Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 11

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 11
ÞUNGMÁLMAR í ÍSLENZKU GRASI 9 Á lyktanir I Astralíu er það vel þekkt, að á strand- svæðum, þar sem skeljasandur er í jarðvegi, líði skepnur af kóbaltskorti (6). Kóbalt í heyi af skeljasandstúnunum er víða ekki nóg fyrir þarfir skepna. Under- wood (6) telur, að 0.11 ppm. sé lágmark í fóðri handa lömbum og 0.08 ppm. handa fullorðnum skepnum. Minnsta gildi, sem mælt var í þessari rannsókn, var 0.02 ppm. Kóbalt hefur áður verið mælt á Keldum (2), og kemur hið sama í ljós í þessari rannsókn og hinni fyrri, að kóbalt er víðast nóg miðað við þarfir skepna nema á skeljasandstúnunum. I tveimur sýnum af 25 úr beitartilraununum var kóbalt minna en 0.11 ppm. Annað sýnið var úr Keldu- hverfi, en hitt af Auðkúluheiði. Kopar í grasi er ekki minni í sýnum af skeljasandstúnum en annars staðar í þessari rannsókn. Þörf skepna fyrir kopar er ýmsum þáttum öðrum háð en sjálfu koparmagninu, t. d. molýbden og súlfati. Það er því ekki auðvelt að setja ákveðin þarfamörk fyrir kopar, en Underwood tel- ur koparþörfina geta legið á bilinu 1-15 ppm. Minnstu gildi, sem mældust í þessari rannsókn, voru 1.3 og 1.4 ppm. í sýnum úr Álftaveri og af Auðkúluheiði, og er það svipað og áður hefur verið mælt (3,7). Þetta eru vissulega lág gildi, en þó er ekki víst, að skepnur líði af koparskorti á þessum stöðum. Járn í grasi mældist vera mjög mis- mikið. Járn í íslenzkum jarðvegi er mjög mikið, svo að lítil jarðvegsmengun í sýn- um getur aukið járnið í þeim mikið, og er sérslök hætta á því á troðnu beitilandi. Ekki var raunhæfur munur á járnmagni í sýnum af skeljasandstúnunum og í sýnum úr tilrauninni á Hvanneyri 270 — 70, en hins vegar var raunhæfur rnunur á skelja- sandsheysýnum og sýnum úr beitartil- rauninni. Tilraunir á lömbum benda til, að 10 ppm. í fóðrinu sé of lítið, að lág- marksþörfin sé 25 — 40 ppm. járn (6). Samkvæmt þessu er ólíklegt, að óttast járnskort á stöðunum, sem sýnin eru frá. Minnsta járngildið mældist 69 ppm. Mangan er það efni af þungu málmun- um, sem kölkun hefur mest áhrif á. Aður hefur verið sýnt fram á, að kölkun minnk- ar mangan í grasi (8). Minna mangan er í sýnum af kölkuðu reitunum í tilrauninni á Hvanneyri en í hinum ókölkuðu, en minnst er það þó í skeljasandstúnunum. Mangan er lífsnauðsynlegt skepnum, en ekki er vitað nákvæmlega um manganþörf sauðfjár og nautgripa. Þó virðast 20 ppm. ekki fjarri lagi (6). Niðurstöður þeirra mælinga, sem hér eru kynntar, sýna því að jafnaði gnægð mangans, en þó mældist aðeins 15 ppm. í sýni af skeljasandstúni. Zinkskortur er vel þekktur víða um lönd (6), en hér á landi hefur ekki vaknað rök- studdur grunur um skort á zinki í fóðri búfjár. Við venjulegar aðstæður virðist líklegt, að sauðfé og nautgripir þurfi 20 - 30 ppm. zink í fæðunni, en örðugt hefur reynzt að ákvarða zinkþörf búfjár vegna þátta, sem hafa áhrif á hversu vel zinkið nýtist skepnunum (6). Zinkmagnið í flest- um sýnanna er á þessu bili, en minnstu gildin voru 13 og 15 ppm. Ekki má því miklu muna, til að zinkskortur fari að gera vart við sig. Raunhæfur munur reyndist vera á zinkmagni í sýnum af skeljasands- túnum og af beitartilraununum. NikkeJ komst fyrir nokkrum árum á lista lífsnauðsynlegra snefilefna. Ekki er talin vera mikil hætta á, að nikkel skorti í fóður búfjár, en í grasi er yfirleitt 0.5 — 2.5 ppm. af nikkel (6). Niðurstöður þær, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.