Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 4
17 ÞÚSUND KRÓNUR SEKÚNDAN Í SKAUPINU Áramótaskaupið er vinsælasti dagskrárliður Ríkissjónvarpsins að frátöldum stórleikjum í boltaíþróttum. Auglýsingapláss eru af skornum skammti og þau dýrustu og eftirsóttustu yfir allt árið. Stórfyrirtæki sérframleiða metnaðarfullar auglýsingar fyrir tilefnið. H öfundar Áramóta­skaupsins í ár eru annálaðar grínhetjur, þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guð­ mundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Leikstjóri er Reynir Lyngdal, líkt og á síðasta ári, en Skaupið var að mestu leyti samið í gegnum fjarfundarbúnað. Ekki er von á minni gleði en síðustu ár en Áramótaskaupið fær almennt í kringum 75% áhorf samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Til samanburðar má nefna að aðalkeppni Euro­ vision er almennt með um 60% áhorf og mesta áhorf ársins á RÚV í frumsýningu var á handboltaleik Íslands og Rússlands á EM 13. janúar. Afsakið ekkert hlé Tíu auglýsingapláss eru á und­ an Áramótaskaupinu sem er 60 mínútur og sýnt án auglýsinga­ hlés. Töluvert fleiri fyrirtæki sækja um pláss í Skaupinu en komast að. Sekúndan kostar 17 þúsund krónur, sem er sama verð og í fyrra, en 10% álag bætist á fyrir staðsetningu. Einhver fyrirtæki eru þó með afslátt tengdan árlegum við­ skiptum. Ekki er óalgengt að auglýsingar séu 30­90 sekúnd­ ur að lengd og kosti þá á bilinu 510.000 til 1.530.000 krónur fyrir utan álag og afslátt. Ríkisútvarpinu er ekki heimilt að rjúfa dagskrár­ liði fyrir kynningar eða aug­ lýsingar nema í tilvikum þar sem efni fer yfir 70 mínútur en jafnvel þá er það ekki sjálf­ gefið. Hámark má birta átta mínútur af auglýsingum per klukkustund. Svo að þrátt fyr­ ir að freyðivínsþyrstir lands­ menn vildu gjarnan fylla á glös eða bregða sér á salerni meðan á Skaupinu stendur er ekki heimilt að brjóta það upp með auglýsingahléi. Sérframleiðsla „Við erum með auglýsingar Höfundar skaupsins í ár. MYND/AÐSEND OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. R frænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur haf yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mál - og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is þarna sem eru með áramóta­ kveðjur til viðskiptavina. Fólk er meðvitað um að alþjóð er að horfa og það eru ákveðnar auglýsingar sem passa þarna inn. Þú ert yfirleitt ekki að selja vöru í þessu hólfi. Þarna er verið að nota tækifærið til að óska viðskiptavinum gleði­ legs árs og byggja upp ímynd. Þetta er hátíðlegt auglýsinga­ hólf,“ segir Elín Helga Svein­ björnsdóttir, framkvæmda­ stjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Elín segir að það séu þrír viðskiptavinir hjá Hvíta hús­ inu sem séu með auglýsingar í þessu eftirsóknarverða plássi í ár og almennt sé þar mikill metnaður. „Blöð og sjónvarp hérlendis eru með miklu meiri lestur og áhorf en í löndunum í kringum okkur. Þetta sérís­ lenska dæmi að setjast öll nið­ ur og horfa saman á grínþátt á gamlárskvöld er sterk hefð sem felur í sér að þú nærð til nánast allrar þjóðarinnar,“ segir Elín Helga. n Hámark má birta átta mínútur af auglýsingu per klst. 4 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.