Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 57

Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 57
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála-sviðs Icelandair Group, segir að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins hafi verið f lókin og krefj- andi. „Lokahnykkurinn var vel heppnað hlutafjárútboð þar sem félagið tryggði sér 23 milljarða króna í hlutafé og sjö þúsund nýir hluthafar bættust við hluthafahóp félagsins,“ segir hún. Hvað var krefjandi á árinu sem er að líða? „Árið 2020 fór vel af stað hjá Icel- andair Group, rekstur félagsins var í takt við áætlanir fyrstu tvo mán- uðina og útlitið fyrir árið var gott. Þá skall kórónuveirufaraldurinn á og þar með hvarf tekjugrundvöllur félagsins að miklu leyti á aðeins nokkrum vikum. Eins og önnur flugfélög neyddumst við til að draga saman seglin eins hratt og mögu- legt var. Það var ljóst að við ættum mikið verk fyrir höndum að koma félaginu í gegnum erfiðar aðstæður og á sama tíma tryggja rekstrar- grundvöll þess til framtíðar og verja störf. Eitt af stærstu verkefnunum í þessari vegferð var fjárhagsleg end- urskipulagning félagsins sem var í senn flókin og krefjandi. Með sam- stilltu átaki framúrskarandi starfs- fólks okkar og ráðgjafa náðum við að ljúka þessu verkefni á nokkrum mánuðum þar sem allir hagaðilar lögðu sitt af mörkum. Lokahnykk- urinn var vel heppnað hlutafjárút- boð þar sem félagið tryggði sér 23 milljarða króna í hlutafé og sjö þúsund nýir hluthafar bættust við hluthafahóp félagsins.“ Hvað gekk vel á árinu 2020? „Við erum þakklát fyrir þann mikla stuðning sem félaginu var sýndur í útboðinu. Samhliða fjár- hagslegri endurskipulagningu vann starfsfólk af öllum sviðum Icelandair Group þrekvirki í þjón- ustu við viðskiptavini í gjörbreyttu umhverfi. Þá tókst okkur með mik- illi útsjónarsemi að sækja ný verk- efni, til dæmis í leigu- og fraktflugi, og þar með nýta innviði og auka tekjur félagsins. Þar á meðal voru um 80 ferðir með lækningavörur frá Kína til Þýskalands, Kanada og Bandaríkjanna. Um miðjan júní, þegar sóttvarna- reglur á landamærum voru rýmkað- ar, náðum við að nýta sveigjanleika leiðakerfis Icelandair og bregðast hratt við aukinni eftirspurn eftir f lugi með góðum árangri. Það voru þó vonbrigði að þurfa að skella í lás aftur um miðjan ágúst þegar ástandið hóf að versna á ný. Í öllum þeim krefjandi verkefn- um sem við stóðum frammi fyrir á árinu sýndi það sig enn og aftur að styrkleikar félagsins liggja meðal annars í reynslu og þekkingu starfs- fólks og ekki síst samheldni þegar á móti blæs.“ Hvernig horfir árið 2021 við þér í rekstrinum? „Árið 2021 verður krefjandi en jafnframt spennandi ár. Megin- verkefni okkar verður að lágmarka rekstrarkostnað á meðan núverandi ástand varir en á sama tíma tryggja að félagið sé tilbúið að taka á loft um leið og heimurinn hefur náð betri tökum á kórónuveirunni. Starfs- fólk félagsins vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa við- spyrnuna sem verður vonandi fyrr en síðar á nýju ári. Við ætlum okkur að halda áfram að tryggja öflugar f lugsamgöngur til og frá Íslandi og búa til tækifæri fyrir Ísland sem tengimiðstöð í f lugi milli Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf og lífsgæði hér á landi. Ég hef fulla trú á því að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastað- ur ferðamanna enda kjöraðstæður hér sem munu heilla í kjölfar farald- ursins – víðerni, öryggi og fátt fólk. Með öf luga innviði, sveigjanlegt leiðakerfi, sterkan efnahagsreikn- ing, breiðan hluthafahóp og síðast en ekki síst frábært starfsfólk, erum við vel í stakk búin til að takast á við það sem árið 2021 ber í skauti sér.“ Fjárhagsleg endurskipulagning flókin og krefjandi  Eva Sóley Guðbjörnsdóttir segir meginverkefnið að lágmarka rekstrar- kostnað Icelandair á meðan fólk ferðist ekki vegna COVID-19. MYND/AÐSEND Jón Björnsson, forstjóri Origo, segist sakna stemningarinnar á skrifstofunni í COVID-19. „Ég saknaði oft á þessum tímum að sjá aðgerðir hins opinbera betur tengdar þeim takmörkunum sem sóttvarnirnar settu á sumar greinar atvinnulífsins. Í rekstri gerir maður alltaf plön sem gera ráð fyrir að umhverfið geti orði svona til fram- tíðar og því þurfum við að mæta þeim aðstæðum og læra að lifa við nýjan raunveruleika,“ segir hann. Hvað gekk vel á árinu 2020? „Í lok mars síðastliðins sat ég á stjórnarfundi í skandinavísku net- verslunarfyrirtæki og forstjórinn lýsti því yfir að líklega væri árið 2020 farið og nýja planið væri að stefna á að ná því á árinu 2021 sem við höfðum stefnt að 2020. Þremur mánuðum síðar sat ég aftur á stjórnarfundi hjá sama fyrirtæki, nú í gegnum fjarfund. Það var komið allt annað hljóð í strokkinn hjá forstjóranum. Ljóst var að þær aðstæður sem væru komnar upp gerðu það að verkum að við værum að sjá f leiri nýja viðskiptavini en nokkru sinni áður. Allt liti út fyrir að við myndum ná 2021 mark- miðunum núna árið 2020 slík væri neyslubreytingin af COVID-19. Það má því segja að vírusinn hafi orsak- að einhverja mestu umbreytingu í hinum stafræna heimi og fært alla þróun fram um 2-3 ár á nokkrum mánuðum. Þegar ég svo kom til Origo fyrir rétt rúmum 3 mánuðum var allt á f leygiferð í sömu vegferð. COVID- 19 var mesti umbreytingarkraftur í stafrænum málum sem fyrirtækið hefur séð í nokkur ár. Á meðan ég reyndi að kynna mér fyrirtækið varð ég vitni að frábærri aðlögun starfsfólks að nýjum aðstæðum þar sem færri mættu á skrifstofu og unnu í stað heiman að frá sér og nýttu sér alla þá tækni sem til er til að halda áfram með alls kyns krefj- andi verkefni. Sjálfur sakna ég skrif- stofustemningarinnar og þeirrar dýnamíkur og hugmyndasköpunar sem hún býr til, en sé líka tækifærin í að geta búið til umhverfi sem hent- ar frábæru fólki í að blómstra. Það er án efa stærsti ávinningurinn.“ Hvað var krefjandi á árinu sem er að líða? „Sum fyrirtæki hafa lent á vegg á árinu. Án nokkurrar viðvörunar var rekstrargrundvelli fjölmargra fyrirtækja kippt undan þeim og á meðan sum fyrirtæki glímdu við hraðar breytingar þurftu önnur að glíma við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem rekstrarumhverfi þeirra breyttist dag frá degi án þess að fyrirtækin ættu yfirhöfuð mögu- leika á að bregðast við þeim. Slíkar breytingar taka á og við eigum eftir að bíta úr nálinni með hvernig við komum út úr þessu. Ég saknaði oft á þessum tímum að sjá aðgerðir hins opinbera betur tengdar þeim takmörkunum sem sóttvarnirnar settu á sumar greinar atvinnulífs- ins. Í rekstri gerir maður alltaf plön sem gera ráð fyrir að umhverfið geti orði svona til framtíðar og því þurf- um við að mæta þeim aðstæðum og læra lifa við nýjan raunveruleika. Atvinnugreinar hafa áður aðlagast og breytt sér, en það getur þurft að hjálpa þeim þegar umhverfið breyt- ist fyrirvaralaust.“ Hvernig horfir árið 2021 við þér í rekstrinum? „Upplýsingatækni er ekki lengur stoðdeild í fyrirtæki heldur sá umbreytingarþáttur sem ræður mestu um hvernig þú kemur þeirri vöru eða þjónustu sem þú ert að selja eða koma á framfæri. Sterk félög eru því í auknum mæli að sjá að fjárfesting í slíkri umbreytingu skilar sér beint í tekjumyndun félagsins og möguleikum þess að vera framarlega á sínu sviði.“ Saknar stemningarinnar á skrifstofunni Jón tók við sem forstjóri Origo fyrir þremur mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigríður Margrét Oddsdóttir, f r a m k væmd a st jór i Ly f ju , segir að reksturinn á nýju ári fari eftir því hvernig tekst til með bólusetningar við COVID-19 og hvaða sóttvarnaráðstafanir verða í gildi. „Ég er bjartsýn og jákvæð að eðlisfari og treysti því að stjórnvöld geri allt sem er í þeirra valdi til að tryggja að bólusetningar gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir hún og vekur athygli á að starfsfólk Lyfju hafi verið í framlínunni allt árið. Hvað gekk vel á árinu 2020? „Það gekk vel að ryðja nýjar brautir, Lyfja setti á markað fyrsta íslenska snjall apótekið, app sem er meira en vefverslun, um er að ræða sérsniðna þjónustu fyrir hvern og einn viðskiptavin. Með appinu eru upplýsingar um lyf, virkni og notk- un aðgengilegar með einum smelli, hægt er að kaupa lyf og fá heimsend á innan við klukkutíma eða sækja í næsta apótek Lyfju. Það má líka spjalla við sérfræðinga Lyfju í app- inu og annast lyfjakaup fyrir þá sem ekki geta það sjálfir. Við hófum líka að aðlaga verslan- ir okkar og vöruval að nýrri stefnu á árinu, Lyfja er svo miklu meira en bara apótek. Ein mest spennandi nýjungin í vöruvalinu okkar er DNA próf frá MyHeritage sem veitir upplýsingar bæði um uppruna og genetíska áhættu á fjölda sjúk- dóma. Hjúkrunarþjónusta Lyfju hefur fengið aukið vægi í nýjum verslunum okkar en í Lágmúla, á Smáratorgi og nú síðast á Akureyri geta viðskiptavinir fengið hjúkrun- arþjónustu án þess að panta tíma. Hjúkrunarfræðingar Lyfju annast heilsufarsmælingar, bólusetningar, aðstoða við val á vörum og veita þá hjálp sem þarf hverju sinni. Heilsu- húsið er líka orðið hluti af Lyfju, því geta viðskiptavinir fengið náttúru- legar og umhverfisvænar vörur frá Heilsuhúsinu hjá okkur. Sjálfbærni og samfélag hafa verið okkur hugleikin á árinu, Lyfja gerði samning við Kolvið sem felur það í sér að Kolviður gróðursetur árlega sem samsvarar 2.732 trjám til móts við þau 240 tonn af koldíoxíði sem starfsemin losar á ári. Við tókum í notkun fyrsta lyfjaskilakassann sem er staðsettur í Lyfju á Smára- torgi og verður innan tíðar í f leiri apótekum en örugg lyfjaskil eru eitt mikilvægasta framlag Lyfju til umhverfisverndar. Því miður mælast reglulega efni sem eru talin vera ógn við lífríki og vatnaum- hverfi í sýnum Umhverfisstofnunar, við sýnum öll ábyrgð með því að skila ónotuðum lyfjum í apótek til öruggrar eyðingar. Lyfja úthlutaði í fyrsta sinn úr styrktarsjóði sem settur hefur verið á laggirnar, það fengu tíu verkefni sem teljast heilsu- eflandi og/eða hafa forvarnargildi stuðning á árinu.“ Hvað var krefjandi á árinu sem er að líða? „Heimsfaraldurinn og afleiðingar hans, við þurftum að innleiða nýtt vinnulag, gera viðbragðsáætlanir og breytingar til þess að tryggja öryggi okkar viðskiptavina og starfsfólks. Við lögðum mikla áherslu á að finna góðar vörur á góðu verði sem nýtast öllum til að verjast veirunni. Það var erfiðast að þurfa á sama tíma að takmarka samskipti og hittast sjaldnar augliti til auglitis. Starfs- fólk Lyfju hefur verið í framlínunni allt árið og annast viðskiptavini vel í krefjandi aðstæðum. Ég hef í örfá skipti á ævinni verið jafn stolt af teymi eins og starfsfólki Lyfju á þessu ári.“ Hvernig horfir árið 2021 við þér í rekstrinum? „Það fer eftir því hvernig tekst til með bólusetningar og hvaða sótt- varnaráðstafanir verða í gildi. Ég er bjartsýn og jákvæð að eðlisfari og treysti því að stjórnvöld geri allt sem er í þeirra valdi til að tryggja að bólusetningar gangi hratt og vel fyrir sig. Við hjá Lyfju höfum boðið fram aðstoð og munum sannarlega ekki láta okkar eftir liggja ef þess verður óskað. Áhersla á heilbrigði og forvarnir hefur sjaldan verið mikilvægari en líka lágt lyfjaverð um allt land.“ Treystir stjórnvöldum til að bólusetja þjóðina hratt Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju. MYND/AÐSEND Lokahnykkurinn var vel heppnað hlutafjárútboð þar sem félagið tryggði sér 23 millj- arða króna í hlutafé og sjö þúsund nýir hluthafar bættust við hluthafahóp félagsins. Ljóst var að þær aðstæður sem væru komnar upp gerðu það að verkum að við værum að sjá fleiri nýja viðskiptavini en nokkru sinni áður. Því miður mælast reglulega efni sem eru talin vera ógn við lífríki og vatnaumhverfi í sýnum Umhverfisstofnunar, við sýnum öll ábyrgð með því að skila ónotuðum lyfjum í apótek til öruggrar eyðingar. 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.