Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 39
Meðfram jóganu hefur Salome stundað hesta­mennsku, dans og sund. „Ég hef einmitt náð að upplifa svip­ aða tilfinningu í þessum greinum eins og þegar ég hugleiði. Þá finn ég kyrrð í huga og tilfinningum,“ segir hún. Salome er menntaður jóga­ kennari frá Jógaskóla Kristbjargar. „Tíminn sem ég lærði hjá Krist­ björgu var alveg æðislegur og opnaði fyrir mér nýja sýn. Ég fór í námið aðallega til að kafa dýpra ofan í jógafræðin og öðlast betri skilning á jógaheiminum, en ekki endilega til að vera kennari. Þegar náminu lauk bauðst mér að kenna með vinkonu minni úr náminu og ákváðum við að setja saman tíma í Gerðubergi. Í kjölfarið á náminu hjá Kristbjörgu sótti ég svo nám­ skeið í bæði tónheilun og í áfalla­ miðuðu jóga.“ Jógabók fyrir börn Salome gaf nýverið út barnabók­ ina Gullveig og Tobbi á ferðalagi þar sem hún samtvinnar sögu og jógastöður í einstaka og skemmti­ lega barnabók sem hjálpar börnum að stunda jóga, hugleiðslu og nálgast innri frið. Salome segist ekki hafa unnið markvisst með börnum í jóga. „En ég hef aðeins unnið með börnin í kringum mig að undirstöðuatriðum í jóga, eins og hugleiðslu, öndunaræfingum og grunnstöðum. Það sem kom mér svolítið á óvart er hvað mörg börn leita eftir því að finna meiri kyrrð og ró, en kannski er það ekki skrítið því stundum förum við fram úr okkur í amstri dagsins.“ Bókin segir frá góðum vinum sem nota jóga og hugleiðslu til að leysa ótrúlegustu þrautir. Í bókinni er stiklað á samkennd, vináttu, umburðarlyndi, þakklæti og fyrirgefningu. „Í sögunni sam­ tvinnast þessi boðskapur og ævin­ týri félaganna og hvernig hægt er að nýta sér jógafræðin í amstri dagsins, með því leitast við að búa til okkar eigið jafnvægi. Bókinni fylgir hljóðbók þar sem hægt er að hlusta á alla söguna og leggja bókina frá sér, hugleiða og gera æfingarnar. Ef maður er ekki alveg öruggur á því hvernig jógastaðan er framkvæmd, þá fylgir líka snjallforrit með bókinni sem sýnir nokkrar af stöðunum sem krakk­ arnir læra í bókinni.“ Hægt er að skoða bókina enn betur á síðu útgefanda, sysla.is, og bókin fæst í helstu bókaverslunum landsins. Vildi óska að hún hefði kynnst jóga fyrr á lífsleiðinni „Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst jóga því það hefur kennt mér svo margt ómetanlegt. Mér hefur fundist jóga opna fyrir mér annan heim og hafa gert mig víð­ sýnni. Þá hef ég sérstaklega heillast af jógaheimspekinni og öndunar­ æfingunum sem gefa manni tækifæri til að skoða samskipti og heiminn út frá öðru sjónar­ horni en maður er vanur. Oftast er maður svo litaður af sínu nánasta umhverfi og því er svo dýrmætt að kynnast nýrri sýn og fá að skoða heiminn með öðru hugarfari. En svo er það tilfinningin sem ég fæ þegar ég hugleiði, iðka öndunar­ æfingarnar og næ að sameina þessa þætti þegar ég fer í jógastöð­ urnar, þessi tilfinning hefur svo endurnærandi áhrif á mig.“ Náði stundum ekki að anda almennilega ofan í lungun „Ég vildi óska þess að ég hefði lært jóga miklu fyrr á lífsleiðinni og náð að tileinka mér þessi fræði fyrr inn í mitt daglega líf. Þess vegna ákvað ég að skrifa þessa bók. Ég var stundum svolítið kvíðið barn, en vissi eiginlega ekki hvað það var. Mér fannst ég stundum ekki ná að anda almennilega ofan í lungun, eins og andardrátturinn næði bara rétt ofan í hálsinn. Ég hélt alltaf að ég væri með svona léleg lungu, en lærði svo síðar meir að finna róna, slaka á og anda djúpt að mér, halda andanum inni og anda vel frá. Þessi æfing, sem hljómar svo auðveld, hjálpaði mér mjög mikið. Það er oft svo mikill hraði á öllu og öllum að við gleymum að staldra við og ég er viss um að þessar æfingar geti gagnast mörgum vel. Mér fannst alveg vanta bækur sem fara inn á þessi fræði fyrir börn hér á Íslandi, þar sem jógafræðin sam­ tvinnast örlítið íslenska umhverf­ inu.“ … eins og andar- drátturinn næði bara rétt ofan í hálsinn. Salome Friðgeirsdóttir Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Við þráum öll ró og innri kyrrð Salome Friðgeirsdóttir er ein af þeim sem eiga jógaástundun mikið að þakka en hún hefur nú stundað jóga að staðaldri síðustu 20 árin. Þá óskar hún þess að hún hefði kynnst jóga sem barn. Salome Friðgeirsdóttir hefur stundað jóga í tuttugu ár og segir alla þurfa á innri kyrrð að halda, ekki síst börn. MYNDIR/AÐSENDAR. Salome gaf út barnabók þar sem hún tvinnar jógastöður inn í söguþráðinn á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Félagarnir Gullveig og Tobbi ferðast um víðan völl og læra að stunda jóga og hugleiðslu til þess nálgast innri frið og finna sitt eigið jafnvægi. Morgundagurinn verður betri með After Party™ Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract, öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum. Vinnur gegn vökvatapi sem á sér stað við áfengisneyslu 2 töflur fyrir fyrsta drykk 2 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana I www.artasan.is 12 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.