Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 63

Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 63
Þetta ár. Það er svo margt sem hægt er að segja um það. Fyrst og síðast hefur það verið óvenjulegt og reynt á þolrifin á ýmsan máta. En þrátt fyrir allt hefur þetta ár kennt mér þakklæti. Ekki síst vegna þess að við höfum borið gæfu til þess að forðast popúlisma og öfgar. Íslenskt samfélag hefur staðið saman í gegnum þetta ástand og gert það með ótrúlegu jafnaðargeði og í raun með miklu æðruleysi. Skila- boðin sem gefin voru út í upphafi, um að við værum öll í þessu saman, að gera skyldi meira en minna og að brugðist yrði við eftir því sem aðstæður breyttust, hafa skipt miklu. Það er ekki þar með sagt að þetta hafi verið auðvelt. Atvinnuleysi í sögulegum hæðum, heil atvinnu- grein í dvala og atvinnurekendur að takast á við algjörlega nýjar aðstæð- ur á vinnustöðum. Ekki hentar öll starfsemi til heimavinnu og sótt- varnahólf urðu allt í einu eitt helsta tólið til að halda rekstri gangandi. Já, þetta ár hefur verið lærdóms- ríkt og meðal þess sem ég hef lært er að skrýtnir hlutir venjast. Að grímur séu staðalbúnaður og að það verði ósjálfrátt viðbragð að skima eftir sprittbrúsanum í öllum verslunum. Og talandi um verslun, netverslun er sennilega einn af sigurvegurum árs- ins. Það eru því vonbrigði að stjórn- arflokkunum takist ekki að afgreiða frumvarp dómsmálaráðherra um að leyfa íslenska netverslun með áfengi til jafns við erlenda. Það er ýmislegt sem má nefna úr íslensku viðskiptalífi þetta erfiða ár. Eitt af stóru málunum var vel heppnað hlutafjárútboð Icelandair í haust, sem fór fram úr björtustu vonum. Við munum þurfa á öflugri ferðaþjónustu að halda til að rífa upp hagvöxtinn og þar skipta greiðar flugsamgöngur öllu. En þrátt fyrir að við treystum áfram á hefðbundnar atvinnugreinar, verður reynslan af þessari kreppu vonandi til þess að við leggjum enn meiri áherslu á rann- sóknir, þróun og nýsköpun til þess að fjölga stoðunum undir íslensku efna- hagslífi. Í því samhengi er gaman að minnast á fyrirtæki sem fáir höfðu heyrt um í upphafi þessa árs, íslenska nýsköpunarfyrirtækið Controlant. Controlant hefur á rúmum áratug farið úr því að vera hugmynd í 17 milljarða fyrirtæki sem gegnir lykil- hlutverki við að dreifa bóluefni við kórónuveirunni um heiminn. Það má sem sagt segja ýmislegt um þetta ár. Kannski var það öðru frem- ur ár ríkisins. Það var alls staðar. Að styrkja, lána peninga, greiða hluta- bætur, grípa rekstur í frjálsu falli, banna og leyfa á víxl, ákveða fjölda- takmörk og fjarlægð milli fólks. En það sem við þurfum að hafa í huga er að þetta er óvenjulegt og má ekki verða venjulegt. Aðstoð hins opin- bera var og er vissulega enn nauðsyn- leg, enda mun hún stytta tilhlaupið að næsta hagvaxtarskeiði. Vonandi gera þó flestir sér grein fyrir að sjóðir hins opinbera eru ekki ótæmandi – og hver greiðir reikninginn á end- anum. Og þótt úrræðin eigi að renna út má samt sem áður búast við að eitt af hitamálum kosningaársins 2021 verði hvenær og hvernig ríkið stígi til baka. Að síðustu verð ég að nefna að ef þetta ár hefði verið bíómynd hefði ég ekki keypt miða. Bless 2020  Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands Atburðir þessa árs hafa sannarlega minnt okkur á að sagan er ekki línuleg. Morg-undagurinn verður ekki sjálfkrafa betri en dagurinn í dag. Atburðir þessa árs eru ekki síður áminning um það að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera eins gott úr öllu og hægt er. Það gildir um okkur sem einstaklinga, um fyrirtæki og stjórnvöld. Eitt er þó ljóst. Verð- mætin verða til í atvinnulífinu og þau standa undir velferðarsam- félaginu sem við höfum þurft á að halda nú sem aldrei fyrr. Vi n nu ma rk aðu r i n n og sú umgjörð sem stjórnvöld skapar fyrirtækjum ræður úrslitum um það hvort hér verður velmegun eða ekki. Í upphafi árs voru óveðursský yfir Íslandi og það var áður en kórónuveiran skall á. Enn vofa óveðursskýin yfir landinu. Verkalýðshreyfingin situr hjá Í ár höfum við upplifað mesta efna- hagsáfall í lýðveldissögunni. Um þessar mundir hækka laun samt sem áður á sama tíma og atvinnu- leysi er í sögulegu hámarki. Verka- lýðsforystan stendur fast við boðað- ar launahækkanir nú um áramótin og virðist ekki sjá ástæðu til þess að verja störf í landinu með því að draga í land. Fyrirtækin þurfa að hagræða í enn ríkari mæli þannig að boðaðar launahækkanir nú hvetja til aukins atvinnuleysis og vandinn eykst. Þessir fjötrar eru heimatilbúnir og þá verður að leysa. Ryðjum hindrunum úr vegi Á sama tíma þarf að hlúa að rót- grónari atvinnugreinum. Stjórn- völd hafa að mörgu leyti staðið sig vel í því að ryðja hindrunum úr vegi en mikið verk er enn óunnið. Samkeppnishæfni er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum og þar skipta fjórir þættir meginmáli, menntun, inn- viðir, nýsköpun og starfsumhverfi. Bylting er að eiga sér stað varðandi iðnnám og metnaður er fyrir því að menntakerfið styðji við vöxt hug- verkaiðnaðar. Umgjörð nýsköp- unar hefur batnað verulega, sér- staklega á þessu ári og styður það við fjórðu stoðina. Auknu fjár- magni hefur verið varið til inn- viðauppbyggingar en innviðir landsins hafa verið fjársveltir um margra ára skeið. Regluverkið hér á landi er óþarf lega íþyngjandi og starfsumhverfi fyrirtækja því ekki sem best verður á kosið. Með líkingu má segja að okkar fólk sé sent í keppnina með 30 aukakíló á bakinu og við skiljum ekki í því að það komi ekki á sama tíma í mark og erlendir keppinautar. Þarna eru heimatilbúnir fjötrar sem þarf að leysa og spilar ríkisvaldið lykilhlut- verk í því. Látum hugvitið blómstra Efnahagsleg framtíð Íslands ræðst af því hversu hratt tekst að efla hug- verkaiðnað, fjórðu stoðina, á sama tíma og hlúð er að því sem fyrir er, enda er vöxtur leiðin fram á við en ekki aukin skattlagning. Þann- ig verða til eftirsótt störf og aukin verðmæti til að standa undir lífs- gæðum landsmanna. Hugverkaiðn- aður byggir fyrst og fremst á mann- auði en ekki á náttúruauðlindum eins og hinar útflutningsstoðirnar þrjár. Með umbótum á síðustu árum hafa stjórnvöld gert jarðveginn frjó- an og frumkvöðlar hafa sáð fræjum í þann frjóa jarðveg. Meira þarf til og ganga verður hreint til verks. Þessi uppbygging má ekki bíða. Hneppt í heimatilbúna fjötra  Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Það má búast við að eitt af hitamálum kosningaársins 2021 verði hvenær og hvernig ríkið stígi til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þessa árs verður minnst fyrir endurkomu einstaklinga á hlutabréfamarkað og þá ekki síst í tengslum við útboð Icelandair Group í september, sem var að mínu mati atburður ársins á hluta- bréfamarkaði. Útboðið, þar sem Icelandair aflaði 23 milljarða, var hið þriðja stærsta í sögu íslensks hlutabréfamarkaðar og í því gengu sjö þúsund nýir hluthafar til liðs við félagið. Þetta er merkileg niðurstaða í ljósi þess að fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf í öllum skráðum félögum í upphafi árs var einungis ríf lega átta þúsund. Í lok árs hafði fjöldinn tvöfaldast, þökk sé, að stóru leyti, útboði Icelandair. Í útboðinu höfðaði Icelandair ekki einungis til fagfjárfesta heldur alls almennings og uppskar eftir því. Útboðið sýndi vel, á ögurstundu, styrk þess að vera skráð félag með aðgang að miklum fjölda fjölbreytilegra fjárfesta. Sökum COVID var framan af ári gríðarleg óvissa og mikill bölmóður á hlutabréfamarkaði, hér sem ann- ars staðar. Þegar verst lét síðla mars hafði Úrvalsvísitalan lækkað um fjórðung frá áramótum. Vaxtalækk- anir Seðlabankans, efnahagsaðgerð- ir ríkisstjórnarinnar, seigla margra fyrirtækja og jákvæð tíðindi af bólu- efnum seint á árinu snéru dæminu við og Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um 20% á árinu. Þessar óvenjulegu markaðsað- stæður höfðu vafalítið letjandi áhrif á nýskráningar og á endanum var ekkert nýtt félag skráð á árinu, sem voru vissulega vonbrigði. Þegar svartsýnin var sem mest og hluta- bréfaverð sem lægst í vor kom ekki á óvart að félög væru í biðstöðu. En þegar markaðir tóku við sér á síðari hluta ársins er líklegt að félög hafi vanmetið tækifæri í skráningu á markað. Þessu til rökstuðnings má nefna að skráð félög öfluðu samtals um 29 milljarða á markaði í haust. Þá var bylgja nýskráninga eftir sum- arið í hinum þremur kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndunum, þar sem staðan á markaði var svipuð og hér. Þar voru 78 á félög skráð á árinu eða 15 fleiri en í fyrra. Mér virðist að fram undan séu skýr kaf laskil á íslenskum hluta- bréfamarkaði. Ríkisstjórnin stefnir á að selja hlut í Íslandsbanka og skrá bankann í maí en slík skráning myndi verða mikill hvalreki fyrir markaðinn. Þá hefur leið smærri og millistórra félaga á markað verið greidd með lagabreytingu sem léttir á upplýsingagjöf félaga sem sækja sér innan við 8 milljónir evra í almennu útboði. Þetta dregur úr kostnaði og ætti að verða til hags- bóta fyrir hin fjölmörgu efnilegu vaxtarfyrirtæki í nýsköpun sem geta notið góðs af markaðnum til að knýja vöxt. Sömuleiðis eru horfur á aukinni þátttöku bæði einstaklinga og erlendra fjárfesta á markaðnum sem styrkja myndi eftirspurn og verðmyndun. Taka íslenska mark- aðarins inn í vísitölur hjá alþjóð- lega vísitölufyrirtækinu MSCI sem tekur gildi í vor og nýleg nútíma- væðing uppgjörskerfis Nasdaq verð- bréfamiðstöðvar munu auka áhuga erlendra fjárfesta. Auk þess er líklegt að Seðlabankinn og löggjafinn muni liðka frekar fyrir aðkomu þeirra. Áhugi almennings á hlutabréfafjár- festingum fer vaxandi. Viðvarandi lágt vaxtastig og nýsamþykkt lög sem tvöfölduðu og útvíkkuðu frí- tekjumark vaxtatekna til söluhagn- aðar og arðgreiðslna frá skráðum félögum munu vafalítið auka áhuga almennings enn frekar. Endurkoma einstaklinga á hlutabréfamarkað   Magnús Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.