Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 80

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 80
78 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR a) Ahrif aldurs og burðartíma á afurðir. Ljóst er, að mjólkurskeiðsafurðir verður á sama hátt og ársafurðir að leiðrétta fyrir áhrifum kerfisbundinna umhverfisþátta, svo sem aldurs og burðartíma. Aldursáhrifin hjá fyrstakálfskvígum eru áhrif vegna mismikils þroska þeirra við burð, sem stafar af breytileika í aldri. Ákaflega lítið er um það vitað, hversu mikið tillit bændur hér á landi taka til þroska kvígna, þegar þær eru sæddar fyrsta sinni. Hið greinilega samhengi, sem fram kemur í þessum gögnum milli burð- artíma og aldurs og þekkt er úr fyrri rann- sókn (Þórður G. Sigurjónsson, 1973), bendir eindregið til þess, að val á heppi- legum burðartíma ráði þar miklu um. Víða erlendis er brjóstummál mælt og skráð í skýrsluhaldi, og gerir það mögu- legar beinni leiðréttingu með tilliti til þroska gripanna. Hinn litli munur í af- urðum, sem fram kom hjá kvígum, sem báru 23 til 27 mánaða, getur þó verið bending um, að nokkurt tillit sé tekið til þroska þeirra, þegar ákveðið er, hvenær þeim skuli haldið. Á margan hátt er auðveldast að leið- rétta fyrir aldursáhrifum með notkun að- hvarfsstuðla, og virðist þar nægja að nota línulegan stuðul. Líklega er rétt að láta óleiðréttar afurðir kvígna, sem bera á aldrinum 23 til 27 mánaða, og leiðrétta afurðir annarra kvígna að 26 mánaða burðaraldri með línulegum stuðli. Vert er þó að hafa í huga í sambandi við leiðréttingu fyrir aldri, að sérstakt sam- band hlýtur ætíð að verða á milli þroska kvígna undan tilteknum nautum og þess, hversu ört þær koma á skýrslu. Áhrif burðatíma á afurðir eru enn meiri en aldursáhrif. Lagt er til, að leiðrétt verði 18. TAFLA. Margfoldunarstuðlar til leiðréttingar á áhrifum burðartíma. TABLE 18. Multiþlicative correction factors for effect of month of calving. Burðarmánuður Month of calving Stuðull Correction factor Jan.-febr 0.945 Mars-apríl 1.040 Maí-júní 1.100 Júlí-ágúst 1.040 Sept.-okt 0.958 Nóv.-des 0.950 fyrir burðartímaáhrifúm með notkun margföldunarstuðla þeirra, sem sýndir eru í 18. töflu, en þeir eru bein umreiknun stuðla, sem sýndir eru í 4. töflu. Afurðir eru leiðréttar að meðaltali til að draga úr skekkjuáhrifum þeirra. Þessir burðartímastuðlar eru verulega frá- brugðnir þeim stuðlum, sem fundnir eru fyrir ársafurðir fullvaxinna kúa hér á landi (Magnús B. Jónsson, 1968, Jón Viðar Jónmundsson e.t al., 1977a). Allar líkur eru til, að mestur hluti mismunarins ráðist af skekkju í burðartímastuðlum fyrir árs- afurðir vegna svokallaðra „skýrsluárs- áhrifa“. Einnig er hugsanlegt, að burðar- tímaáhrif séu að einhverju leyti önnur hjá fullvöxnum kúm en fyrsta kálfs kvígum. Kann það m. a. að stafa af áhrifum frá fyrra mjólkurskeiði fullorðinna kúa, sem ekki er til að dreifa um fyrstakálfskvígur. Eigi að nota mjólkurskeiðsafurðir sem mælikvarða á afurðagetu fullorðinna kúa, er því ljóst, að nota verður leiðréttingar- stuðla fyrir aldurs- og burðartímaáhrif, sem metnir eru fyrir fullorðnar kýr.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.