Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 29
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,1: 27—59
Gróðurbreytingar
í Þjórsárdal
Guðmundur Guðjónsson
Rannsóknastofnun Landbúnaðarins,
Keldnaholt v/Vesturlandsveg, Reykjavík.
YFIRLIT
I ritgerð þessari er gerð grein fyrir gróðurfarsbreytingum, sem orðið hafa á 17 ára tímabili á friðuðu landi í
Þjórsárdal.
Gerður er samanburður á gróðurkorti höfundar af dalnum frá 1977 og gróðurkorti Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins frá 1960.
Við ákvörðun á beitargildi gróðurs eru notuð meðaltöl úr uppskerumælingum aföllu landinu. Þar er um
að ræða niðurstöður úr gróðurrannsóknum á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
A þessu tímabili hefur ýmislegt stuðlað að gróðurfarsbreytingum í dalnum, svo sem eldgos, mannvirkja-
gerð, ræktun og friðun. Eftir þeim gögnum sem fyrir liggja, er ekkert hægt að segja til um langtímaáhrif
eldgossins, 1970, en eftirþaðjókst sjálfgræðsla mjög. Ræktun er margfalt meiri en nemur eyðingu gróðurs af
völdum mannvirkjagerðar.
Áhrif friðunar fyrir ágangi búíjár virðast vega þyngst á vogarskálunum. Þótt ræktun í dalnum hafi verið
mikil, er sjálfgræðsla enn meiri. Gróðri í dalnum hefur farið mjög mikið fram á tímabilinu, og beitarþol
hefur aukist að sama skapi.
I. INNGANGUR
Ritgerð þessi er að meginstofni til B.S.-
verkefni höfundar í landafræði í Háskóla
Islands haustið 1977 og er hér birt með
leyfi jarðfræðiskorar. Hún fjallar um
gróðurbreytingar í Þjórsárdal á árabilinu
1960 til 1977 og er að mestu reist á sam-
anburði á gróðurkorti, sem höfundur gerði
ásamt Einari Gíslasyni, starfsmanni
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, af
dalnum sumarið 1977 og korti af sama
svæði, sem starfsmenn Búnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans gerðu sumarið
1960.
Ástæður þess, að Þjórsárdalur varð fyrir
valinu öðrum svæðum fremur, eru
margar. Hinar helstu eru, að Þjórsárdalur
hefur verið friðaður í nær fjóra áratugi,
lega og hæð y.s., nálægð við Heklu, þ. e.
áhrif gosa á gróðurfarið, og talsvert fjöl-
breytt gróðurfar.
Dalurinn hefur verið friðaður allt frá
árinu 1938, en þá var lokið við að girða
svæðið.
Frá því að friðun hófst, hefur tvisvar
orðið mikil gróðureyðing afvöldum vikur-
og öskufalls frá Heklugosum. Það var fyrst