Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 90

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 90
88 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 3. mynd. Kalkþörungar og þörungabrot úr Hrútafirði. Aðallega er hér um að ræða Lithothamnium tophiforme. Fig. 3. Maerl from Hrútafjörður, mainly consisting of Lithothamnium tophiforme. ars vegar eftir áætluðu kalkmagni, en hins vegar ríkjandi tegundum kalklífvera. Þannig var kalkmagn notað til að skipta sýnunum í kalkrík (>2h hlutar úr kalki) og kalksnauð sýni (<2/3 kalk). Þá var kalk- ríkum sýnum skipt í tvo hópa eftir því, hvort þau voru að meginhluta gerð úr kalkþörungum (kalkþörungaset) eða skeljum (skeljasandur). NIÐURSTÖÐUR. Dreifing setgerða. Á 1. og 2. mynd eru sýndir sýnatökustaðir og um leið með mismunandi táknum, hvers kyns set fannst á hverjum stað. Myndirnar sýna, að víðast hvar í innsta hluta Húnaflóa fannst kalkþörungaset á grunnsævi. Sérstaklega var það áberandi með vestanverðum Miðfirði og báðum megin Hrútafjarðar, en breiður af kalk- þörungaseti fundust einnig við mynni Bitrufjarðar og Steingrímsfjarðar. Loks fundust kalkþörungar í botni Reykjar- fjarðar og á nokkrum öðrum stöðum. Lítið varð vart við skeljasand sunnan Steingrímsfjarðar, eins og 1. mynd sýnir, en þar fyrir norðan fannst hann víða. Á 2. mynd sést t. d., að norðan Ingólfsfjarðar fannst nær eingöngu skeljasandur. Á þessu svæði voru sýni ekki tekin inni á fjörðum og víkum sökum grynninga, en sennilegt má telja, að kalkþörungaset megi finna nær landi.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.