Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 34
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ,
sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0004,
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 898 2222,
hilmar@vf.is
Prentun:
Landsprent
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís
Theodórsdóttir,
sími 421 0001,
andrea@vf.is
Útlit og umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
Samkaup hleypir af
stað velferðarþjónustu
fyrir starfsfólk
Samkaup hleypti nýlega af stað
sérstakri velferðarþjónustu sem
er ætlað að stuðla að auknum lífs-
gæðum starfsmanna. Markmiðið
með velferðarþjónustunni er að
auka færni starfsmanna fyrirtæk-
isins til að takast á við óvænt áföll og
erfiðleika ásamt því að auka ánægju
starfsmanna og öryggi þeirra.
„Rannsóknir hafa sýnt fram á að
stór hópur, sérstaklega ungs fólks,
glími við einmannaleika og depurð.
Sú staðreynd m.a. kveikti á þeirri
hugmynd að ýta úr vör velferðar-
þjónustunni okkar. Taka á þessu
málefni og gera það sýnilegt og að-
gengilegt öllum. Fara skrefinu lengra
og gera meira fyrir starfsmenn okkar
en nokkurt annað fyrirtæki á Ís-
landi. Þetta er komið til að vera og
vonandi tækifæri til að breyta því
hvernig fyrirtæki hugsa um fólkið
sitt,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri mannauðssviðs
Samkaupa.
Starfsfólki Samkaupa býðst fjöl-
breytt úrval af þjónustu sem unnin
er af Heilsuvernd. Starfsmaður hefur
samband við Heilsuvernd sem svo
vísar á viðeigandi sérfræðing. Sam-
kaup greiðir síðan reikninginn.
Starfsmönnum bjóðast allt að sex
klukkutímar á ári.
„Starfsfólki okkar býðst ótrúlega
fjölbreytt þjónusta. Við vitum að það
eru margir þættir sem geta haft áhrif
á fólk utan vinnunnar og viljum geta
rétt út hjálparhönd þegar fólk finnur
að það þurfi þess hvort sem það sé
þjónusta sálfræðings, lögfræðings,
næringarfræðings, markþjálfa, fjár-
málaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf, sér-
fræðilækna, lækna og svo framvegis,“
segir Gunnur.
Hagnaður HS Veitna minnkaði
um fjórðung á fyrri helmingi þessa
árs miðað við sama tíma í fyrra.
Hagnaðurinn á þessu tímabili
voru 374 milljónir króna saman-
borið við 499 milljónir í fyrra.
Í árshlutareikningi HS Veitna kemur
fram að lækkunin skýrist m.a. af
minni tekjum af ferskvatnssölu,
tengigjöldum og raforkudreifingu.
Þá jókst ýmis kostnaður í ár, m.a.
vegna rekstrar hitaveitukerfa í Vest-
mannaeyjum og ferskvatnsdeildar á
Suðurnesjum auk hækkunar á fjár-
magnsliðum.
Sandgerði bættist í hóp þeirra bæja sem státað geta af 5G netsambandi
eftir að fjarskiptafyrirtækið Nova setti upp senda þar. Nova, sem fékk 5G
rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í vor og hóf að bjóða þjón-
ustuna til almennra viðskiptavina þann 5. maí síðastliðinn, fyrst íslenskra
fjarskiptafyrirtækja, vinnur nú að uppbyggingu 5G þjónustusvæðis á fleiri
stöðum á landinu. Auk Hellu og Sandgerðis eru 5G sendar einnig komnir
upp í Vestmannaeyjum og á nokkrum svæðum í Reykjavík. Stefnir Nova að
því að vera búið að 5G-væða stærstan hluta landsins á næstu tveimur árum.
Hundraðföldun á
flutningsgetu frá 4G kerfinu
5G fjarskiptakerfi hafa verið að
ryðja sér hratt til rúms í heiminum
en hraði og flutningsgeta gagna
með 5G er um hundraðfalt meiri
en á 4G kerfinu, svo dæmi sé tekið.
Nova er fyrsta fjarskiptafyrirtækið
til að styðja 5G hér á landi en sam-
hliða innleiðingunni á 5G mun Nova
endanlega fasa út 3G fjarskipta-
kerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir
ráð fyrir að taka niður síðasta 3G
sendinn fyrir lok árs 2023.
Prófanir Nova á 5G kerfinu stóðu
yfir í rúmt ár en fyrirtækið telur sig
nú vera komið með næga þekkingu
til að fara af fullum krafti í uppbygg-
ingu þeirra innviða sem kerfið krefst.
Þá eru sífellt fleiri tæki að koma inn
á markaðinn sem styðja 5G hraða,
bæði símar og önnur tæki. Ein helsta
byltingin sem verður með tilkomu
5G kemur í gegnum sítengingu fleiri
tækja en síma. Hraði og gagnaflutn-
ingsgeta kerfisins býður upp á að
meira og minna allt sem við notum
og er í okkar nánasta umhverfi;
fundarherbergið, úrið, hjólið, bíllinn
og jafnvel lækningatækið sé sítengt
við netið, segir í frétt frá Nova.
Sprengjusérfræðingar æfa á Keflavíkurflugvelli
Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggis-
svæðinu á Keflavíkurflugvelli um helgina og stendur fram í næstu viku.
Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgis-
gæslan hefur veg og vanda af. Vegna kórónuveirufaraldursins er æfingin
smærri í sniðum að þessu sinni og fer að öllu leyti fram innan öryggis-
svæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í tuttugasta sinn sem æfingin er
haldin hér á landi.
Markmið æfingarinnar er að æfa við-
brögð við hryðjuverkum og er sérstök
áhersla lögð á verndun lífa, eigna og
sönnunargagna. Samskonar búnaður
og fundist hefur víðs vegar um heim
er útbúinn og aðstæður hafðar eins
raunverulegar og kostur er.
Æfingin veitir sprengjusérfræð-
ingum, sem koma hvaðanæva að úr
heiminum, einstakt tækifæri til að
samhæfa aðgerðir auk þess að miðla
reynslu og þekkingu sinni til annarra
liða. Northern Challenge hefur notið
mikilla vinsælda á undanförnum
árum og hefur skipað sér sess sem
ein mikilvægasta æfing sprengjusér-
fræðinga í Evrópu.
Að þessu sinni eru 75 þátttak-
endur á æfingunni frá sjö þjóðum.
Ströngum sóttvarnaráðstöfunum og
reglum er fylgt meðan á æfingunni
stendur. Allir þátttakendur er skim-
aðir við komu og aftur fimm til sex
dögum síðar. Þá er þátttakendum
skipt niður í hópa. Svæðinu er skipt
í sérstök hólf og samskipti milli hópa
eru ekki leyfð. Allir þátttakendur eru
í einangrun á öryggissvæðinu og
er ekki heimilt að yfirgefa svæðið.
Sama gildir um sprengjusérfræðinga
Landhelgisgæslunnar sem taka þátt
í æfingunni.
Sandgerði komið í 5G samband Gunnur Líf Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri
mannauðssviðs Samkaupa.
Minni hagnaður
hjá HS Veitum
Í árshlutareikningi HS Veitna kemur fram að lækkunin
skýrist m.a. af minni tekjum af ferskvatnssölu.
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
2 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR