Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR a) Áhrif umhverjisþátta Til að meta áhrif umhverfisþátta á ein- staka eiginleika var notuð aðferð minnstu kvaðrata, eins og lýst er m. a. af Harvey (1960). Notuð voru mismunandi líkön til mats á áhrifum. Metnir voru stuðlar um áhrif aldurs og burðartíma. Um burð- artímaáhrif voru notaðir sex flokkar, og var ávallt slegið saman tveimur sam- liggjandi burðarmánuðum. Þetta er gert m. a. til að fá nægan fjölda í undirflokka. Við mat á aldursáhrifum var notuð flokkun, sem sýnd er í 2. töflu. Einnig voru kannaðar leiðréttingar fyrir þessum áhrifum með aðhvarfsstuðlum af fyrstu og annarri gráðu, og var þá notaður aldur kvígnanna við burð í mánuðum fyrir aldursáhrifin og númer burðarmánaðar fyrir burðartímaáhrifin, þar sem janúar hefur tölugildið 1 og desember 12. Til að kanna áhrif tímalengdar milli burða á afurðir voru notaðir aðhvarfsstuðlar, bæði af fyrstu og annarri gráðu. Til að meta áhrif búsins á afurðir voru í módelinu notaðir aðhvarfsstuðlar affyrstu og annarri gráðu að búsmeðaltali. b) Arfgengisútreikningar Arfgengisútreikningarnir voru gerðir eftir fervikum, metnum með fervikagreiningu milli og innan feðra út frá eftirfarandi reiknilíkani: Xij = M + S; + eij, þar sem X;j = mæling á viðkomandi eiginleika, M = meðaltal, Si = áhrif ita-föður, ejj = tilviljunarkennd áhrif fyrir jtu-dóttur ita-föður. Skekkjan á arfgengi var metin með hinni algengu formúlu Robertson (1959): 'h". a/ 32Thl þar sem T er heildarfjöldi mælinga. c) Framlengingarstuðlar Akveðið var að nota þessi gögn til að reyna að kanna möguleika á að meta heildaraf- urðir mjólkurskeiðsins út frá hluta þess með notkun framlengingarstuðla. Við mat á þeim var eingöngu mjólkurmagn tekið til meðferðar. Þar var miðað við 43 vikna afurðir (301 dag). Kannaðar voru tvær ólíkar aðferðir til framlengingar. Hin fyrri var notkun margföldunarstuðla; þar eru heildaraf- urðir fundnar sem: T = k • P, Þar sem k er framlengingarstuðullinn, T reiknaðar heildarafurðir, og P það afurðamagn, sem kýrin hefur mjólkað þann hluta mjólkurskeiðsins, sem liðinn er. Hin aðferðin er í því fólgin að nota síðustu tiltæka mælingu á mjólkur- skeiðinu (M) til að meta það afurðamagn, sem kýrin á eftir að mjólka á mjólkur- skeiðinu og fæst heildarafurðamagnið þá á eftirfarandi hátt: T = P + k ■ M. Rannsóknir erlendis hafa sýnt, að slíkir stuðlar, metnir með báðum þessum að- ferðum, eru háðir ýmsum umhverfis- áhrifum (Auran, 1976b, Wiggans og Van Vleck, 1979). Til að kanna þessi áhrif voru notaðar fjölþættar aðhvarfslíkingar, þar sem háða stærðin er framlengingar- stuðullinn, en óháðu stærðirnar mælingar

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.