilandi.
Ekki var raunhæfur munur á járnmagni í
sýnum af skeljasandstúnunum og í sýnum
úr tilrauninni á Hvanneyri 270 — 70, en
hins vegar var raunhæfur rnunur á skelja-
sandsheysýnum og sýnum úr beitartil-
rauninni. Tilraunir á lömbum benda til,
að 10 ppm. í fóðrinu sé of lítið, að lág-
marksþörfin sé 25 — 40 ppm. járn (6).
Samkvæmt þessu er ólíklegt, að óttast
járnskort á stöðunum, sem sýnin eru frá.
Minnsta járngildið mældist 69 ppm.
Mangan er það efni af þungu málmun-
um, sem kölkun hefur mest áhrif á. Aður
hefur verið sýnt fram á, að kölkun minnk-
ar mangan í grasi (8). Minna mangan er í
sýnum af kölkuðu reitunum í tilrauninni á
Hvanneyri en í hinum ókölkuðu, en
minnst er það þó í skeljasandstúnunum.
Mangan er lífsnauðsynlegt skepnum, en
ekki er vitað nákvæmlega um manganþörf
sauðfjár og nautgripa. Þó virðast 20 ppm.
ekki fjarri lagi (6). Niðurstöður þeirra
mælinga, sem hér eru kynntar, sýna því að
jafnaði gnægð mangans, en þó mældist
aðeins 15 ppm. í sýni af skeljasandstúni.
Zinkskortur er vel þekktur víða um lönd
(6), en hér á landi hefur ekki vaknað rök-
studdur grunur um skort á zinki í fóðri
búfjár. Við venjulegar aðstæður virðist
líklegt, að sauðfé og nautgripir þurfi 20 -
30 ppm. zink í fæðunni, en örðugt hefur
reynzt að ákvarða zinkþörf búfjár vegna
þátta, sem hafa áhrif á hversu vel zinkið
nýtist skepnunum (6). Zinkmagnið í flest-
um sýnanna er á þessu bili, en minnstu
gildin voru 13 og 15 ppm. Ekki má því
miklu muna, til að zinkskortur fari að gera
vart við sig. Raunhæfur munur reyndist
vera á zinkmagni í sýnum af skeljasands-
túnum og af beitartilraununum.
NikkeJ komst fyrir nokkrum árum á
lista lífsnauðsynlegra snefilefna. Ekki er
talin vera mikil hætta á, að nikkel skorti í
fóður búfjár, en í grasi er yfirleitt 0.5 — 2.5
ppm. af nikkel (6). Niðurstöður þær, sem