Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 8
8 FRÉTTIR mínútur undir snjófarginu. Talsverð umræða spratt upp í kjölfar flóðsins um hlutverk og rekstur Ofanflóðasjóðs, sem komið var á í kjölfar mannskæðra snjóflóða 1995 þar sem 34 létu lífið. Ofan- flóðasjóður var upphaflega fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt var á allar brunatryggðar fasteignir á landinu. Tekjur sjóðsins námu 2,5 milljörðum árið 2019. Ljóst var að ekki hefur öllum þeim fjármunum sem safnast hafa verið ráðstafað í ofanflóðavarnir, sem olli titringi í samfélaginu. Sagði meðal annars Halldór Hall- dórsson, stjórnarmaður í Of- anflóðasjóði og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Við sem þjóð myndum aldr- ei fyrirgefa okkur ef það yrðu slys á stöðum sem enn eru óvarðir og við með ofanflóða- sjóð bólginn af peningum,“ og gagnrýndi seinagang í upp- byggingu varnargarða. Náttúran hlífði þó ekki öllum, en tveir ferðamenn, ungt par, urðu úti á Sólheima- sandi í nágrenni við flug- vélarbrak sem er vinsæll ferðamannastaður. Skjálfta- virkni var einnig mikil víða á landinu, einkum á Reykja- nesi. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn og var haldinn íbúafundur með Grindvíkingum um viðbrögð ef til eldgoss kæmi. Fréttablaðið sagði frá því í lok mánaðarins að Guðmund- ur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefði komist að samkomulagi um starfs- lok sín við bæjarstjórn. Síðar kom í ljós að uppsögnin hefði verið til komin vegna mikilla samstarfsörðugleika á milli bæjarfulltrúa og Guðmundar. Guðmundur hefur nú gefið kost á sér í framboð fyrir Við- reisn í Norðvesturkjördæmi. Það voru þó ekki einu starfs- lokin sem vöktu athygli í janúar en Birni H. Halldórs- syni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Uppsögnin kom í kjölfar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkur, sem sýndi fram á 1,4 milljarða framúrkeyrslu í framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðar- stöðvar í Álfsnesi og móttöku- stöðvar í Gufunesi. Á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi spurði Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra hvort Íslendingar kynnu ef til vill ekki að búa við jafn- vægi. Vísaði Bjarni þar til þess að verkalýðsleiðtogar höfðu kynnt kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum og væntanlegri yfirferð á stöðu lífskjarasamningsins. Orð Bjarna reyndust fyrirboði um það sem koma skyldi: átök, verkföll og loks lagasetningar. Hæst fór fyrir kröfum og baráttu Eflingar, en meðal krafna stéttarfélagsins var 380.000 króna desemberupp- bót og nær fjórföldun á or- lofsuppbót. Sólveig Anna Jónsdóttir gerði jafnframt þá kröfu að félagið myndi semja beint við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Bíll merktur Eflingu ók á milli vinnustaða og safnaði atkvæðum í verk- fallskosningu stéttarfélagsins. Það hófst svo í febrúar. Það sama var uppi á ten- ingnum hjá BSRB, sem boðaði atkvæðagreiðslu um verkfall í mánuðinum. Að utan bárust þau átakan- legu tíðindi að íslenskur maður væri grunaður um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar á vinsæla ferða- mannastaðnum Torrevieja á Spáni. Maðurinn, Guðmundur Freyr Magnússon, var hand- tekinn grunaður um morð að yfirlögðu ráði, sem og að hafa sömuleiðis reynt að bana móður sinni. Það voru þó heldur stærri tíðindi frá útlöndum sem áttu athygli þjóðarinnar í janúar. Skæð veira var farin að dreifa úr sér í heiminum á ógnvekj- andi hraða. Af því tilefni fund- uðu heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir um stöðuna og viðbrögð við veirunni, þeg- ar hún óhjákvæmilega næmi land á Íslandi. Í kjölfar fundar- ins var sagt að ekki kæmi til greina að loka landinu. Raunin átti þó eftir að vera önnur um mánuði síðar, þegar kórónu- veiran kom til Íslands. Febrúar Víðtæk verkföll Eflingar hófust í byrjun febrúarmán- aðar og höfðu þau strax víða áhrif. Leikskólum var víða lokað og voru aðgerðirnar sagðar hafa áhrif á leikskóla- dvöl 3.500 leikskólabarna, af þeim 5.100 sem eru skráð í leikskóla í Reykjavík. Tæp- lega tvö þúsund starfsmenn Reykjavíkurborgar lögðu niður störf í verkfallinu. Auk leikskóla hafði verkfallið áhrif á mötuneyti, ræstingu, sorp- hirðu og snjó- og hálkuvarnir í borginni. Fyrsta verkfallið stóð í hálfan dag. Annað verkfallið stóð svo í heilan dag og það þriðja lengur. Ótímabundið verkfall hófst svo um miðjan mánuð- inn. Ljóst er að verkfallið hafði mikil áhrif á skólakerfi borgarinnar í heild sinni. Samhliða yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar, kusu fjölmörg önnur stéttar- félög með því að hefja aðgerð- ir. Þar á meðal Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, Sjúkraliðafélagið og BSRB. Sigruðu heiminn Í blálok febrúarmánaðar sögðu fjölmiðlar frá því að sá möguleiki að loka landinu vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar væri í skoðun. „Vaxandi líkur á að veiran berist til landsins,“ sagði Morgunblað- ið. Þann sama dag greindist fyrsta tilfellið hér á landi. En á meðan til umræðu kom að loka landinu þá var það ungur maður sem vakti mikla athygli á landinu erlendis. Daði Freyr Pétursson og fé- lagar hans í Gagnamagninu unnu Söngvakeppnina með laginu Think About Things. Myndbandið við lagið fór líkt og eldur í sinu um netheima og átti lagið eftir að verða með vinsælli lögum á árinu. Fjölmargir, hvaðanæva úr heiminum birtu myndbönd af sér á YouTube þar sem þeir tóku sporin með Daða og Ís- lendingar réðu sér ekki fyrir stolti. Stefnan var sett á sigur á Eurovision í Rottedamn. Keppnin var þó blásin af vegna veirunnar skæðu áður en Ísland gat gripið sigurinn heim. En margir muna eftir árinu 2020 sem árinu sem Ís- land hefði átt að vinna Euro- vision. Í sárabætur ákvað RÚV síðar á árinu að fela Daða að vera fulltrúi þjóðar- innar í keppninni árið 2021. Fleiri Íslendingar vöktu at- hygli á litla landi elds og ísa. Hildur Guðnadóttir tónskáld átti sannkallaða sigurgöngu á erlendum verðlaunahátíðum og má segja að sú ganga hafi náð hámarki þegar Hildur varð, fyrst Íslendinga, þess heiðurs aðnjótandi að hreppa sjálf Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn, enda vel að því komin. Bæði tónlistin í kvik- myndinni Jókerinn sem og í þáttaröðinni Chernobyl hafði fengið einróma lof gagnrýn- enda, sem endurspeglaðist í Óskarsverðlaunum, BAFTA- verðlaunum, Golden Globe- verðlaunum, Emmy-verðlaun- um og Grammy-verðlaunum svo aðeins séu dæmi tekin. Innrás veirunnar Náttúran hélt áfram að stríða þjóðinni og nú bættust rauðar viðvaranir við þær appelsínu- gulu og gulu. Íslendingar tóku þeim viðvörunum ekki með stóískri ró heldur fjölmenntu í matvöruverslanir og birgðu sig upp líkt og kjarnorkustríð væri í vændum. Kórónuveiran hélt áfram að dreifast um heiminn og nálgaðist landið óðfluga. Fréttir bárust af Íslending- um í sóttkví erlendis vegna smits og ljóst að veiran væri á leiðinni upp á Leifsstöð með einum eða öðrum hætti. Al- mannavarnir ákváðu að blása til blaðamannafundar með sóttvarnalækni og landlækni. Varð það fyrsti blaðamanna- fundurinn af fjölmörgum slíkum sem settu svip sinn á samfélagið þetta árið, sem og komu hinu víðfræga þríeyki á kortið. Aðeins tveimur dögum eftir fundinn var greint frá því að Íslendingur sem nýlega hafði komið úr skíðaferð á Ítalíu hefði greinst með kórónuveir- una og aðeins nokkrum vikum síðar var allt samfélagið kom- ið á hliðina. Mars Fljótlega eftir fyrstu smitin fóru línurnar að skýrast hvað framhaldið varðar. Hugtök eins og sóttkví, sýnataka, og einangrun urðu hluti af dag- legu tali Íslendinga. Á mið- nætti 15. mars tóku fyrstu samkomutakmarkanir gildi, en slíkar takmarkanir höfðu legið í loftinu um nokkurra daga skeið. Kynnt var til sög- unnar tveggja metra reglan og ekki máttu fleiri en hundrað koma saman. Daði Freyr og Gagnamagnið slógu í gegn en fengu þó ekki að keppa í Eurovision. MYND/MUMMI LÚ 30. DESEMBER 2020 DV Skæð veira var farin að dreifa úr sér í heiminum á ógnvekjandi hraða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.