Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 9

Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 9
Hrókeringar hjá löggunni Em bætti ríkis lög reglu stjóra var aug lýst laust til um sóknar eftir að Haraldur Johannessen sagði starfi sínu lausu í byrjun desember í fyrra en nokkur styr hafði staðið um Harald. Sjö sóttu um starfið og var Sig­ ríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglu­ stjóri á höfuðborgarsvæðinu, talin hæfust af þeim sem sóttu um og tók hún við embættinu þann 16. mars. Halla Berg þóra Björns dóttir var skipuð lög reglu stjóri á höfuð­ borgar svæðinu eftir að Sig ríður Björk lét af því em bætti en miklar hrókeringar hafa verið meðal lög­ reglustjóra á árinu. Páley Berg þórs­ dóttir lét af em bætti lög reglu stjóra í Vest manna eyjum í sumar þegar hún var skipuð lög reglu stjóri á Norður landi eystra. Grímur Her­ geirsson var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í hennar stað. Þá var Úlfar Lúðvíksson skip­ aður í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi Kjartansson steig til hliðar. Miklar illdeilur hafa verið innan lögregl­ unnar á Suðurnesjum á árinu. Forsetakosningar Guðni Th. Jóhannesson sigraði með yfirburðum þegar Íslendingar gengu til forsetakosninga í júní. Guðni fékk yfir 150 þúsund atkvæði og mótframbjóðandi hans, Guð­ mundur Franklín Jónsson, fékk tæp 13 þúsund atkvæði. Kosningabaráttan var litrík en þetta var í fyrsta skipti sem sitjandi forseti fær mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt. Guðmundur Frank­ lín óskaði Guðna og fjölskyldu hans til hamingju eftir að úrslitin voru ljós. Guðni þakkaði þjóðinni fyrir stuðninginn og sagði hann veita sér þann kraft sem hann óskaði sér til að halda áfram á sömu braut á for­ setastóli. Snjóflóð Mikil mildi þykir að ekki fór verr er tvö snjó flóð féllu á Flat eyri og eitt í Súganda firði í janúar. Tvö flóðanna fóru yfir varnar garða. Ölmu Sóleyju Ericsdóttur, unglingsstúlku sem lenti í seinna flóðinu á Flat eyri, var bjargað eftir um 40 mínútur undir snjó en hún lá í rúmi sínu þegar flóðið féll. Fyrra f lóðið féll á Flateyri um klukkan 23 og það seinna um fimmtán mínútum síðar. Stuttu eftir að snjóf lóðin féllu á Flateyri féll snjóflóð í Súgandafjörð til móts við Suðureyri. Við flóðið skall f lóð­ bylgja á höfninni í bænum og bátar slitnuðu frá. Talið er að heildar­ kostnaður Hafnarsjóðs Ísafjarðar­ bæjar vegna snjóflóðanna sé um 25 milljónir króna. Þá lést 23 ára karlmaður eftir að hann varð fyrir snjóf lóði við Móskarðshnjúka í Esjunni þann 29. janúar. Maðurinn var f luttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Eldsvoðar Þrír létu lífið eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík þann 25. júní. Maður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun mann­ dráps með því að kveikja í húsinu. Öll þau sem létust í brunanum voru pólsk ir rík is borg ar ar. Málið vakti mikla reiði meðal margra sem kröfðust úr bóta í mál efn um er lends verka fólks hér á landi. Íbúar og aðstandendur hinna látnu hafa lagt fram tíu bótakröfur vegna brunans en hluti íbúanna varð fyrir miklu líkamstjóni og öll urðu þau fyrir verulegu andlegu áfalli. 28. júní kom fjöldi fólks saman á Austur velli til að minnast þeirra látnu og hvetja stjórn völd til að bæta úr ó við unandi að stæðum inn­ flytj enda á Ís landi. 73 einstaklingar voru skráð með búsetu í húsinu. Mikið var um eldsvoða á árinu en í október lést kona þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Borgarfirði. Þá lést karlmaður eftir eldsvoða í húsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí. Morð Karlmaður á sextugsaldri var í júní ákærður fyrir að hafa orðið eigin­ konu sinni að bana í Sandgerði í lok marsmánaðar. Í ákæru er byggt á því að banamein konunnar hafi verið kyrking. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í nóvember og er dóms að vænta á nýju ári. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og síðar ákærður fyrir að hafa orðið móður sinni að bana en móðir hans fannst látin í íbúð í Hafnarfirði í apríl. Bæði sonurinn og sambýlismaður konunnar voru handteknir á vettvangi en sam­ býlismaðurinn var f ljótlega látinn laus. Heimsfaraldur á Íslandi Þann 28. febrúar greindist fyrsta tilfelli COVID­19 hér á landi þegar íslensk­ ur karlmaður greindist með sjúkdóminn eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður­Ítalíu. Þau tilfelli sem greindust dagana á eftir mátti öll rekja til Norður­Ítalíu og Austur­ ríkis en þann 6. mars greind­ ist hér fyrst innanlandssmit. Í kjölfar þess lýsti ríkis­ lögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sótt­ varnalækni og þann sama dag var sett á heimsóknarbann á hjúkrunar­ heimilum og á Landspítala. Síðan þá hafa dunið yfir þrjár bylgjur farald­ ursins og erum við enn stödd í þeirri þriðju. Síðan í mars hafa verið í gildi ein­ hvers konar samkomutakmarkanir og er nú í gildi tíu manna samko­ mubann. Búið er að tryggja bólu­ efni fyrir í það minnsta tæp 90 pró­ sent þjóðarinnar og komu fyrstu skammtarnir til landsins þann 28. desember. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis efnahagsúrræði vegna kórónavei­ rufaraldursins sem ætlað er að nýtist beint heimilum og fyrir­ tækjum í landinu. Meðal úrræða eru lokunarstyrkir og brúarlán, barnabótaauki, lenging tekju­ tengdra atvinnuleysisbóta og ferða­ gjöf til allra landsmanna sem náð hafa átján ára aldri. Gert er ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs versni um 192 milljarða króna á næsta ári vegna beinna efnahagslegra áhrifa farald­ ursins. Þá er alls gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021. Mannréttindadómstóll Evrópu Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) staðfesti í byrjun desember dóm réttarins í Lands­ réttarmálinu sem kveðinn var upp 12. mars í fyrra. Einróma niðurstaða var sú að með því að hafa ekki skipað dómara við Landsrétt í samræmi við landslög hafi íslenska ríkið brotið í bága við ákvæði Mannréttinda­ sáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í apríl kusu dóm­ arar MDE nýjan for­ seta dómsins og það va r hinn íslensk i Róbert Spanó sem tók við embættinu af gríska dóma r a nu m L i no s­ Alexandre Sicilianos. Skjálfandi jörð Mikið var um jarðhræringar við Grindavík á árinu og aðfara­ nótt 31. janúar mældust þar til að mynda fjórtán skjálftar. Þann 26. janúar lýstu almannavarnir yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi, við­ bragðsáætlun var kynnt fyrir íbúum Grindavíkur á fjölmennum íbúafundi degi síðar. Á fundinum var lögð áhersla á að allir héldu ró sinni en væru þó við öllu búnir. Flestir voru skjálftarnir á svæð­ inu ekki ýkja stórir en þann 12. mars mældist skjálfti af stærðinni 5,2 og tæpum tveimur vikum síðar mældist skjálfti af stærðinni 3,4. Þá mældust stórir skjálftar á svæðinu í kringum Grindavík í júlí og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Það sama má segja þegar stærsti skjálfti sem mælst hefur á Reykjanesi síðan árið 1968, af stærðinni 5,7, reið yfir í október en hann fannst vel í Reykjavík og vakti athygli víða um heim þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við bandaríska dagblaðið Washington Post þegar skjálftinn dundi yfir. Í júní lýsti almannavarnadeild ríkislögreglustjóra yfir óvissustigi á Norðurlandi vegna jarðskjálfta­ hrinu sem átti upptök sín um 20 kílómetrum norðaustan við Siglu­ fjörð. Varað var til að mynda við grjóthruni á svæðinu. Allt nötraði á Siglufirði þegar harður jarðskjálfti að stærð 4,6 varð rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt 24. júlí og lýstu íbúar miklum drunum og titringi. Skjálftinn fannst greini­ lega um allan Tröllaskaga og víðar á Norðurlandi. Júlíus Geirmundsson Í lok október bárust fregnir um að togarinn Júlíus Geirmundsson hefði haldið áfram í þriggja vikna veiði­ túr eftir að kórónaveirusmit kom upp meðal áhafnarinnar á öðrum degi. Á hafnar með limir sögðu á standið um borð hafa verið skelfi legt. Þeim hefði verið bannað að ræða veik­ indin við frétta menn eða á sam­ fé lags miðlum. Þegar í ljós kom að lyfja birgðir um borð væru ekki nægar fyrir alla sem voru veikir varð að neita ein hverjum þeirra um verkja lyf. Skipstjóri togarans var í kjölfarið ákærður fyrir brot á sjómanna­ lögum. Mikill veðurofsi Vetrarmánuðir í byrjun ársins voru erfiðir og verða sennilega lengi í minnum hafðir. Í byrjun janúar lentu 39 ferðamenn í sjálf heldu á Langjökli eftir að ferðaþjónustu­ fyrirtækið Mountaineers of Iceland sendi hópinn af stað í vélsleðaferð þrátt fyrir veðurviðvaranir. Hópur­ inn sat fastur í átta klukkustundir á Langjökli ásamt tíu starfsmönnum fyrirtækisins. Svokallað Valentínusarfárviðri skall á þann 14. og 15. febrúar en áhrifa óveðursins gætti víða. Bátur sökk í Vestmannaeyjahöfn, rýma þurfti hús í Garðinum er kjallarinn fylltist af vatni, maður slasaðist í Hvalfirði og í Landeyjum brotnuðu 27 rafmagnsstaurar. Ólga á vinnumarkaði Mikil ólga var á atvinnumarkaði á árinu og fóru félagsmenn Eflingar með annars í verkfall. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg fóru í ótímabundið allsherjarverkfall í febrúar og efndu til baráttufundar í Iðnó. Síðan var gengið undir lúðra­ þyt Lúðrasveitar verkalýðsins yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Samningar náðust á milli félagsmanna og sveitarfélaga eftir meira en mán­ aðarlangar verkfallsaðgerðir og mikil fundarhöld. Í september lýst u Sa mtök atvinnulífsins (SA) því yf ir að forsendur Líf kjarasamningsins væru brostnar og því væri þeim heimilt að segja samningnum upp mánaðamótin á eftir kæmi verka­ lýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist ekki telja að forsendur samnings­ ins væru brostnar. Mikilvægt væri að halda friði á vinnumarkaði. Af stað fóru mikil og löng fundar­ höld og þann 29. september var tilkynnt samhljóða ák vörðun framkvæmdastjórnar SA um að Lífskjarasamningurinn væri áfram í gildi. birnadrofn@frettabladid.is Hamfaraárið 2020 brátt á enda runnið Heimsfaraldur, veðurofsi, jarðhræringar og ólga á atvinnumarkaði voru einkennandi fyrir óvenjulegt ár sem líður senn undir lok. Þá áttu sér stað hrókeringar innan lögreglu og Guðni Th. var endurkjörinn forseti. Fréttablaðið fer yfir nokkur af málum ársins. Unglingsstúlka var grafin undir snjó í um 40 mínútur þegar snjóflóð féllu á Flateyri í janúar. MYND/HAUKUR SIGURÐSSON Raðir voru einkennandi fyrir árið og hefur fjöldi fólks beðið í röð eftir sýna- töku, en yfir 230 þúsund sýni hafa verið tekin hér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Guðni Th. Jóhannesson var endur- kjörinn forseti Íslands í forsetakosn- ingum í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.