Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 81

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 81
RANNSÓKN Á AFURÐATÖLUM 79 b) Búsáhrif. Alþekkt er, að verulegur hluti breytileika í afurðamagni nautgripa eru búsáhrif, og mun ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir, að þau séu um einn þriðji hluti heildar- breytileikans. Algengast er, þegar kynbótagripir eru metnir, að eyða þessum mun með því að nota afurðatölurnar sem frávik frá bús- meðaltali. Vegna þess, hve fáar kvígur bera á hverju búi á líkum tíma, er veru- legum vandkvæðum háð að mynda bús- meðaltal fyrir mjólkurskeiðsafurðir á fyrsta mjaltaskeiði til þeirra nota. Sú aðferð, sem hér er beitt, er að leið- rétta fyrir búsáhrifum með aðhvarfsstuðli afurða að búsmeðaltali. Þessi aðferð hefur nokkuð verið notuð erlendis, en í mörgum dæmum er um að ræða aldursleiðréttar afurðatölur, sem hljóta að sýna verulega meira aðhvarf en hér er fundið (Syrstad, 1964, Auran, 1973, Van Vleck, 1963). í sænskri rannsókn taldi Dúring (1957) þennan aðhvarfsstuðul vera 0,65 fyrir fyrstakálfskvígur, og Gravir og Hickman (1967) fundu um fyrstakálfskvígur í Kanada svipaða stuðla og hér. I umfangsmiklum rannsóknum í Sví- þjóð fann Danell (1976) aðhvarfsstuðul- inn 0,40-0,65, og er það í mjög góðu samræmi við þær niðurstöður, sem hér eru fundnar. Hún bendir á, að komi ekki til kerfisbundnir þættir, sé væntanlegt gildi aðhvarfsstuðulsins 1/f, þar sem f væri leiðréttingarstuðull til að umbreyta af- urðum fyrstakálfskvígna í afurðir full- mjólka kúa. Rétt er einnig að hafa hugfast, að búsmeðaltalið, sem hér er notað, er miðað við eftir ársafurðum, en ekki mjólk- urskeiðsafurðum. Rétt er að benda á, að fylgni milli bús- meðaltals fullmjólka kúa og afurða fyrsta- kálfskvígna í þessum gögnum er ekki mjög mikil. I samræmi við erlendar rannsóknir (Auran, 1973) er fylgnin þó einna mest við mælingar á miðju mjólkurskeiði. Veruleg ástæða virðist til efasemda um, hversu góður mælikvarði búsmeðaltal fullmjólka kúa er á búsáhrifin, sem fyrsta- kálfskvígum er búin. Burðartími kvígna er allnokkuð frábrugðinn burðartíma full- mjólka kúa. Auk þess er líklegt, að upp- eldisáhrif kvígnanna séu á mörgum búum veruleg, en hve háð þau eru fóðrun fullorðnu kúnna á búinu, vitum við lítið um. Oft eru kvígurnar aldar upp alveg sér, og af þeim ástæðum má vænta allveru- legra frávika frá meðaltali fullmjólka kúa. Annað atriði, sem ætíð þarf að hafa í huga við val á leiðréttingum, er það, hversu auðveldar þær eru í framkvæmd. Eigi að nota búsmeðaltal til leiðréttingar, er æskilegt, að það sé búsmeðaltal, sem reiknað er í skýrsluhaldinu, og sé þá til- tækt þaðan. Augljóst er þó, að þetta er atriði, sem þarfnast nánari rannsóknar, og til þess þyrfti helzt gögn með nánari vitneskju um ýmsa þætti í meðferð kvígnanna en til eru enn í skýrsluhaldi. c) Frjósemi. Frjósemi íslenzkra nautgripa hefur nánast ekkert verið rannsökuð til þessa. I þessum gögnum koma fram mjög eindregin áhrif af burðartíma á frjósemi. Veruleg ástæða er til að ætla, að þessi áhrif séu að miklum hluta til komin vegna þess, að erfiðara sé að fá haustbærar kvígur til að festa fang á réttum tíma en þær, sem bera að vori. Mjög er ótrúlegt, að bændur flytji til af ráðnum hug burðartíma kvígna, sem bera að hausti, þar sem það hlýtur vegna mjólkurframleiðslunnar að teljast einn

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.