Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 30
28 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR árið 1947, er mikið féll af ljósum líp- arítvikri, og svo árið 1970, er stór svæði í dalnum fóru undir þykk lög af svörtum basaltvikri. Síðara gosið varð, eftir að fyrra gróðurkortið var gert af dalnum, og olli miklum breytingum á gróðurfari. Þá var á tímabilinu mikið jarðrask afvöldum framkvæmda við Búrfellsvirkjun. Botn Þjórsárdals er í 100-200 m hæð og hlíðar hans í 200 — 400 m hæð, en Búrfell nær þó 669 m hæð. Er því dalurinn við þröskuld miðhálendisins, þar sem hann sker sig inn í hálendisbrúnina. I Þjórsár- dal er að finna bæði gróðursæld og auðn ásamt mikilfenglegum náttúrufyrirbær- um. Þá er dalurinn ekki síst áhugaverður til rannsókna vegna þeirrar baráttu við náttúruöílin, er forfeður okkar þurftu að heyja fyrir búsetu í dalnum, þar sem þeir lutu að lokum í lægra haldi. Litlar eða engar gróðurrannsóknir fóru fram í Þjórsárdal fyrr en 1940, er Steindór Steindórsson hóf þar rannsóknir á vegum Skógræktar ríkisins í því skyni að kanna þær breytingar, sem orðið heíðu á gróðri 2. GAGNASÖFNUN OG ÚRVINNSLA 2.1. Kortagerð. Eins og fyrr getur, byggist verkefni þetta á samanburði á tveimur gróðurkortum, annars vegar frá 1960, en hins vegar frá 1977. Kortið frá 1960 er gróðurkort afíslandi, blað 194, Búrfell, í mælikvarða 1:40.000. Gerðu það starfsmann Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans (nú Rann- sóknastofnun landbúnaðarins) árið 1960 (1. kort). Kortið frá 1977 er gert í sama mæli- k\arða, og er eldra kortið notað sem við friðunina. Niðurstöður þeirra rann- sókna birtust síðar í tveimur ritgerðum í Arsriti Skógræktarfélagsins árin 1941 og 1943 (Steindór Steindórsson 1941 og 1943). Gróðurkort var eins og fyrr segir, gert á vegum Búnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans árið 1960. Sumarið 1976 var neðri hluti hins friðaða svæðis girtur af með haustbeit á efri hlutanum í huga. Þessi nýja girðing ásamt Þjórsá og Sandá afmarkar aðal- rannsóknasvæðið. Þar serti rætt er um Þjórsárdal eða dalinn eftirleiðis í þessari ritgerð, er átt við ofangreint svæði (1. mynd), nema annað sé tekið fram. I síðasta kafla þessarar ritgerðar er íjallað um gróðurbreytingar og beitarþol á efri hluta hins friðaða svæðis. Það land hefur verið notað til haustbeitar frá 1977, en gróðurkort af þeim hluta gerði höfundur sumarið 1978. I umræddum kafla mun þetta svæði því nefnt beitarhólf eða bara hólfið til aðgreiningar frá neðri hluta dalsins. grunnkort til að auðvelda samanburð á gróðurfari. Við gerð beggja kortanna voru notaðar sömu aðferðir, sem eru annars vegar vett- vangsvinna, þar sem gróðurhverfi eru teiknuð eftir flugljósmyndum, en hins vegar er samsetning og teiknun korts. Þá er notað kortateiknitækni (mapograph) til að varpa frumteikningu gróðurhverfa á grunnkort. Flugljósmyndirnar, sem notaðar voru 1977, tóku Landmælingar Islands, og eru þær ýmis í mælikvarða 1:20.000 eða

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.