Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 53

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 53
andoxunarefni sem fundist hefur í náttúrunni, og fucoidan, sem finna má í bæði þangi og þara, og hefur sýnt fjölbreytta lífvirkni meðal annars í blóðstorknun, á veirur, æxli og bólgur auk andoxunarvirkni.“ Umami-keimurinn sóttur í þörungana Japanir eru þekktir af nýtingu þörunga til matargerðar og nota tegundina kombu til að mynda til að ná fram tilteknum keimi í núðlu- rétti sína, auk þess sem þörungar þar eru notaðir sem þykkingarefni. Eydís segir að hrossþarann sé hægt að nota á sama hátt. „Eins er hægt að nota marinkjarna á sama hátt og Japanir nota wakame, til dæmis í súpur og salöt. Þararnir eru allir ríkir af nátt- úrulegum glútamötum sem gefur þetta djúpa umami-bragð sem al- gengt er að finna í austurlenskum mat. MSG, eða monosodiumgluta- mate, er í rauninni ódýra, manns- míðaða útgáfan af glútamötum úr þörungum. Í uppskriftum bókarinnar er Hinrik mikið að leika sér einmitt með að draga fram umami-bragðið úr þörungunum og búa til sannkall- aðar bragðefnabombur.“ Silja segir að fjöruþörungar sem unnir eru á vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi, séu að mestu nýttir í framleiðslu þykkingarefna. „Brúnþörungar innihalda flestir mikið magn alginata sem er þykk- ingarefni sem notað er í ýmiskonar iðnað, meðal annars matvælaiðnað. Fjörugrös og sjóarkræða voru nýtt hér á landi um aldir, meðal annars til að þykkja grauta. Þegar þau eru soðin, t.d. í mjólk, losnar karragenan úr þörungnum og mjólkin þykkist í graut. Þykkingarefnin karragenan og agar eru að finna í mörgum rauð- þörungum.“ Engin hætta á mistökum í fjöruferðum Aðspurðar segja þær Silja og Eydís það frábæra við fjöruþörunga er að það „má“ borða þá alla saman. Það eru engir eitraðir fjöruþörungar við Ísland en þeir eru ekki allir jafn bragðgóðir eða skemmtilegir undir tönn. „Í bókinni erum við búin að kortleggja vaxtarsvæði þeirra átta tegunda sem okkur Hinrik finnst mest spennandi að nýta í matar- gerð, eru auðfundnir og auðvelt er að nýta á sjálfbæran hátt. Það eru söl, purpurahimna, sjávartruffla (þangskegg), fjörugrös, beltisþari, marinkjarni, hrossaþari og dverg- þang. Þessar tegundir vaxa mishátt í fjörunni og því þarf að nýta stór- straumsfjöru til að komast í þarana, sölina og fjörugrösin. Sjávartrufflan vex um miðbik fjörunnar á klóþangi og dvergþangið alveg efst og því auðveldara að nálgast þær tegundir og ekki þarf að gæta jafn mikið að sjávarföllunum þegar á að næla sér í þær,“ segja þær aðspurðar um það hvort eitthvað þurfi að varast í fjöru- ferðum eftir þörungum. Matþörungavefsjá í þágu almennings Í kjölfar kortlagningarvinnunni starfaði Eydís að þörungarannsóknum fyrir ýmis nýsköpunarfyrirtæki og ræktaði um tíma smáþörunga. Hún er líka stundarkennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hún kennir fjöruvist. „Ég stofnaði svo mitt eigið fyrirtæki, Zeto, árið 2016 ásamt tveimur öðrum þar sem við höfum þróað sjálfbæra aðferð við að framleiða lífvirkt þaraþykkni fyrir húðvörur og erum að þróa okkar eigin húðvörulínu sem byggir á nýtingu á þara. Ég fékk styrk frá Matarauði Íslands til að setja upp matþörungavefsjá sem ég vann með Gunnhildi Georgsdóttur sem var einnig að vinna að fjöruvistgerða- kortlagningu fyrir Náttúrufræðistofnun. Þörungavefsjánna má sjá á slóðinni mat- araudur.is/thorungakort. Við nýttum þekkingu okkar á vistgerðaflokkuninni til að draga út úr gagnagrunnunum Nátt- úrufræðistofnunar gögn um það hvar hinar helstu tegundir matþörunga vaxa við Ísland. Mér vitanlega hafa þessi gögn aldrei verið lögð svona fram áður og því um einstakar upplýsingar að ræða sem gera almenningi kleift að nýta sér þá þekkingu sem annars væri falin í gagna- grunnunum, til þess að nýta og njóta ís- lenskra matþörunga. Þessi vinna gerði mér svo kleift að útfæra útbreiðslukortin sem finna má í bókinni sem við gefum út núna.“ Í bókinni erum við búin að kortleggja vaxtarsvæði þeirra átta tegunda sem okkur Hinrik finnst mest spennandi að nýta í matargerð, eru auðfundnir og auðvelt er að nýta á sjálfbæran hátt ... Allan þennan tíma hef ég verið að leika mér með þörunga í matargerð og verið að lauma þessu að í hina ýmsu rétti í eldhúsinu heima en það var í rauninni ekki fyrr en ég hitti Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistara, árið 2016 að ég fór virkilega að prófa mig áfram ... Matreiðslumeistarinn Hinrik Carl Ellertsson. Ljósmynd: Karl Petersson vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.