Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Qupperneq 80

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Qupperneq 80
78 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR a) Ahrif aldurs og burðartíma á afurðir. Ljóst er, að mjólkurskeiðsafurðir verður á sama hátt og ársafurðir að leiðrétta fyrir áhrifum kerfisbundinna umhverfisþátta, svo sem aldurs og burðartíma. Aldursáhrifin hjá fyrstakálfskvígum eru áhrif vegna mismikils þroska þeirra við burð, sem stafar af breytileika í aldri. Ákaflega lítið er um það vitað, hversu mikið tillit bændur hér á landi taka til þroska kvígna, þegar þær eru sæddar fyrsta sinni. Hið greinilega samhengi, sem fram kemur í þessum gögnum milli burð- artíma og aldurs og þekkt er úr fyrri rann- sókn (Þórður G. Sigurjónsson, 1973), bendir eindregið til þess, að val á heppi- legum burðartíma ráði þar miklu um. Víða erlendis er brjóstummál mælt og skráð í skýrsluhaldi, og gerir það mögu- legar beinni leiðréttingu með tilliti til þroska gripanna. Hinn litli munur í af- urðum, sem fram kom hjá kvígum, sem báru 23 til 27 mánaða, getur þó verið bending um, að nokkurt tillit sé tekið til þroska þeirra, þegar ákveðið er, hvenær þeim skuli haldið. Á margan hátt er auðveldast að leið- rétta fyrir aldursáhrifum með notkun að- hvarfsstuðla, og virðist þar nægja að nota línulegan stuðul. Líklega er rétt að láta óleiðréttar afurðir kvígna, sem bera á aldrinum 23 til 27 mánaða, og leiðrétta afurðir annarra kvígna að 26 mánaða burðaraldri með línulegum stuðli. Vert er þó að hafa í huga í sambandi við leiðréttingu fyrir aldri, að sérstakt sam- band hlýtur ætíð að verða á milli þroska kvígna undan tilteknum nautum og þess, hversu ört þær koma á skýrslu. Áhrif burðatíma á afurðir eru enn meiri en aldursáhrif. Lagt er til, að leiðrétt verði 18. TAFLA. Margfoldunarstuðlar til leiðréttingar á áhrifum burðartíma. TABLE 18. Multiþlicative correction factors for effect of month of calving. Burðarmánuður Month of calving Stuðull Correction factor Jan.-febr 0.945 Mars-apríl 1.040 Maí-júní 1.100 Júlí-ágúst 1.040 Sept.-okt 0.958 Nóv.-des 0.950 fyrir burðartímaáhrifúm með notkun margföldunarstuðla þeirra, sem sýndir eru í 18. töflu, en þeir eru bein umreiknun stuðla, sem sýndir eru í 4. töflu. Afurðir eru leiðréttar að meðaltali til að draga úr skekkjuáhrifum þeirra. Þessir burðartímastuðlar eru verulega frá- brugðnir þeim stuðlum, sem fundnir eru fyrir ársafurðir fullvaxinna kúa hér á landi (Magnús B. Jónsson, 1968, Jón Viðar Jónmundsson e.t al., 1977a). Allar líkur eru til, að mestur hluti mismunarins ráðist af skekkju í burðartímastuðlum fyrir árs- afurðir vegna svokallaðra „skýrsluárs- áhrifa“. Einnig er hugsanlegt, að burðar- tímaáhrif séu að einhverju leyti önnur hjá fullvöxnum kúm en fyrsta kálfs kvígum. Kann það m. a. að stafa af áhrifum frá fyrra mjólkurskeiði fullorðinna kúa, sem ekki er til að dreifa um fyrstakálfskvígur. Eigi að nota mjólkurskeiðsafurðir sem mælikvarða á afurðagetu fullorðinna kúa, er því ljóst, að nota verður leiðréttingar- stuðla fyrir aldurs- og burðartímaáhrif, sem metnir eru fyrir fullorðnar kýr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.