Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 69
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Guðmundsson
Grundargötu 28 í Grundarfirði,
lést á heimili sínu
sunnudaginn 7. desember.
Gunnar Karl Halldórsson
Bryndís Halldórsdóttir Einar Stefán Jóhannesson
Halldóra Halldórsdóttir Ásgeir Ingvi Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Vigdísar Guðbjarnadóttur
dvalarheimilinu Höfða, áður til
heimilis að Einigrund 22, Akranesi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Höfða. Guð blessi ykkur öll.
Vignir Jóhannsson Karen Goss
Brynja Jóhannsdóttir Magnús Ebenesersson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
Frakkanum Patrick Gervasoni var
vísað úr landi þennan mánaðardag
árið 1980 eftir miklar deilur. Hann
var eftirlýstur fyrir að neita að
gegna herskyldu í heimalandinu
en flúði fyrst til Danmerkur og
sótti skriflega um hæli á Íslandi í
apríl 1980. Kom svo með Smyrli til
landsins í september til að þrýsta
á um afgreiðslu málsins. Þar fram-
vísaði hann hollensku atvinnu-
skírteini undir nafninu Dominique
Licien van Hoove og kvaðst hafa
glatað vegabréfinu á leiðinni.
Málið velktist í íslenska dóms-
kerfinu og fjölmiðlar og almenn-
ingur blandaði sér í það, haldinn
var fjölmennur útifundur á
Lækjartorgi í október þar sem
siðferðis- og mannúðarrök voru
áberandi.
Dómsmálaráðherrann, Friðjón
Þórðarson, taldi að gæta þyrfti
öryggis landsins, deila mætti um
hvort um pólitískan flóttamann
væri að ræða en útilokað væri að
hafa landið opið fyrir hverjum sem
væri.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 3 0 . D E S E M B E R 19 8 0
Landflótta manni vísað brott frá Íslandi
Þegar ég byrjaði að vinna hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri á nýársdag 1991 bjó fjölskyld-an á Siglufirði. Þá voru ekki komin nein jarðgöng með fram ströndinni til austurs og
ég þurfti því að keyra um Skagafjörðinn
og Öxnadalsheiði til Akureyrar. Það voru
eitthvað um 200 kílómetrar. Erna Ind-
riðadóttir, þáverandi stöðvarstjóri sem
réði mig, sagði: „Þú byrjar 1. janúar og þú
verður með útvarpsfrétt í hádeginu um
hvernig gamlárskvöld gekk fyrir sig.“
„Já, allt í lagi,“ sagði ég, vaknaði svo
klukkan fjögur um morguninn á nýárs-
dag og var með hefðbundinn pistil frá
Akureyri um gamlárskvöld í hádegis-
fréttum á nýársdag, það hefði verið
annasamt hjá löggunni og allt það.
Þarna markaði ég mér spor. Nokkrum
mánuðum síðar flutti öll fjölskyldan frá
Siglufirði til Akureyrar.“ Þetta segir Karl
Eskil Pálsson fréttamaður sem fagnar
þriggja áratuga starfsferli um þessi ára-
mót og er nú á N4.
„Ég vann í tuttugu ár hjá RÚV og það
var alltaf reiknað með pistli frá mér í
hádegisfréttum útvarps í hádeginu á
nýársdag,“ lýsir hann. „Stundum var
ég á jólum og áramótum í útlöndum en
alltaf sá ég um að gera innlenda frétt í
hádeginu á nýársdag, allir vaktstjórar
vissu af þessu og reiknuðu með pistli.“
Á RÚV í 20 ár
Frásögnin í nýárspistlinum bendir
til að Karl Eskil sé f ljótur að vinna en
hann gerir lítið úr því. „Ég hef alltaf lagt
áherslu á að fá minn tíma til að undir-
búa viðtöl eða umfjöllun. Með árunum
skapast auðvitað ákveðin reynsla sem
kemur til góða en engu að síður skiptir
undirbúningurinn miklu máli. Hitt er
svo annað að íslenskt fjölmiðlafólk þarf
almennt að skila töluverðu efni, stund-
um vill slíkt koma niður á gæðunum,
eðlilega.“
Karl Eskil kveðst hafa starfað á frétta-
stofu RÚV í slétt tuttugu ár. „Stofnunin
var í miklum fjárhagsvanda og ég lenti í
þriðju fjöldauppsögninni, það var auð-
vitað mikið högg. Sem betur fer var ég
snöggur að jafna mig og fór að starfa sem
sjálfstæður fjölmiðlamaður með áherslu
á skrif um atvinnumál. Þá kom sér vel að
njóta trausts margra og vera þokkalega
tengdur, enda var ég f ljótlega kominn
með ágætis verkefni. Eftir þrjú ár tók ég
boði um að gerast ritstjóri Vikudags á
Akureyri. Að tveimur árum liðnum lá
leiðin á sjónvarpsstöðina N4, þar hef ég
starfað í rúmlega fimm ár. N4 er á mikilli
siglingu og verkefnastaðan líklega aldr-
ei verið eins góð og nú. Stundum finnst
mér uppsögnin á RÚV hafa verið mín
gæfa, það er almennt ekki gott að vera
of lengi á sama stað.“
Traustið það mikilvægasta
Karl Eskil segir að því fylgi tilhlökkun að
mæta til starfa f lesta daga. „Fjölmiðlun
er afskaplega lifandi starf, manni gefst
kostur á að vera viðstaddur og segja
frá ýmsum merkilegum viðburðum.
Á löngum ferli er auðvitað ekki allt
jákvætt, það skiptast á skin og skúrir í
atvinnu- og mannlífi. Að þurfa á vett-
vang vegna dauðaslyss eða bruna er
alltaf átakanlegt og erfitt að segja frá.
Í slíkum tilvikum er reynslan góður
kostur.
Það sem stendur upp úr er þakklæti
fyrir að hafa verið treyst fyrir því að
miðla viðhorfum annarra til lands-
manna og segja fréttir. Traustið er það
mikilvægasta í fjölmiðlun, ekki endilega
að vera fyrstur með fréttirnar.“
Innihaldsríkt líf
Miklar breytingar hafa orðið á starfsum-
hverfi Karls Eskils á síðustu 30 árum,
eins og hann lýsir. „Þegar ég var að
byrja voru faxtækin mikil þarfaþing
og tölvurnar einungis búnar einföldu
ritvinnsluforriti. Nú er er ég líka elstur
á N4 en þegar ég var að byrja í frétta-
mennsku voru f lestir vinnufélagarnir
eldri, svo maður tali nú ekki um viðmæl-
endur. Ég þarf oft að leita til samstarfs-
fólksins með ýmislegt og það leitar líka
til mín, sækir meðal annars í reynsluna.
Þessi gagnkvæma virðing gerir vinnuna
skemmtilega og lífið um leið innihalds-
ríkt. Verkefnalistinn næstu mánuði er
ansi langur. Því get ég ekki verið annað
en bjartsýnn á þessum tímamótum –
en líka þakklátur og það er ég klárlega.“
gun@frettabladid.is
Nýárspistill varð að hefð
Fréttamannsferill Karls Eskils Pálssonar spannar nú þrjá áratugi. Þegar hann hófst
voru faxtækin þarfaþing. Hér lítur Karl í baksýnisspegilinn og líka fram á veginn.
„Fjölmiðlun er afskaplega lifandi starf,“ segir Karl Eskil. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Þá voru ekki komin nein jarð-
göng meðfram ströndinni til
austurs og ég þurfti því að keyra
um Skagafjörðinn og Öxnadals-
heiði til Akureyrar. Það voru
eitthvað um 200 kílómetrar.
Merkisatburðir
1880 Gengið er á ís frá
Reykjavík upp á Kjalarnes eftir
hörð og langvarandi frost.
1883 Fyrstu kirkjuhljóm-
leikar á Íslandi eru haldnir í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
1887 Bríet Bjarnhéðins-
dóttir flytur fyrst kvenna á
Íslandi opinberan fyrirlestur í
Góðtemplarahúsinu í Reykja-
vík, sem nefnist Fyrirlestur um
hagi og rjettindi kvenna.
1922 Ríkin Rússland, Hvíta-
Rússland, Úkraína og Suður-
Kákasus mynda Sovétríkin.
1954 Flugfreyjufélag Íslands er stofnað.
1993 Vatíkanið og Ísrael taka upp stjórnmálasamband.
1995 Mínus 27,2°C, mælist í Altnaharra í Skosku hálöndunum og er
lægsti hiti sem mælst hefur í Bretlandi.
2002 Kröftugt eldgos hefst á Strombólí við Ítalíu.
2006 67 ára gömul kona eignast tvíbura á sjúkrahúsi í Barcelona.
2007 Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Pressa hefur göngu sína á Stöð 2.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og unnusti,
Birgir Svan Símonarson
skáld og kennari,
lést á líknardeild Landspítalans
á jóladag 25. desember.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 8. janúar klukkan 15.
Símon Örn Birgisson
Steinar Svan Birgisson
Guðný Jónsdóttir
tengdabörn, barnabörn
og aðrir aðstandendur.
3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT