Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 65

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 65
RANNSÓKN Á AFURÐATÖLUM 63 1. TAFLA. Meðaltal og meðalfrávik fyrir einstaka eiginleika. TABLE 1. Mean and standard deoiation oj traits. Eiginleiki Meðaltal Meðalfrávik Trait Mean Standard deviation Mjólkurskeiðsafurðir (305 dagar) Milkyield, kg 2 842 698 Mjólkurfitumagn Milk Jatyield, kg 118.5 32.6 Hæsta dagsnyt Maximum daily yield, kg 15.54 2.80 Fjöldi daga frá fyrsta til annars kálfs Calving interval 392 61 algerlega að handvinna, hlaut það að takmarka umfang rannsóknarinnar. Byrjað var á að fara yfir allar skýrslur nautgriparæktarfélaganna á öllu landinu frá árunum 1974 — 1977. Valin voru þau bú, þar sem allmargar kvígur komu á skýrslu á þessum árum. Auk þess var gert að skilyrði, að um þessar kvígur væru upplýsingar um fæðingarmánuð og fæð- ingarár, auk þess sem ættfærsla væri í góðu lagi. Þessi skilyrði þrengdu mjög þann hóp, sem til meðferðar kom. Síðan þurfti að finna öll mjólkurskýrsluspjöld um þessar kvígur, þar til þær báru öðrum kálfl. Einnig voru ætternisupplýsingar um einstakar kýr gataðar sérstaklega. Þá þurfti að gata spjöld um öll búin með upplýsingum um búsmeðaltöl einstakra ársfjórðunga fyrir fullmjólka kýr á þessum árum. öll þessi spjöld voru síðan lesin inn á seguldisk og þannig búin til skrá með alla tiltæka vitneskju um einstakar kýr í þessum gögnum. Samtals voru það upplýsingar um 2957 kýr á 316 búum, sem náðist til á þennan hátt. Sett voru þau aldursmörk, að aðeins voru teknar með kvígur, sem voru 20 - 40 mánaða gamlar, þegar þær báru fyrsta kálfi. I einstökum útreikningum falla nokkrar kýr. út vegna skorts á upplýsing- um. Meðaltöl og meðalfrávik fyrir þá eigin- leika, sem rannsóknin náði til, eru sýnd í 1. töflu. Meðalfrávikið, sem sýnt er, er heildarmeðalfrávik og sýnir því bæði breytileika innan og milli búa. 2. TAFLA. Skipting kúnna eftir aldri við mat á aldursáhrifum. TABLE 2. Classification according to age of calving when estimating the age effect. Aldur við burð Age at calving Fjöldi Number 20-22 mánuðir (months) 128 23-24 — — 700 25-26 — — 884 27-28 — — 552 29-30 — — 311 31-35 — — 327 36-40 — — 55

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.