Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 31

Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 31
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Hinn efnilegi 19 ára markvörður Jökull Andrésson stóð sig með prýði hjá Exeter City í haust. MYND/AÐSEND Markmaðurinn Jökull er einungis 19 ára gamall en hefur verið á atvinnu- mannasamningi hjá Reading frá því hann var 17 ára. Jökull kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu en bræður hans Axel Óskar og Örn Andréssynir hafa allir spilað fyrir Reading. „Það eru þrjú ár á milli okkar allra og þegar ég var 13 ára ákváð- um við fjölskyldan að flytja öll til Englands og fara í fótboltaheiminn. Við bræðurnir spiluðum allir fyrir Reading á sama tíma, þegar ég var í undir 18 ára liðinu var Axel í undir 21 árs og Örn í undir 15 ára,“ útskýrir Jökull en hann er núna nýlega komin í aðallið Reading sem spilar í meistaradeild enska boltans. „Ég er núna þriðji og fjórði markmaður hjá þeim, en ég hef ekki spilað atvinnumannaleik með þeim. Ég er ennþá ungur og að brjótast inn í liðið. Núna er verið að senda mig í lán hingað og þangað svo ég fái reynslu, Ég vona svo að ég fari að brjótast inn í liðið hjá Reading þegar ég er orðinn aðeins eldri,“ segir hann. Fyrsti atvinnuleikurinn Í haust fékk Jökull tækifæri til að spila fyrsta atvinnumannaleikinn fyrir Exeter City í D-deild enska boltans. En Jökull var fenginn til Exeter á neyðarláni í viku sem síðan var framlengt. Jökull útskýrir að hann hafi frétt af láninu mjög óvænt með litlum fyrirvara. „Ég var á leiðinni til Man chester með aðalliðinu í Reading. Allt liðið var að fara þangað til að spila og þeir sem ekki spiluðu með liðinu áttu að æfa þar. Ég var nýbúinn að vera í fimm klukku- tíma rútuferð til Manchester sem var alveg hundleiðinlegt og var loksins komin upp á hótelher- bergið. Ég var búinn að slaka á þar í svona 10 mínútur þegar mark- mannsþjálfarinn minn kemur upp í herbergið og segir: Þú þarft að fara beinustu leið til baka því þú ert að fara að spila fyrsta atvinnuleikinn þinn á morgun með Exeter City.“ Jökull fór því beint aftur í sex tíma lestarferð og maður frá Read- ing bjargaði honum um einhvern mat þar sem ekki var hægt að fara í búð út af COVID. „Ég fékk beikon og tómata- samloku, súkkulaði og Diet Coke daginn fyrir fyrsta atvinnu- mannaleikinn minn, sem var áhugavert. Vanalega myndi ég ekki fá mér þannig mat fyrir leik en það þurfti bara að vera svona. Ég þarf yfirleitt að passa vel hvað ég borða,“ segir Jökull. Hann útskýrir að næsta dag hafi hann verið sóttur á sendiferðabíl því Exeter er ekki ríkasti klúbbur í heimi. „Það var þess vegna ekkert verið að sækja mig í limmósínu. Við vorum þrír í bílnum sem sátum þétt saman því bíllinn var þröngur. Ég hafði aldrei hitt þá áður en þetta voru rosalega fínir gaurar,“ segir Jökull. „Fólkið í Exeter var allt æðis- legt. Hvernig þau komu fram við mig var frábært. Ég er 19 ára og hafði aldrei spilað atvinnuleik í lífinu og þeir tóku bara séns á mér, sem betur fer fór þetta allt vel þarna.“ Er á góðum stað núna Fólkið hjá Exeter var greinilega líka ánægt með Jökul því neyðar- lánið var framlengt oftar en einu sinni. Jökull er núna aftur farinn til Reading, æfingar eru stífar alla daga kringum hátíðirnar og lítið jólafrí fyrir atvinnufótboltamenn. „Ég verð þess vegna að passa mig að borða líka hollt um jólin þó ég megi auðvitað leyfa mér aðeins. Það var leikur á öðrum í jólum svo það voru æfingar alla daga í kringum jól. Það er mikið prógramm í kringum jólin og það er haldið vel utan um allt fyrir okkur. Það eru íþróttafræðingar sem passa upp á að við borðum rétt og æfum rétt. Reading gengur rosalega vel núna í meistaradeild- inni svo þeir eru mjög strangir við okkur og passa að við gerum allt rétt svo við komumst upp úr deildinni,“ útskýrir Jökull. Hann segir framtíðardraumana í boltanum vera að spila í ensku úrvalsdeildinni en til að byrja með stefnir hann að því að halda áfram á þeirri leið sem hann er núna. „Ég er á mjög góðum stað núna fótboltalega séð. Mig langar að halda áfram að komast á lán og spila svona 20 leiki til að fá reynslu. Svo langar mig að fá að spila með Readingliðinu. Þeir hafa verið að spila rosalega vel á þessu ári svo það er aldrei að vita nema við komust upp í úrvalsdeildina. Það væri auðvitað draumurinn að spila í úrvalsdeildinni. Ég er allavega að gera allt mitt besta og það er ekkert sem stoppar mann núna.“ Draumurinn er að spila í úrvalsdeildinni Í haust spilaði Jökull Andrésson sinn fyrsta atvinnuleik í fótbolta. Hann hefur æft frá unga aldri og fær góðan stuðning við að borða rétt og æfa rétt til að ná árangri. 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.