Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 42

Fréttablaðið - 30.12.2020, Side 42
Nadia hefur í mörg horn að líta en hún er löggiltur fast-eignasali hjá Domusnova fasteignasölu og stundar krefjandi nám í innanhússhönnun við IED í Mílanó. Nadia gætir þess að huga vel að hreyfingu og mataræði og liður í því er að drekka Kefir daglega. Um er að ræða drykk sem á sér aldagamla sögu en kefir er upprunninn einhvers staðar í Kákasusfjöllunum. Enginn veit nákvæmlega hvernig eða hvenær hann varð til en Kefir er nú einn eftirsóttasti jógúrtdrykkurinn vegna þess hve öflugur hann er og stútfullur af vinveittum gerlum. Kefir inniheldur svokallaða góð- gerla, eða probiotics, sem bæta meltinguna og almenna vellíðan með því að koma þarmaflórunni í lag. Þess má geta að orðið „kefir“ er dregið af tyrknesa orðinu „keif“ sem þýðir „góð líðan“. Ristilinn í lag Í haust tók Nadia þátt í rannsókn á vegum Mjólku, sem framleiðir Kefir hér á landi, til að kanna áhrif drykkjarins á heilsuna. „Það kom þannig til að ég sá færslu á Facebook um að kefir væri kominn í sölu hjá Mjólku. Ég varð ekkert smá spennt, þar sem ég reyndi fyrir mörgum árum að komast yfir kefir en það var bara alltof f lókið bæði að nálgast hann og svo mikil vinna við að halda honum lifandi að ég gafst upp á hugmyndinni,“ segir Nadia glað- lega. Hún hafði lesið sér til um þennan drykk og komist að því að kefir styrkir ónæmiskerfið, enda inniheldur drykkurinn gnótt efnasambanda og næringarefna sem ef la ónæmiskerfið. Góðgerl- arnir í kefir eru bæði fjölbreyttir og margir. „Einn þeirra er alveg einstakur en hann nefnist Lactobacillus kefiri og vinnur gegn mörgum skaðlegum bakteríum. Má þar helst nefna E. Coli. Þessi góðgerla- hópur kemur jafnvægi á ónæmi- kerfið og er bókstaflega sagður skúra burtu vondum bakteríum,“ nefnir Nadia. Annað sem er sér- stakt við kefirinn eru fjölsykrur sem nefnast kefiran. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þær vinni gegn candida sveppasýkingum, sem margir eru að kljást við. „Ég hef glímt við það lengi að Betri líðan með Kefir Eftir að Nadia Katrín Banine greindist með brjóstakrabbamein fyrir tíu árum ákvað hún að setja heilsuna í fyrsta sætið. Hún drekkur Kefir reglulega til að halda þarmaflórunni í góðu lagi. Nadia Katrín tók þátt í rannsókn á vegum Mjólku til að kanna áhrif Kefirs á melting- una. Hún fann mikinn mun á meltingunni eftir að hafa drukkið Kefir daglega í þrjár vikur. Hún segir að ristillinn sé miklu virkari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KEFIR er auðugur af lifandi góð- gerlum sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að bæta meltinguna og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU mjolka.is Fylgdu okkur á vera með frekar latan ristil og þarf að taka Acidophilus reglulega til að halda honum gangandi. Ég hef oft heyrt það sagt að dauðinn byrji í ristlinum og gífurlega mikið af alls kyns heilsubresti byrji þar og ef ristillinn nær ekki að hreinsa sig þá síga eiturefnin í gegnum þarmaveggina og út í blóðrásina. Síðan ég fékk brjóstakrabbamein fyrir nákvæmlega 10 árum hef ég reynt að vera meðvituð þessa hluti og hafa ristilinn í lagi. Þegar mér bauðst að taka þátt í þessari rann- sókn hjá Mjólku þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar og ákvað að slá til,“ segir Nadia, sem er ánægð með árangurinn. En hvernig fór rannsóknin fram og hvernig gekk hún? „Rannsóknin fólst í því að ég drakk einn Kefir, oftast fyrripart dags eða í kringum hádegið, í 21 dag og skráði svo nákvæmlega hjá mér hvort ég fyndi einhverja breyt- ingu á líðan og orku. Ég get fullyrt að ristillinn er miklu virkari eftir að ég fór að drekka Kefir reglulega. Ég finn greinilega að því fylgir minni þemba og slen og meiri orka. Ég get alveg hiklaust mælt með þessari vöru,“ segir Nadia, en Kefir er bæði þægilegur sem millimál eða létt máltíð og hefur ferskt bragð. Óvænt áhrif Var eitthvað sem kom þér á óvart varðandi Kefirinn? „Það kom mér skemmtilega á óvart að eitt sinn drakk ég flösku af Kefir sem var útrunnin samkvæmt síðasta söludegi og ég fann að þá var meira bragð af gerlinum og fann líka hvernig það ólgaði allt í maganum. Þannig að ég gæti trúað að virknin væri meiri í gerlinum eftir því hversu þroskaður hann er,“ segir Nadia. Eftir þessa þriggja vikna rannsókn hefur hún haldið áfram að drekka Kefir. „Ég kaupi hann í hverfisbúðinni minni og mun halda því áfram,“ segir Nadia Katrín að lokum. Kefir frá Mjólku: n Kefir fæst í fimm mismunandi tegundum. n Kefir frá Mjólku inniheldur engan viðbættan hvítan sykur. n Hreinn Kefir er ketovænn og inniheldur eingöngu mjólkur- sykur. n Jarðarberja og bláberja Kefir inniheldur aðeins ávaxtasykur- inn úr náttúrulegum bragð- efnum. n Kaffi og blönduð ber innihalda, auk náttúrulegu bragðefnanna, (kaldbruggað kaffi / berjakons- entrat) ögn af agavesírópi, sem gerir þá drykki aðeins sætari en hina þrjá. Ég get alveg hik- laust mælt með þessari vöru. Ristillinn er miklu virkari eftir að ég fór að drekka kefir reglulega. Ég finn greini- lega að því fylgir minni þemba og slen. KYNNINGARBLAÐ 15 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HEILSA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.