Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 7

Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 7
Þú færð Víg Snorra á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Samsett kaka sem skýtur upp þyrpingu af 10 kúlum í einu með gulllituðum hala. Kúlurnar springa í rauðar, grænar og gular stjörnur með brakandi leiftri. skot 53 SEK 4 5 16 100 kg ✿ Staðsetning vindmyllugarðs Zephyr á Mosfellsheiði. Þingvallavatn Mosfellsheiði Þingvellir Reykjavík SKIPULAGSMÁL Hæð vindmylla í fyrirhuguðum vindorkugarði Zeph yr Iceland ehf. á Mosfellsheiði skapar stórfellda árekstrarhættu fyrir sviff lug að sögn stjórnar Svif- f lugfélags Íslands. Zephyr Iceland ehf., sem er dótturfyrirtæki norska vindorku- fyrirtækisins Zephyr AS, hyggst byggja allt að 200 MW vindorku- garð á Mosfellsheiði. Rætt er um þrjátíu vindmyllur sem yrðu 150 til 200 metra háar með spaða í hæstu stöðu. Meðal þeirra sem sendu inn athugasemdir til Skipulagsstofn- unar er stjórn Sviff lugfélags Íslands (SFÍ). Segir stjórnin fyrirhugaða staðsetningu vindorkugarðsins vera í miðju skilgreinds æfinga- svæðis lítilla loftfara og steinsnar frá skilgreindu svæði sviff lugs á Sandskeiði og Bláfjöllum ásamt Sandskeiðsf lugvelli og mikilvægu sviff lugssvæði við Hengil. „Ljóst er að öll truflun á f lugskil- yrðum og takmörkun á f lugfrelsi sem kann að stafa frá fyrirhuguðu vindorkuveri mun skerða stórkost- lega eða eyðileggja möguleika á svæðinu ef af byggingu vindorku- garðsins verður. Hæð vindmylla í fyrirhuguðum vindorkugarði skapar einnig stórfellda árekstrar- hættu fyrir sviff lug,“ segir í athuga- semdum stjórnar Sviff lugfélagsins. Matsáætlun fyrir vindorkugarðinn nái á engan hátt til mats á nei- kvæðum áhrifum á veðurfarslegar forsendur til sviff lugs og möguleika félagsins á að halda áfram starfsemi á Sandskeiði. „Enn fremur eru gerðar alvar- legar athugasemdir vegna þeirrar hættu sem vindorkugarður á þess- um stað myndi valda f lugumferð og vegna þess rasks sem garðurinn myndi valda á starfsemi f lugíþrótta á Íslandi í víðu samhengi,“ segir í stjórn SFÍ. Mörg atriði sem tengist f lugi séu órannsökuð, til dæmis áhrif loftiða og ókyrrðar sem vindmyllurnar geti skapað, eins og erlendar rannsóknir gefi til kynna. „Ljóst er að rastir frá vindorku- görðum geta náð í margra kíló- metra fjarlægð frá uppruna sínum. Kraftur loftiða minnkar eftir því sem þær fjarlægjast upprunapunkti en jafnframt stækkar áhrifasvæði þeirra verulega,“ bendir Sviff lug- félagið á. Þegar margar vindmyllur séu á sama svæði verði samspil þeirra ófyrirsjáanlegt. „Rastirnar geta skapað stórkostlega hættu fyrir smærri f lugvélar vegna þeirra krafta sem þeim fylgja. Í verstu til- vikum geta f lugvélar orðið fyrir verulegum skemmdum og/eða [orðið] stjórnlausar.“ Þá undirstrikar Sviff lugfélagið að sviff lug á Sandskeiði byggist á hagnýtingu ótruf laðra náttúru- legra vinda og veðurfars. „Hvers kyns truf lun á þessum aðstæðum hefði í för með sér stórfelld, nei- kvæð áhrif á möguleika til sviff lugs á skilgreindum flugsvæðum á Mos- fellsheiði, á Sandskeiði og við Blá- fjöll,“ heldur stjórnin fram. Fyrir- liggjandi rannsóknir á áhrifum vindorkugarða á vinda- og veður- far gefa til kynna að vindorku- garðurinn myndi valda stórfelldri truf lun á náttúrulegu vinda- og veðurfari í margra kílómetra radí- us. „Slíkt myndi hafa í för með sér stórfellda skerðingu á möguleikum til sviff lugs á öllu f lugsvæði SFÍ og þar með kippa grundvelli undan rekstri félagsins sem er eina félag- ið á Íslandi sem stundar og kennir sviff lug.“ Vill Sviff lugfélagið að mats- áætlunin nái til veðurfarslegra og f lugtengdra þátta með til- heyrandi rannsóknum og mati. Einnig kveðst félagið taka undir ábendingar og athugasemdir frá Flugmálafélagi Íslands, Félagi f lugmanna og f lugvélaeigenda á Íslandi og Fisfélags Reykjavíkur. „Vill stjórn SFÍ árétta að hún leggst eindregið gegn öllum áformum um byggingu vindorkugarðs á Mos- fellsheiði vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem slíkt mun hafa á hags- muni SFÍ,“ segir að lokum. gar@frettabladid.is Svifflugmenn telja vindmyllur á Mosfellsheiði stórhættulegar Truflun frá áformuðum vindorkugarði á Mosfellsheiði myndi leiða til stófelldrar árekstrarhættu og jafn- vel eyðileggja möguleika til flugs á svæðinu og kippa grundvelli undan rekstri Svifflugfélags Íslands, að sögn stjórnar félagsins. Gert er ráð fyrir þrjátíu vindmyllum sem verði allt að tvö hundruð metra háar. Áætlað er að vindmyllur á Mosfellsheiði verði á endanum þrjátíu að tölu. Myndin er frá Texas. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Vindorkugarðurinn á Mosfellsheiði á að vera þar sem vindmyllutáknin eru. Svifflugvöllurinn á Sandskeiði KÍNA Kínverjar staðfestu á sunnu- dag framsalssamning við Tyrkland frá árinu 2017. Mannréttindasam- tök hafa hvatt Tyrki til að hætta við að staðfesta samninginn, enda setji hann flóttamenn Úígúra í landinu í hættu. Arabnews greinir frá því að Kínverjar hafi notað bóluefnis- sendingar til að þrýsta á Tyrki í málinu. Tyrkir hafa lengi tekið við úígörskum flóttamönnum frá Kína. Í Tyrklandi dvelja nú 60 þúsund Úígúrar, þar af 50 þúsund f lótta- menn. Mannréttindabrot Kínverja á Úígúrum eru vel þekkt og hafa þeir þurft að sæta ýmiss konar illri meðferð. Talið er að markmið Kín- verja sé að afmá þjóðareinkenni og tungu Úígúra. Fyrir utan Kína og Tyrkland búa hundruð þúsunda Úígúra í Mið- Asíu, fyrrum sovétlýðveldum á borð við Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Hingað til hafa Tyrkir ekki viljað framselja Úígúra til Kína. Mannréttindavaktin, Nordic Moni- tor og fleiri óttast að ef Tyrkir stað- festa samninginn verði ríki Mið- Asíu milliliðir um framsalið. Framsalssamningurinn er merki um aukin samskipti milli Ankara og Peking. Stjórn Erdogans hefur verið treg til að fordæma mannréttinda- brot Kínverja, svo sem innan Sam- einuðu þjóðanna. Viðskipti milli ríkjanna hafa aukist og stjórn Kína er þekkt fyrir að nota þau til að ná fram pólitískum markmiðum. Barátta Kínverja gegn Úígúrum fellur þó ekki undir skilgreiningu þjóðarmorðs. Samkvæmt opinberri stefnu kommúnistaf lokksins er verið að „aðstoða Úígúra úr fátækt“. Utanríkisráðherra Kínverja fundaði símleiðis með tyrkneskum kollega sínum nýlega. Í yfirlýsingu eftir fundinn kom fram að bæði lönd myndu berjast saman gegn hryðju- verkaógninni. – khg Kínverjar reyna að fá Úígúra framselda Tengsl Tyrklands og Kína hafa aukist í tíð Erdogans og Jinping. VIÐSKIPTI Gengi á Bitcoin-rafmynt- inni hefur verið á mikilli siglingu á síðari hluta ársins og fór gengið á dögunum yfir 28 þúsund dollara á hverja mynt, sem nemur rúmlega 3,5 milljónum króna. Til saman- burðar var gengi á hverja mynt rúmlega 7 þúsund dollarar í byrjun árs og fór lægst í rúmlega 5 þúsund dollara um miðjan mars. Gengi myntarinnar hefur því margfaldast það sem af er ári og það sama gildir um áhuga Íslendinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá í maí setti fjártæknifyrirtækið Mynt- kaup ehf. samnefndan vef í loftið þar sem Íslendingum gefst kostur á að kaupa og selja rafmyntina. Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaupa, segir að fyrirtækið hafi strax fundið fyrir miklum áhuga Íslendinga á myntinni og að hann hafi aukist eftir því sem líður á árið. „Viðtökurnar strax í byrjun voru framar öllum okkar vonum, sérstaklega hjá eldri kynslóðinni. Eftir því sem gengi myntarinnar hefur hækkað á árinu hefur áhugi Íslendinga greinilega aukist sam- hliða því,“ segir Patrekur. Til marks um það hafi Íslend- ingar stundað viðskipti fyrir um 2 milljónir evra, um 313 milljónir króna, það sem af er desember- mánuði. „Það er sextánföld aukning frá því í október þannig að það er alveg ljóst að áhuginn fer vaxandi,“ segir hann. Ljóst er að mikil áhætta er fólgin í að fjárfesta í Bitcoin enda verð- sveiflurnar miklar. Á meðan aðrir telja að gengið eigi eftir að marg- faldast á næstu árum telja aðrir að um sé að ræða bólu sem muni óhjá- kvæmilega springa að lokum. Patrekur segist hafa fulla trú á að myntin sé komin til að vera og eigi mikið inni. „Bitcoin er búin að vera til í ellefu ár og er í heildina um hálfrar trilljónar dollara virði. Bankar og erlendir vogunarsjóðir eru farnir að fjárfesta í myntinni og á dögunum fór PayPal að bjóða upp á viðskipti með rafmyntina. Við hefðum ekki farið í þá vegferð að stofna þetta fyrirtæki ef við hefðum ekki trú á áframhaldandi vexti Bitcoin,“ segir Patrekur. – bþ Landinn kaupir rafmynt grimmt Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaupa. 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.