Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 43
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Fólk sem komið er um fimm-tugt fer að missa vöðva-massa, oft vegna hreyfingar-
leysis. Þetta er hægt að forðast með
styrktaræfingum, til dæmis með
lóðum. Hreyfingarleysi getur leitt
til lakari lífsgæða á efri árum. Með
því að stunda styrktaræfingar er
hægt að byggja upp bæði vöðva-
styrk og jafnvægi sem er afar
mikilvægt. Það er aldrei of seint
að byrja. Jafnvel þótt fólk sé orðið
mjög fullorðið eru þessar æfingar
til bóta.
Styrktaræfingarnar gera
líkamann sterkari og fólk verður
færara að hugsa um alls kyns hluti
í daglegu lífi. Þá hafa æfingarnar
jákvæð áhrif á geðheilsu og geta
stuðlað að þyngdartapi.
Fimm kostir styrktarþjálfunar:
n Skilar jákvæðum árangri óháð
aldri
n Eykur og viðheldur vöðva-
massa
n Veitir betra jafnvægi og
stöðugleika
n Styrkir bein
n Bætir heilsuna
Allt er betra en ekkert þegar
kemur að hreyfingu. Fullorðið
fólk og aldraðir ættu að hreyfa sig
í að minnsta kosti tvo og hálfan
tíma á viku. Slík hreyfing ætti að
innihalda styrktaræfingar til að
vinna gegn lífsstílssjúkdómum.
Gott er að hreyfa sig undir stjórn
fagaðila til að ná sem bestum
árangri. Forðastu kyrrsetu og
reyndu að nota stiga frekar en
lyftu. Árangursrík þjálfun snýst
ekki um að æfa í marga tíma
heldur fá mikið út úr þeim tíma
sem notaður er.
Allir eldri en 65 ára ættu að
styrkja sérstaklega fætur, mjaðm-
ir, kvið, bak, bringu, herðar og
handleggi. Þá er gott að styrkja
grindarbotninn um leið. Þá skal
ávallt byrja með léttri upphitun
í 10-15 mínútur. Reyndu að gera
æfingar sem þér finnast skemmti-
legar. Fólk finnur mjög f ljótt mun
á sér þegar það byrjar að stunda
styrktaræfingar. Með hjálp
þjálfara getur fólk aukið þyngdina
á lóðunum eftir því sem það nær
betri tökum á æfingunum.
Er ekki kominn tími til að setja
sér markmið á nýju ári?
Styrktaræfingar
fyrir góða heilsu
Ef fólk stundar einhvers konar styrktaræfingar að
minnsta kosti tvisvar í viku eykur það til muna betri
heilsu á efri árum. Bæði ungir og þeir sem eldri eru ættu
að stunda líkamsrækt þar sem styrking er í forgrunni.
Styrktaræfingar eru mjög góðar fyrir líkamann og ekkert síður fyrir hina
andlegu heilsu. Fólk sem stundar æfingar bætir lífsgæðin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Hamingja og heilsa er sextán vikna námskeið sem hjálpar þátttakendum að byggja
upp sjálfstraust, læra inn á sjálfa
sig, búa til heilbrigðar venjur, forð-
ast allar öfgar og finna jafnvægi í
lífinu segir Edda Dögg Ingibergs-
dóttir, eigandi Hope, sem hefur
haldið námskeiðið í nokkur ár
með góðum árangri. „Mér fannst
vanta námskeið sem einblínir á að
breyta hugarfari og vinna í hugs-
unarhætti og andlegri heilsu fyrst,
þar sem það er það mikilvægasta
sem að við höfum. Ef okkur líður
vel og við erum ánægð með okkur,
þá er það allt sem skiptir máli en
ekki talan á vigtinni,“ segir Edda
Dögg.
Hún segist hafa stofnað Hope því
henni fannst vanta betri lausn til að
hjálpa fólki til að breyta um lífsstíl
og halda í þann árangur sem það
nær til frambúðar. „Námskeiðið
mitt hefur þróast á löngum tíma
en mér finnst allt of mikil áhersla á
líkamlegan árangur í þjóðfélaginu.
Það skiptir ekki máli hvernig að þú
lítur út ef að þú ert ekki með sjálfs-
traust og ánægð(ur) með sjálfan þig.
Ég lét þessa hugsun leiða mig áfram
í að búa til námskeið sem einblínir
á að líða vel með sjálfan sig, vera
með sjálfstraust, gott og jákvætt
sjálfsálit og almennt heilbrigði
varðandi hugsunarhátt, mataræði,
og hreyfingu. Hjá mér lærir fólk að
vera sinn helsti stuðningsmaður en
ekki gagnrýnandi.“
Nýtt efni vikulega
Námskeiðið er byggt upp í vikum
þar sem þátttakendur fá nýtt
fræðsluefni og verkefni í hverri
viku sem eru unnin inni í Hope
kerfinu. „Verkefnin leiða þig í
gegnum ferlið og hjálpa þér að læra
hvað hentar þér og þínum lífsstíl.
Ásamt verkefnunum heldur þú dag-
bók, stundar hreyfingu og mætir
í vídeó viðtöl til mín þar sem við
förum yfir andlega vellíðan. Það
verður nefnilega engin varanleg
breyting nema maður byrji fyrst á
því að vinna með andlegu hliðina
og hugarfarsbreytingu. Ég fer einn-
ig yfir og svara öllum verkefnum og
dagbókarfærslum. Auk þess fer ég
yfir heilbrigt mataræði og þátt-
takendur fá æfingaplön sem eru
sérsniðin að þeirra þörfum.“
Hún leggur ríka áherslu á að
lykillinn að námskeiðinu sé að hún
og þátttakendur vinni þetta saman.
„Ég fer með fólkinu í gegnum allt
ferlið og við erum í mjög miklum
samskiptum bæði skriflega og í
vídeó viðtölum, í gegnum allt ferlið.“
Andlega hliðin mikilvæg
Edda Dögg er með Bachelor of
Science gráðu í hreyfifræði (e.
kinesiology) með áherslu á þjálfun
frá San Franisco State University
og meistaragráðu í sálfræði, með
áherslu á íþrótta- og heilsusálfræði
frá Capella Unviersity. „Ég valdi
sálfræði því ég veit af reynslu hvað
það er mikilvægt að hafa andlegu
hliðina í lagi til þess að ná árangri
og að hún er alveg jafn mikilvæg og
líkamleg heilsa þegar það er verið
að gera lífsstílsbreytingu.“
Hún segir námskeiðið hannað
fyrir einstaklinga sem vantar hjálp
og stuðning við að auka heilbrigði,
andlega vellíðan, gleði og jafnvægi
í lífi sínu, ásamt því að breyta yfir
í heilbrigðan lífsstíl bæði fyrir
líkama og sál.
Nýtt námskeið byrjar 4. janúar.
Hægt að skrá sig og fá nánari upp-
lýsingar á www.hope.is.
Andleg heilsa í forgangi
Á námskeiðinu Hamingja og heilsa læra þátttakendur meðal annars að byggja upp sjálfstraust,
búa til heilbrigðar venjur og finna jafnvægi í lífinu. Næsta námskeið hefst 4. janúar næstkomandi.
Edda Dögg Ingibergsdóttir, eigandi Hope, sem hefur haldið námskeiðið
Hamingja og heilsa í nokkur ár með góðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Á námskeiðinu Hamingja
og heilsa lærir þú:
n Að auka sjálfstraust
n Jákvæðan hugsunarhátt
n Að finna gleðina
n Að skapa þér venjur
n Betri svefn
n Hollt mataræði
n Markmiðasetningu
n Sjálfsstyrkingu
n Hreyfingu
Ummæli frá
viðskiptavinum:
n Í Hope er gott að vera. Þú ert
hvetjandi, kemur með góðar
lausnir og heldur vel utan um
mann. Hjá þér hef ég fengið
ótal verkfæri til að auðvelda
mér skrefin í átt að betri
líðan og hef lært að hugsa
öðruvísi um sjálfa mig.
n Persónulegu fundirnir með
þér eru áhrifamiklir
n Þessi tími hefur verið einn sá
lærdómsríkasti þegar kemur
að líkamlegri og andlegri
heilsu, breyttu hugarfari og
aukinni vellíðan.
n Mér hefur aldrei liðið jafn vel
andlega og líkamlega.
16 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
MARINE COLLAGEN FYRIR HÚÐ, HÁR OG NEGLUR
Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans.
Kollagen er í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum
og beinum mannslíkamans og:
• Seinkar öldrun húðarinnar
• Dregur úr sýnilegum hrukkum og fínum
línum í húðinni
• Eykur rakastig og stinnleika húðarinnar
• Lagfæra háræðaslitasvæði
• Stuðlar að upptöku kalsíums og
kalsíumuppbótar.
Vítamín C:
• Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar
• Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- og
ónæmiskerfisins
• Stuðlar að því að verja frumur fyrir
oxunarálagi og draga úr þreytu
• Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms
E-vítamíns og aukinni upptöku járns.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast á
www.arcticstar.is
Arctic Star Marine Collagen
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, og Fjarðakaup.
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA
Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 innihalda yfir fimmtíu
tegundir af næringarefnum og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húð- próteins og insúlíns
• Stuðla að eðlilegri upptöku kalsíums
og fosfórs
• Stuðla að viðhaldi beina, tanna og vöðva
• Stuðla að bættri starfsemi ónæmis-
kerfisins
• D-vítamín hefur hlutverki að gegna við
frumuskiptingu.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast á
www.arcticstar.is
Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, og Fjarðakaup.