Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 33

Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 33
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Brynjólfur Þór segist í dag fyrst og fremst stunda hlaup. „Ég komst að því eftir nokkur ár af götuhlaupum að þau og líkami minn áttu ekkert sérstaklega góða samleið. Ég tók því til við að hlaupa utanvega og fann að bæði var umhverfið heillandi og álagið fjölbreytt auk þess að vera miklu betra fyrir líkama og sál,“ segir hann og bætir við að hann sé bíl- laus miðbæjarrotta. „Ég hef notið þess að geta farið út í Öskjuhlíð, náttúruparadís í miðri borg með furðu mörgum náttúru- stígum, og í fell og svæði í kringum höfuðborgarsvæðið. Ég komst meira að segja að því að hægt er að taka strætó hingað og þangað til að komast út í náttúruna. Síðan getur maður látið sér duga að hlaupa á grasinu meðfram göngustígum í borginni þess á milli,“ segir hann. Fékk hvatningu frá samstarfskonu Þegar Brynjólfur er spurður hvað hafi komið honum af stað í svona mikla hreyfingu svarar hann: „Ætli ég sé ekki óttalega dæmi- gerður fyrir fólk á mínum aldri. Ég var á fullu í alls kyns íþróttum sem krakki, þótt ég æfði sjaldnast formlega. Ég var í fótbolta og körfubolta öllum stundum í grunn- og framhaldsskóla og jafnvel handbolta framan af. Svo kláraðist skólinn, vinnan tók við og öll hreyfing fór fyrir ofan garð og neðan. Um þrítugt ákvað ég að koma mér í form og stundaði þá lyftingar, Bootcamp, æfði fót- bolta í Old boys og stundaði smá hlaup, sem mér hafði fram að því fundist það leiðinlegasta í heimi. Nokkrum árum síðar slátraði ég náranum og gat enga hreyfingu stundað að ráði í eitt og hálft ár. Annars var ég eiginlega hættur allri hreyfingu vorið 2019 þegar Guðrún Sóley Gestsdóttir, sam- starfskona mín á RÚV, rölti inn á fréttastofuna. Fyrst sagði hún nokkur orð við Bjarna Pétur Jónsson fréttamann og gekk svo til mín. „Kemurðu ekki með okkur í Fjölnishlaupið?“ Líkami minn öskraði af öllum lífs- og sálar- kröftum NEI, ég er ekki í neinu standi í tíu kílómetra hlaup. En maður segir ekki nei við Guðrúnu Sóleyju svo að mjóróma rödd sagði já. Í ævisögum ofurhlaupara eru ótal sögur af mönnum sem eru við það að örmagnast um miðja nótt í kolniðamyrkri eftir hundrað kíló- metra hlaup í alls kyns veðrum. Mín örmögnun kom eftir tvo kílómetra í sól og hlýju á fögrum vordegi. Einhvern veginn náði ég þó í mark, næstsíðastur þátttak- enda,“ upplýsir Brynjólfur og segir að þetta hafi verið upphafið að þeim fagra félagsskap GuBB, með upphafsstöfum Guðrúnar Sóleyjar, Bjarna Péturs og sínum. „Seinna bættist Guðmundur Ólafur Sigurðsson, vinur minn, í hópinn og eignaði sér sennilega litla u-ið. Við höfum hvatt hvert annað áfram og skipst á hugmynd- um og sögum. Við fórum saman í 25 kílómetrana í Hengilshlaupinu í sumar. Afskaplega skemmtileg dagsferð með hlaupi, sundi og góðum minningum. Í því hlaupi lærði ég reyndar að það er ekki góð hugmynd að gleyma morgun- matnum enda var ég á barmi með- vitundarleysis að hlaupi loknu uns ég fékk að borða.“ Markmið um hver áramót Brynjólfur segist alltaf setja sér einhver markmið. „Um síðustu áramót voru þau fimm, þrjú þeirra náðust en hin ekki. Hengillinn átti að vera fyrsta langa utanvega- hlaupið á minn mælikvarða og ég bætti við tveimur, lengstu vega- lengd í Hvítasunnuhlaupinu og Eldslóðinni í lok sumars. Það var æðislegt hlaup, 29 kílómetrar í grenjandi rigningu, leðju, pollum og stillu. Hlaup þar sem mér leið vel allan tímann og hefði getað haldið áfram lengi enn. Ég stefndi á að hlaupa 1.500 kílómetra á árinu en næ 1.800, um þúsund meira en ég hafði áður hlaupið á einu ári. Ég ætlaði að bæta tíu kílómetra hrað- ann um 2:30 en náði 1:16 bætingu í eina hlaupi ársins. Einnig ætlaði ég að léttast meira en ég hef gert. Aðalmarkmiðið náðist þó, nema eitthvað fari úrskeiðis eftir birtingu þessa viðtals, að hlaupa meiðsla- laus árið á enda. Markmið næsta árs liggja ekki fyrir. Mig langar til að reyna við 50 kílómetra hlaup en geymi það kannski til næsta árs. Og stefni svo á einhverjar bætingar sem ég á eftir að ákveða. Eitt af því sem mig hefur langað til að bæta við eru lengri gönguferðir, hvort sem er dagsferðir eða nokkurra daga göngur, og að vera duglegri að ganga á fjöll.“ Losar um álag og streitu Brynjólfur hleypur fjórum til fimm sinnum í viku, frá hálftíma upp í tveggja til þriggja tíma túra. „Eins og mér fannst hlaupin tilgangslaus og asnaleg þegar ég var yngri hef ég afskaplega gaman af þeim núna, sérstaklega þegar ég er úti í nátt- úrunni. Hlaupin hafa þann kost að þau er hægt að stunda hvar og hvenær sem er, einn eða með öðrum þó svo mér þyki reyndar oftast best að vera einn á mínum forsendum. Það er hægt að nota ferðatíma með því að hlaupa í eða úr vinnu, hlaupa í frítíma og þar fram eftir götunum. Þau gefa manni líka góðan tíma til að hugsa eitthvað misgáfulegt eða hlusta á hlaðvarpsþætti, og eru góð leið til að losna undan álagi vinnu og hversdags,“ segir hann. „Tvennt hefur reynst mér vel síðustu misseri. Eftir að hafa kennt nárameiðsla reglulega fór ég til hnykklæknis sem hefur gert mjög góða hluti fyrir mig, að auki fór ég að láta útbúa fyrir mig hlaupapró- grömm sem miða við getu og mark- mið. Þetta tvennt held ég að hafi ráðið mestu um að ég er nú að klára besta hlaupaár mitt til þessa.“ 2020 var besta hlaupaárið Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV, hefur alltaf verið mikið fyrir íþróttir og hvers kyns sport. Að undanförnu hafa hlaup átt hug hans allan, sérstaklega utanvega í fallegri náttúru. Brynjólfur Þór setur sér markmið við áramót. Á þessu ári hefur hann náð þremur af fimm. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Brynjólfur er mest fyrir að hlaupa utanvega. Hér hleypur hann í Nauthóls- víkinni í fallegu vetrarveðri þar sem Kópavogurinn blasir við handan hafs. 6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA www.abelheilsuvorur.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.