Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 30
Hafnarfjarðarbær rekur Lífsgæðasetrið en leigir út aðstöðu í húsinu til
rekstraraðila.
Húsið á sér rúmlega 90 ára sögu
en það gegndi áður hlutverki
St. Jósefsspítala. Spítalinn var
byggður og rekinn af St. Jósefs-
systrum til ársins 1987 þegar
Hafnarfjarðarbær eignaðist
fimmtán prósenta hlut í húsinu og
ríkið tók við rekstrinum og rak til
ársins 2011.
„Allri sjúkrahúss-starfsemi í
húsinu var lokað árið 2011. Húsið
stóð síðan autt og var að drabbast
niður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Okkur
fannst það mjög miður og vorum
við fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar í
ítrekuðu sambandi við ríkisvaldið
sem átti meirihluta í húsinu um að
koma einhverri starfsemi þarna
inn. Niðurstaðan varð að lokum
sú að Hafnarfjarðarbær keypti
húsið með því skilyrði að þar
yrði komið upp einhvers konar
almannaþjónustu.“
Þegar bærinn var kominn með
yfirráð yfir húsinu var settur af
stað starfshópur til að vega og
meta hvernig hægt væri að koma
því í notkun. Ákveðið var að koma
á laggirnar lífsgæðasetri með
áherslu á forvarnir, heilsu og verk-
efni sem efla lífsgæði fólks.
Það er mjög mikilvægt að
halda kostnaðaráætlun
„Við vissum alltaf að við yrðum
að fara í töluverðar endurbætur á
húsinu. Í okkar huga hefur verið
mikilvægt að gera þær skynsam-
lega og í áföngum og undir virku
eftirliti okkar sem berum ábyrgð-
ina. Því var skipaður sérstakur
framkvæmdahópur sem formaður
bæjarráðs veitir forystu og við
f leiri kjörnir fulltrúar sitjum í
ásamt embættismönnum. Þannig
er hægt að fylgjast vel með hvort
framkvæmdakostnaður haldi ekki
örugglega áætlun,“ segir Rósa.
„Síðastliðið sumar var ákveðið að
klára utanhússviðgerðir en húsið
var illa farið og margar rúður
brotnar. Það var strax ákveðið að
gera allt húsið og gluggana upp í
upprunalegri mynd og anddyri
sem sett var framan á húsið fyrir
um 25 árum var rifið burt. Þá var
einnig unnið að steypuviðgerðum
og húsið málað. Núna er verið að
klára framkvæmdir að utan og
á lóðinni og húsið er orðið hin
mesta bæjarprýði.“
Lífsgæðasetrið var formlega
opnað í september í fyrra þegar
starfsemi á annarri hæð hússins
var tekin í notkun, eftir miklar
endurbætur á þeirri hæð. Rósa
útskýrir að auglýst hafi verið eftir
áhugasömum rekstraraðilum
sem væru að vinna að verkefnum
tengdum heilsu og lífsgæðum og
vildu leigja aðstöðu á hæðinni
fyrir sinn rekstur. „Núna höfum
við verið með rekstur á þessari
hæð í eitt ár sem gengur mjög vel
og mikil ánægja er með,“ segir
Rósa.
Hafnarfjarðarbær hefur
áform um að halda áfram fram-
kvæmdum innanhúss svo hægt
sé að koma húsinu öllu í útleigu
og það verði sjálf bært. Á næsta
ári munu Alzheimersamtökin og
Parkinsonsamtökin f lytja inn á
þriðju hæð hússins en Oddfellow-
reglan mun sjá að mestu leyti um
kostnaðinn við endurgerð þeirrar
hæðar. „Það er okkur mikilvægt að
rekstur hússins verði sjálf bær en
okkur rann blóðið til skyldunnar
í upphafi að bjarga þessu fallega
húsi sem Guðjón Samúelsson
teiknaði og er eitt af fallegri
húsum á landinu. Við vildum
koma aftur góðri starfsemi í húsið
í anda nunnanna sem komu því
á laggirnar og að sögu þess yrði
sýndur sá sómi sem því ber. Þetta
er fallegt samfélagsverkefni sem
við erum ákaflega stolt af,“ segir
Rósa.“
Lífsgæðasetur St. Jó er í anda
stefnu Hafnarfjarðarbæjar um
að vera heilsueflandi samfélag
en bærinn gerði samkomulag
um þá stefnu við landlækni árið
2015. „Við erum að vinna á öllum
sviðum bæjarins að verkefnum
sem styðja við heilsueflingu fólks.
Lífgæðasetur St. Jó er stórt verk-
efni í þeirri áætlun,“ útskýrir Rósa.
Aðlaga sig aðstæðum
Í mars síðastliðnum var Ragn-
heiður Dögg Agnarsdóttir ráðin
verkefnastjóri Lífsgæðaseturs
St. Jó. Hún tók við starfinu á tíma
mikilla áskorana þegar fyrsta
bylgja COVID reið yfir landið.
Ragnheiður segir að þessar sér-
stöku aðstæður í ár hafi kallað
á mikla útsjónarsemi til að geta
haldið úti starfi í húsinu.
„Eins og staðan er í dag eru
fimmtán aðilar í húsinu sem veita
þjónustu. Það eru meðal annars
markþjálfar, jógakennarar, fjöl-
skylduráðgjöf, Litla kvíðameð-
ferðarstöðin, Janus heilsuefling,
Sorgarmiðstöðin og Örmælir,
fyrirtæki sem býr til mælinga-
búnað fyrir lífeðlisfræðilegar
mælingar,“ útskýrir Ragnheiður.
„Starfsemin er að hluta við-
kvæm en f lestum hefur gengið
vel að aðlaga sig þessum sérstöku
aðstæðum. Ég nefni sem dæmi
að Janus heilsuefling færði sig
mikið yfir á netið en þau vinna
með fólki sem er komið yfir sex-
tugt í heilsueflingu. Sorgarmið-
stöðin sem einnig er með mikið
af hópastarfi hefur líka þurft að
f lytja hluta starfsemi sinnar yfir
á netið. En margir í húsinu vinna
mikið maður á mann, eins og við
fjölskylduráðgjöf, markþjálfun
og sálfræðiaðstoð, þar gildir bara
grímuskylda og tveggja metra
reglan.“
Ragnheiður segir árið hafa verið
lærdómsríkt fyrir alla í húsinu.
„Það er mikilvægt að hafa getað
haldið húsinu lifandi þrátt fyrir
erfiða tíma. Við slökktum ekki
bara ljósin og tæmdum húsið
þegar COVID skall á, við reyndum
að finna bestu leiðir til að halda
starfinu gangandi en fylgja auðvit-
að um leið öllum reglum. Sumarið
var nýtt í utanhússviðgerðir eins
og Rósa sagði frá. Það er ánægju-
legt að húsið sé loks að verða eins
fallegt og það var þegar það var
upphaflega byggt árið 1926. Við
vonum að á 100 ára afmælinu árið
2026 verði komið mikið líf og fjör í
húsið og enn meiri starfsemi en er
núna,“ segir hún.
Víðtæk þjónusta í húsinu
„Við sjáum fyrir okkur að þrjú til
fjögur félagasamtök geti verið í
húsinu og kannski 50-60 manns
að njóta þjónustu þeirra daglega,
til dæmis á dagdeildum. Svo verða
kannski 20-30 aðrir þjónustuað-
ilar í húsinu sem allir vinna að því
að stuðla að auknum lífsgæðum
fólks,“ segir Ragnheiður.
„Við viljum að fólk geti fengið
sem víðtækasta þjónustu í húsinu
og að við þurfum aldrei að vísa því
úr húsi glími það við fjölþættan
vanda. Sem dæmi þá er hægt að fá
meðferð við kvíða á Litlu kvíða-
meðferðarstöðinni og viðbótar-
þjónusta við það gæti verið að
hitta markþjálfa og kannski fara
í jóga og svo framvegis. Allt undir
sama þaki.“
Á seinni hluta næsta árs er
vonast til að hægt verði að fjölga
leigurýmum í húsinu. Ef allar
áætlanir ganga eftir verður tvö-
földun á leigurýmum en að sögn
Ragnheiðar er nú þegar langur
biðlisti eftir þeim.
„Við segjum stundum að
systurnar séu einhvern veginn
ennþá með okkur. Fólk talar um
að andinn hér sé alveg sérstakur.
Fólk sem kemur hingað er ekki
endilega veikt heldur kemur það
hingað til að takast á við heilsu-
farslegar áskoranir á uppbyggi-
legan og jákvæðan hátt. Það
verður mjög spennandi á næsta ári
að klára húsið og fylla það af enn
meira lífi.“
Fjölþætt þjónusta undir einu þaki
Lífsgæðasetur St. Jó var opnað í húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði haustið 2019. Lífsgæða-
setrið er rekið af Hafnarfjarðarbæ en öll starfsemi í húsinu miðar að því að auka lífsgæði fólks.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir verkefnastjóri Lífsgæðaseturs St. Jó eru bjartsýnar á framtíð hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Húsið hefur farið í gegnum miklar endurbætur. MYND/OLGA BJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR
Við vildum koma
aftur góðri starfs-
semi í húsið í anda
nunnanna sem komu því
á laggirnar og að sögu
þess yrði sýndur sá sómi
sem því ber.
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HEILSA