Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 39
GRÓÐURBREYTINGAR í ÞJÓRSÁRDAL 37
Sjálfgræðsla og lúpínuplöntur á fyrsta ári í vikurorpnu hrauni í Þjórsárdal. í bakgrunninum gróskumikiil
barrskógur úr skógræktinni í Skriðufellslandi.
Natural regrowth andfirstyear Alaska lupine on a pumice-covered lavafield in P. Planting-area of coniferous trees in the
background. Ljósmynd Andres Arnalds.
dalnum og búist hafði verið við, sbr. rann-
sóknir Steindórs Steindórssonar, sem fyrr
var minnst á. Miðað við lýsingu Steindórs
má ætla, að gróður hafi í meginatriðum
þakið sömu svæði 1940 og 1960. Fellin
voru þá eins og 1960 mest gróin ásamt
gróðurrana meðfram efri hluta Fossár.
Reykholt var í kringum 1940 að mestu
gróðurlaust samkvæmt lýsingu Steindórs,
en 1960 er þar kominn töluverður gróður.
Samkvæmt gróðurkortinu frá 1960 er
víðáttumesta gróðurlendið í dalnum ým-
iss konar mosaþemba (A). Flún fer
vaxandi eftir því, sem ofar dregur, og er
ríkjandi í fellunum, eins og vænta má. Á
undirlendi í dalnum er mikið um sefmóa
(E) og valllendi (H), en þessi gróðurlendi
fara minnkandi, er ofar dregur.
Nýgræður þekja nærri 160 hektara í
dalnum, og miðað við niðurstöður mæl-
inga á afréttum hálendis Suðurlands er
það mjög hátt hlutfall. (Ingvi ÞORSTEINS-
son og Steindór Steindórsson, 1967).
Hér er því ótvírætt um að ræða áhrif
friðunarinnar.
Lítið er um votlendi í dalnum, því að
jarðvegur er gljúpur vegna hinna miklu
vikurlaga.
Framan í Búrfelli er mikill birkiskógur,
sem staðið hefur af sér náttúruhamfarir og
ágang búfjár fyrrum. Meginhluti flat-
lendis í dalnum, bæði fyrir ofan og neðan
200 m, er gróðurlaus, og svo er einnig uppi
á Búrfelli.
Niðurstöður flatarmálsmælinga gróð-
urhverfa og gróðurlausra svæða eru sýnd-