Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Qupperneq 34

Víkurfréttir - 09.09.2020, Qupperneq 34
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Samkaup hleypir af stað velferðarþjónustu fyrir starfsfólk Samkaup hleypti nýlega af stað sérstakri velferðarþjónustu sem er ætlað að stuðla að auknum lífs- gæðum starfsmanna. Markmiðið með velferðarþjónustunni er að auka færni starfsmanna fyrirtæk- isins til að takast á við óvænt áföll og erfiðleika ásamt því að auka ánægju starfsmanna og öryggi þeirra. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að stór hópur, sérstaklega ungs fólks, glími við einmannaleika og depurð. Sú staðreynd m.a. kveikti á þeirri hugmynd að ýta úr vör velferðar- þjónustunni okkar. Taka á þessu málefni og gera það sýnilegt og að- gengilegt öllum. Fara skrefinu lengra og gera meira fyrir starfsmenn okkar en nokkurt annað fyrirtæki á Ís- landi. Þetta er komið til að vera og vonandi tækifæri til að breyta því hvernig fyrirtæki hugsa um fólkið sitt,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Starfsfólki Samkaupa býðst fjöl- breytt úrval af þjónustu sem unnin er af Heilsuvernd. Starfsmaður hefur samband við Heilsuvernd sem svo vísar á viðeigandi sérfræðing. Sam- kaup greiðir síðan reikninginn. Starfsmönnum bjóðast allt að sex klukkutímar á ári. „Starfsfólki okkar býðst ótrúlega fjölbreytt þjónusta. Við vitum að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á fólk utan vinnunnar og viljum geta rétt út hjálparhönd þegar fólk finnur að það þurfi þess hvort sem það sé þjónusta sálfræðings, lögfræðings, næringarfræðings, markþjálfa, fjár- málaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf, sér- fræðilækna, lækna og svo framvegis,“ segir Gunnur. Hagnaður HS Veitna minnkaði um fjórðung á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á þessu tímabili voru 374 milljónir króna saman- borið við 499 milljónir í fyrra. Í árshlutareikningi HS Veitna kemur fram að lækkunin skýrist m.a. af minni tekjum af ferskvatnssölu, tengigjöldum og raforkudreifingu. Þá jókst ýmis kostnaður í ár, m.a. vegna rekstrar hitaveitukerfa í Vest- mannaeyjum og ferskvatnsdeildar á Suðurnesjum auk hækkunar á fjár- magnsliðum. Sandgerði bættist í hóp þeirra bæja sem státað geta af 5G netsambandi eftir að fjarskiptafyrirtækið Nova setti upp senda þar. Nova, sem fékk 5G rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í vor og hóf að bjóða þjón- ustuna til almennra viðskiptavina þann 5. maí síðastliðinn, fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja, vinnur nú að uppbyggingu 5G þjónustusvæðis á fleiri stöðum á landinu. Auk Hellu og Sandgerðis eru 5G sendar einnig komnir upp í Vestmannaeyjum og á nokkrum svæðum í Reykjavík. Stefnir Nova að því að vera búið að 5G-væða stærstan hluta landsins á næstu tveimur árum. Hundraðföldun á flutningsgetu frá 4G kerfinu 5G fjarskiptakerfi hafa verið að ryðja sér hratt til rúms í heiminum en hraði og flutningsgeta gagna með 5G er um hundraðfalt meiri en á 4G kerfinu, svo dæmi sé tekið. Nova er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til að styðja 5G hér á landi en sam- hliða innleiðingunni á 5G mun Nova endanlega fasa út 3G fjarskipta- kerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að taka niður síðasta 3G sendinn fyrir lok árs 2023. Prófanir Nova á 5G kerfinu stóðu yfir í rúmt ár en fyrirtækið telur sig nú vera komið með næga þekkingu til að fara af fullum krafti í uppbygg- ingu þeirra innviða sem kerfið krefst. Þá eru sífellt fleiri tæki að koma inn á markaðinn sem styðja 5G hraða, bæði símar og önnur tæki. Ein helsta byltingin sem verður með tilkomu 5G kemur í gegnum sítengingu fleiri tækja en síma. Hraði og gagnaflutn- ingsgeta kerfisins býður upp á að meira og minna allt sem við notum og er í okkar nánasta umhverfi; fundarherbergið, úrið, hjólið, bíllinn og jafnvel lækningatækið sé sítengt við netið, segir í frétt frá Nova. Sprengjusérfræðingar æfa á Keflavíkurflugvelli Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggis- svæðinu á Keflavíkurflugvelli um helgina og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgis- gæslan hefur veg og vanda af. Vegna kórónuveirufaraldursins er æfingin smærri í sniðum að þessu sinni og fer að öllu leyti fram innan öryggis- svæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í tuttugasta sinn sem æfingin er haldin hér á landi. Markmið æfingarinnar er að æfa við- brögð við hryðjuverkum og er sérstök áhersla lögð á verndun lífa, eigna og sönnunargagna. Samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim er útbúinn og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur er. Æfingin veitir sprengjusérfræð- ingum, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, einstakt tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Northern Challenge hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og hefur skipað sér sess sem ein mikilvægasta æfing sprengjusér- fræðinga í Evrópu. Að þessu sinni eru 75 þátttak- endur á æfingunni frá sjö þjóðum. Ströngum sóttvarnaráðstöfunum og reglum er fylgt meðan á æfingunni stendur. Allir þátttakendur er skim- aðir við komu og aftur fimm til sex dögum síðar. Þá er þátttakendum skipt niður í hópa. Svæðinu er skipt í sérstök hólf og samskipti milli hópa eru ekki leyfð. Allir þátttakendur eru í einangrun á öryggissvæðinu og er ekki heimilt að yfirgefa svæðið. Sama gildir um sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar sem taka þátt í æfingunni. Sandgerði komið í 5G samband Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Minni hagnaður hjá HS Veitum Í árshlutareikningi HS Veitna kemur fram að lækkunin skýrist m.a. af minni tekjum af ferskvatnssölu. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 2 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.