Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 47
GRÓÐURBREYTINGAR f ÞJÓRSÁRDAL 45
Séð vestur yfir flatlendið í Þjórsárdal frá Skeljafelli. Næst er ræktað land en fjær eru svartir vikrar sem hafa
gróið hratt upp á undanfornum árum.
View westfrom S. over the jlat bottom of the valley. Cultivatedgrassland and black pumiceflats with some regrowthfarthest
away. Ljósmynd: Imynd (með leyfi Landsvirkjunar)
sennilegt, að vikurfallið hafi orðið til að
bæta skilyrðin til sjálfgræðslu.
Blómlendi var ekki í dalnum 1960, en
1977 var þar einn ha. vaxinn alaska-
lúpínu, er þar hefur verið plantað.
Hálfdeigjur og votlendi hafa minnkað á
láglendi, en aukist nokkuð í hlíðum og
fjöllum.
Rcektad land á láglendi er, eins og áður
getur, um 190 ha., en ofan 200 m hafa
verið ræktaðir 8 ha. graslendis.
Svæði, sem voru gróin 1960, en ekki
1977, og svæði, sem voru ógróin 1960 en
eru gróin að einhverju leyti 1977, eru sýnd
á 4. mynd.
3.5. Gróðureyðing af völdum virkjunarfram-
kvtemda.
Nokkrar gróðurbreytingar hafa orðið í
Pjórsárdal vegna virkjunarframkvæmda
við Búrfell. Þar er einkum um tvennt að
ræða, annars vegar gróður, sem fór undir
uppistöðulón virkjunarinnar, og hins veg-
ar er rof og gróðureyðing í austurhlíðum
Búrfells vegna aukins rennslis í Bjarna-
læk. Síðarnefndi þátturinn er mun alvar-
legri en hinn fyrri, þar sem rofið er stöðugt
og virðist fara vaxandi ár frá ári. Sumarið
1977, þegar lækjarfarvegurinn var borinn
saman við flugljósmyndir frá 1974, kom í
ljós, að lækurinn hefur sorfið bakkana
töluvert s. 1. þrjú ár.
Bjarnalón er um 110 ha. að stærð. Um
14 ha. þess lands, sem þar fór undir vatn,
voru gróið land (8. tafla). Einnig hafa dá-
litlar gróðurbreytingar orðið í næsta ná-
grenni lónsins vegna vegagerðar og ann-
arrar mannvirkjagerðar.