Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2020, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 30.12.2020, Qupperneq 47
Forvitnilegt er að kanna hvernig einkareknar stöðvar sinna vandamálum sem ekki tengjast COVID-19. Hefur sjúk- dómurinn breytt einhverju þar og þá hverju? Jóhannes Kári Kristins- son er augnlæknir á augnlækna- stöðinni Augljós, en auk hans tekur Elva Dögg Jóhannesdóttir á móti sjúklingum þar. Hún kom úr sérnámi í Danmörku fyrir einu og hálfu ári og sérhæfir sig einkum í augnbotnasjúkdómum. Jóhannes hefur lagt megináherslu á horn- himnusjúkdóma og laseraðgerðir á augum, oft kallaðar LASIK- aðgerðir. Jóhannes var spurður hvaða áhrif faraldurinn hefði haft á stöðina. „Jú, auðvitað hefur faraldurinn haft þónokkur áhrif á okkur eins og nánast alla starfsemi í þjóðfélaginu. Við höfum þurft að stórauka alla sótthreinsun, sem reyndar var töluverð fyrir, grímuskyldan var mjög snemma tekin upp í faraldrinum, tveggja metra reglan er að sjálfsögðu í hávegum höfð og því miður höfum við þurft að kippa kaffivélinni frammi úr sambandi á meðan á ástandinu stendur,“ segir hann og brosir. „Starfsfólkið er hins vegar alveg einstakt og hefur sérstakt lag á að láta sjúklingunum líða vel. Biðstofan fyrir laseraðgerðir hefur til dæmis verið notuð sem bið- stofa – við köllum hana Saga Class af mikilli hógværð og fólki finnst ekkert slæmt að bíða í Lazyboy stólum eftir augnlækninum.“ Samkvæmt Jóhannesi hefur þó starfsemin breyst töluvert vegna settra reglna frá Heilbrigðisráðu- neyti, vitanlega er ekki bókað eins þétt og það er gríðarlega mikið um afpantanir. „Við reynum að mæta því með því að bjóða fólki að koma inn samdægurs og sú þjónusta hefur aukist raunar mjög mikið.“ Bráðaaugnvakt „Á sex vikna tímabili í vor voru laseraðgerðir á augum ekki fram- kvæmdar í um sex vikur, líkt og var með aðrar valaðgerðir í þjóð- félaginu og raunar augnskoðanir allar sem ekki töldust bráðnauð- synlegar. Þá brugðum við á það ráð að í stað þess að loka stofunni í þennan tíma létum við bráða- vakt spítalans og heilsugæslu- stöðvar vita af því að við gætum sinnt bráðaaugnlækningum og þannig létt af því mikla álagi sem var á þær stofnanir og stöðvar. Það var töluvert af fólki sem nýtti Augljós í þessu skyni og má segja að heildaraðsóknin hafi breyst ótrúlega lítið miðað við aðstæður,“ útskýrir Jóhannes og bætir því við að það sé mikilvægt að opinberar stofnanir geti nýtt einkareknar stofur á tímum sem þessum, þar sem það geti minnkað líkur á því að opinbera kerfið springi. Raunar sé það trú Jóhannesar að alltof mikið sé rætt í þjóðfélaginu um rekstrarform heilbrigðisstofn- ana í stað þess að átta sig á því að grundvallaratriðið sé það að bæði einkarekin kerfi sem opin- ber séu vel rekin. „Bæði kerfin hafa kosti og galla en þau eru einskis virði ef þau eru illa rekin. Í raun ætti að auka verulega á samvinnu þessara kerfa og gera þeim kleift að vinna út frá sínum styrkleikum, í stað þess að einblína á veikleika þeirra.“ Ánægjulegt samstarf Jóhannes segir þetta samstarf á þessum erfiðu tímum hafa gengið mjög vel og fólk var mjög ánægt að upplifa möguleikann á því að geta séð augnlækni „úti í bæ“ samdæg- Augnlækningar á tímum COVID-19 COVID-19 hefur haft margvísleg áhrif á allt þjóðfélagið. Heilbrigðiskerfið hefur tekið miklum breytingum, Landspítalinn sem og heilsugæslustöðvar hafa þurft að glíma við stóraukið álag. Jóhannes Kári Kristinsson segir að undanfarnir mánuðir hafi verið óvenjulegir fyrir augnlækna. Allt hefur þó gengið framar vonum og mikil eftirspurn hefur verið eftir laser- aðgerðum á augum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI urs. „Við höfum í raun alltaf boðið upp á þetta en fólk hefur kannski ekki áttað sig á því. Vitanlega erum við að tala um bráðaaugnlækn- ingar, líkt og augneinkenni sem ekki þola bið, eins og flís í auga, hornhimnusár með tilheyrandi augnverkjum, augnbólgur eins og lithimnubólgur, skyndilegur sjónmissir, glampar í sjónsviði og önnur einkenni sjónhimnuloss. Að mínu mati fer allt of mikill tími í greiningu og meðferð á þessum augnsjúkdómum á bráðavakt spít- alanna og heilsugæslustöðvum. Þessir sjúklingar þurfa í mörgum tilvikum að komast til augnlæknis sem fyrst,“ segir Jóhannes, en hann kveður faraldurinn að mörgu leyti hafa knúið fram þessar breyt- ingar og sé það í sjálfu sér jákvæð afleiðing faraldursins. Móða á gleraugunum vegna notkunar andlitsgrímu Hvaða áhrif hefur faraldurinn haft á laseraðgerðir? „Það var sex vikna bann á valaðgerðum um allt landið í vor. Það hafði vitanlega sín áhrif þar sem biðlisti myndaðist eiginlega í fyrsta skipti hjá okkur frá því stöðin hóf störf. Við náðum þó fljótlega að ná honum niður en á móti jókst aðsókn í laseraðgerð- irnar, sérstaklega eftir að maska- skyldu var almennt komið á.“ Aðspurður að ástæðum kveðst hann telja að það hafi að minnsta kosti eitthvað verið í tengslum við móðumyndun á gleraugum með maska. „Margir upplifðu mikil vandamál með móðu á glerjum með maska. Það hljómar hálf ankannalega en móða á gleraugum getur orðið afar erfið viðureignar og jafnvel stórhættuleg, til dæmis við akstur og stjórnun á ýmsum vélum. Margir hafa talað um þetta í kjölfar maskaskyldunnar og telja vera kornið sem fyllti mælinn. Nú láti það verða af því að fara í laseraðgerð, sem hefur kannski staðið til í mörg ár. Fjöldi aðgerða í ár er því aukinn frá síðasta ári.“ Gætt að öllum sóttvörnum Hvernig er með sótthreinsun fyrir slíkar aðgerðir á þessum tímum? „Sótthreinsun fyrir laseraðgerð er ekki sú sama og fyrir aðgerðir inni í auganu, eins og til dæmis augasteinsaðgerðir, þar sem ekki er hætta á sýkingum inni í auganu eftir laseraðgerðir. SARS-CoV-2 veiran hefur lítil sem engin áhrif á augu hvort eð er, en vitaskuld sótthreinsum við ákaflega vel tæki og tól rétt eins og við höfum ávallt gert. Þar að auki sótthreinsum við sérstaklega vel bekki og stóla á milli einstaklinga auk þess sem nú er sjúklingurinn með grímu eins og læknarnir og hjúkrunarfræð- ingurinn. Við bjuggumst reyndar við að sjúklingar myndu eiga erfitt með grímunotkun í aðgerðinni og líða sumpart verr. Það hefur þó alls ekki verið raunin og hefur þetta fyrirkomulag komið vel út. Við höfum líka passað mjög vel upp á að spyrja fólk vel út í einkenni COVID-19 áður en það kemur til okkar til að minnka enn líkur á smiti. Mikilvægt er til dæmis að spyrja viðkomandi um hvort hann eða hún séu í sóttkví eða að bíða eftir niðurstöðum mótefnamælingar. Ritararnir okkar gegna því ótrúlega mikilvægu hlutverki í þessu, sem og því að greina bráðaaugneinkenni. Allar þessar aðgerðir hafa án efa skilað sér. Ég veit raunar ekki til þess að COVID- 19-smit hafi komið upp á einka- rekinni stofu, enda held ég að allir læknar utan spítala sem innan taki þessu mjög alvarlega. Við erum jú öll sóttvarnir og það hefur sérstak- lega alvarlegar afleiðingar ef heil læknastöð þarf að fara í sóttkví vegna veirunnar. Þrátt fyrir að langþráð bóluefnið sé nú komið til landsins þá verðum við að muna að glopra ekki niður þeim ávinningi sem náðst hefur. Við vitum að allt getur gerst á síðustu mínútum kappleiksins og því mikilvægt að halda fókus,“ segir Jóhannes að lokum. Það hljómar hálf ankannalega en móða á gleraugum getur orðið afar erfið viður- eignar og jafnvel stór- hættuleg, til dæmis við akstur og stjórnun á ýmsum vélum. 20 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.