Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 64

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 64
62 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR kallaðar voru „skýrsluársáhrif1. Rann- sóknir sýndu einnig, að áreiðanleiki af- kvæmadóms, sem reistur var eingöngu á afurðatölum fyrir kýr með einungis fyrsta heila skýrsluárið, var minni en skyldi (JÓN Viðar Jónmundsson et. al., 1977a). Þar sem afkvæmadómur hlýtur ávallt að fara mest eftir fyrstu afurðaupplýsing- FYRRI RANNSÓKNIR Islenzkar rannsóknir á afurðatölum, fyrir mjólkurskeiðsnyt eru mjög takmarkaðar. Aðallega hefur verið farið eftir upplýsing- um um ársafurðir. Rétt er þó að nefna rannsóknir þeirra Guðmundar Steindórssonar (1970) og Þórðar G. Sigurjónssonar (1973). Þær eru reistar á afurðatölum frá fyrsta mjólk- urskeiði kvígna í Eyjafirði, sem báru fyrsta kálfi á árunum 1958 til 1970. Þá heíur Sigurður Steinþórsson (1975) gert rannsókn, sem studdist við afurðatölur um fyrstakálfskvígur á afkvæmarann- sóknastöðinni í Laugardælum árin 1954 — 1972, en vegna þess, hvernig slíkar stöðvar eru starfræktar, fæst þar lítil fræðsla um ýmsa þá þætti, sem athyglin beinist mest að í dreifðum rannsóknum. Varðandi innlendar rannsóknir, sem grundvallaðar eru á ársafurðum, vísast til fyrri greina (JóN V iðar Jónmundsson et al., 1977a og RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR Efniviður til rannsóknar þessarar var fenginn úr skýrslum nautgriparæktarfé- laganna. I skýrslum eru engar upplýsing- ar um einstakar mælingar né heldur mjólkurskeiðsafurðir varðveittar í tölvu- skrám. í tölvuskránum eru aðeins um dætranna, er eðlilegt að leita tiltækra ráða til að auka öryggi afkvæmadómsins. Athygli hefur m. a. beinzt að því að nota mjólkurskeiðsnyt sem mælikvarða á afurðir í stað ársafurða. í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir niðurstöðum slíkr- ar rannsóknar, sem gerð var á afurðatöl- um frá nautgriparæktarfélögunum. b), þar sem einnig er birt yfirlit um eldri rannsóknir hér á landi. Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir erlendum rannsóknum á afurðatölum um fyrsta mjólkurskeið kúa. Bent skal þó á yfirlitsgrein Hickmans (1973) um áhrif aldurs við burð á afurðir kvígna og yfir- litsgrein Maijala og Hanna (1974) um arfgengi og aðra erfðastuðla. Um notkun hluta mjólkurskeiðs til mats á afurðum skal bent á rannsóknir Van Vlecks og Hendersons (1961) í Banda- ríkjunum, en þar er um að ræða grund- vallarrannsóknir á þessu sviði. Einnig skal í því sambandi bent á heimildaryfirlit eftir Gustafson (1972) um slíkar rannsóknir til þess tíma og nýlegar norskar rann- sóknir (Auran, 1976a, 1976b), sem veru- lega er stuðzt við í rannsókn þeirri, sem hér verður gerð grein fyrir. summutölur um afurðir á einstökum árs- fjórðungum. Gögnin varð því að vinna út frá frum- upplýsingum með því að safna saman mjólkurskýrsluspjöldum um einstakar kýr. Þar sem þetta var starf, sem þurfti

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.