Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 4
17 ÞÚSUND KRÓNUR SEKÚNDAN Í SKAUPINU Áramótaskaupið er vinsælasti dagskrárliður Ríkissjónvarpsins að frátöldum stórleikjum í boltaíþróttum. Auglýsingapláss eru af skornum skammti og þau dýrustu og eftirsóttustu yfir allt árið. Stórfyrirtæki sérframleiða metnaðarfullar auglýsingar fyrir tilefnið. H öfundar Áramóta­skaupsins í ár eru annálaðar grínhetjur, þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guð­ mundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Leikstjóri er Reynir Lyngdal, líkt og á síðasta ári, en Skaupið var að mestu leyti samið í gegnum fjarfundarbúnað. Ekki er von á minni gleði en síðustu ár en Áramótaskaupið fær almennt í kringum 75% áhorf samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Til samanburðar má nefna að aðalkeppni Euro­ vision er almennt með um 60% áhorf og mesta áhorf ársins á RÚV í frumsýningu var á handboltaleik Íslands og Rússlands á EM 13. janúar. Afsakið ekkert hlé Tíu auglýsingapláss eru á und­ an Áramótaskaupinu sem er 60 mínútur og sýnt án auglýsinga­ hlés. Töluvert fleiri fyrirtæki sækja um pláss í Skaupinu en komast að. Sekúndan kostar 17 þúsund krónur, sem er sama verð og í fyrra, en 10% álag bætist á fyrir staðsetningu. Einhver fyrirtæki eru þó með afslátt tengdan árlegum við­ skiptum. Ekki er óalgengt að auglýsingar séu 30­90 sekúnd­ ur að lengd og kosti þá á bilinu 510.000 til 1.530.000 krónur fyrir utan álag og afslátt. Ríkisútvarpinu er ekki heimilt að rjúfa dagskrár­ liði fyrir kynningar eða aug­ lýsingar nema í tilvikum þar sem efni fer yfir 70 mínútur en jafnvel þá er það ekki sjálf­ gefið. Hámark má birta átta mínútur af auglýsingum per klukkustund. Svo að þrátt fyr­ ir að freyðivínsþyrstir lands­ menn vildu gjarnan fylla á glös eða bregða sér á salerni meðan á Skaupinu stendur er ekki heimilt að brjóta það upp með auglýsingahléi. Sérframleiðsla „Við erum með auglýsingar Höfundar skaupsins í ár. MYND/AÐSEND OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. R frænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur haf yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mál - og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is þarna sem eru með áramóta­ kveðjur til viðskiptavina. Fólk er meðvitað um að alþjóð er að horfa og það eru ákveðnar auglýsingar sem passa þarna inn. Þú ert yfirleitt ekki að selja vöru í þessu hólfi. Þarna er verið að nota tækifærið til að óska viðskiptavinum gleði­ legs árs og byggja upp ímynd. Þetta er hátíðlegt auglýsinga­ hólf,“ segir Elín Helga Svein­ björnsdóttir, framkvæmda­ stjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Elín segir að það séu þrír viðskiptavinir hjá Hvíta hús­ inu sem séu með auglýsingar í þessu eftirsóknarverða plássi í ár og almennt sé þar mikill metnaður. „Blöð og sjónvarp hérlendis eru með miklu meiri lestur og áhorf en í löndunum í kringum okkur. Þetta sérís­ lenska dæmi að setjast öll nið­ ur og horfa saman á grínþátt á gamlárskvöld er sterk hefð sem felur í sér að þú nærð til nánast allrar þjóðarinnar,“ segir Elín Helga. n Hámark má birta átta mínútur af auglýsingu per klst. 4 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.