Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 10
10 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV Hömstruðu klósettpappír Íslendingar höfðu enn ekki fundið stóísku róna og aftur var fjölmennt í matvöruversl- anir og safnað fyrir heims- endi. Sérstaklega vinsæll varð klósettpappírinn sem víða seldist upp. Bandaríkjamenn brugðu á það ráð að setja kvóta á klósettpappírskaup. Upplýsingafundir almanna- varnadeildar ríkislögreglu- stjóra urðu daglegur við- burður. Á sama tíma tók nýr ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, við á gífurlegum álagstíma. Þegar veiran hóf innrás sína í samfélagið skóku verkföll enn daglegt líf höfuðborgar- búa. Í byrjun marsmánaðar biðluðu ríkislögreglustjóri, landlæknir og sóttvarna- læknir til deiluaðila að komast að lausn svo að leysa mætti kjaradeilurnar, enda óttuðust þeir að deilurnar gætu komið niður á sóttvarnaaðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Strax um miðjan mánuðinn var alvarleiki faraldursins orðinn stjórnvöldum ljós. Neyðarstig var sett á 7. mars. Samdráttar í ferðaþjónustu varð vart og Seðlabankinn undirbjó víðtækar aðgerðir til þess að tryggja afkomu ríkissjóðs. Markaðir hrundu, og stjórnvöld tilkynntu gríðar- lega „viðspyrnupakka“, sem að mestu fólu í sér stóraukin útgjöld ríkissjóðs. Ferðabann til Bandaríkjanna setti svo punktinn yfir i-ið í mánuð- inum. Á meðan ríkisstjórnin fundaði um málið hrundi gengi Icelandair í kauphöll- inni og pósthólf ferðaþjón- ustufyrirtækja fylltust af af- bókunum. Ljóst var að áhrif veirunnar á samfélagið yrðu gríðarleg, einkum á ferðaþjónustuna og strax í mars hófu fréttir að berast af umfangsmiklum hópuppsögnum. Gjörbreytt starfsemi Samhliða samkomubanninu 15. mars gjörbreyttist starf- semi Alþingis. COVID-frum- vörp svokölluð voru það eina sem komst að í þinginu og voru það frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem sam- þykkt voru fyrst þeirra. Snéru þau að hækkun atvinnuleysis- bóta og greiðslum til þeirra sem sendir voru í sóttkví. Hlutabótaleiðin, frestur á skattgreiðslum fyrirtækja, ferðaávísunin og fleira kom úr smiðju hins opinbera. Á meðan stóð utanríkisráðu- neytið að skipulagðri kort- lagningu Íslendinga erlendis, og aðstoðaði þá sem þurftu við að komast leiðar sinnar heim. Utanríkisráðuneytið hvatti Ís- lendinga erlendis eindregið til þess að koma heim sem allra fyrst, enda voru í lok mars flugleiðir orðnar ótryggar og hætta á að á þær myndi lokast að fullu. Karlmaður í Sandgerði er grunaður um að hafa banað konu sinni í lok marsmán- aðar. Banamein konunnar var kyrking. Í fyrstu var talið að ekkert saknæmt hefði átt sér stað. Eftir niðurstöðu réttar- meinafræðings vaknaði þó grunur um að konunni hefði verið banað af ásettu ráði. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í nóvember en dómur er ekki enn fallinn. Vandræði Icelandair, sem áttu eftir að setja svip sinn á íslenskt viðskiptalíf fram á haustið, komust í hámæli í mánuðinum. Verðmæti hluta- bréfa í félaginu var þá hrunið og flugleiðir lokaðar. Ríkið brást við með því að niður- greiða flug til Bandaríkjanna og Evrópu til þess að halda flugleiðum opnum til og frá landinu. 71 árs gömul kona lést á Landspítalanum í lok mars og var hún sú fyrsta til að láta lífið vegna COVID-19, sjúk- dómsins sem kórónuveiran veldur, á Íslandi. Apríl Karlmaður um þrítugt var handtekinn í byrjun mánaðar grunaður um manndráp í Hafnarfirði. Kona um sextugt fannst látin á heimili sínu, en hún var móðir þess grunaða. Þar með var lögregla komin með til rannsóknar tvö andlát sem talin eru tengjast heimil- isofbeldi. Fréttir fóru að berast af því að heimsfaraldurinn væri kjöraðstæður fyrir heimil- isofbeldi sökum einangrunar- innar sem honum fylgir. 55 prósenta aukning var á til- kynntu ofbeldi í apríl saman- borið við febrúar, þegar engar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu skráði hjá sér 82 tilvik heimilisofbeldis í apríl. Víðtækar aðgerðir Áfram einkenndist orðræða og aðgerðir stjórnmálanna í apríl að viðbrögðum við far- aldrinum. Stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, hvöttu til samstöðu. Þannig sagði til dæmis Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, að Íslendingar yrðu að takast á við faraldur- inn af æðruleysi og virðingu fyrir öðrum. „Þannig hafi Ís- lendingar tekist á við áföll í gegnum aldirnar með hugar- farinu að öll él birti upp um síðir.“ Vigdís fagnaði 90 ára afmæli sínu í mánuðinum. Stjórnvöld kynntu þá víð- tækar aðgerðir til þess að sporna við áhrifum farald- ursins í svokölluðum aðgerða- pakka II. Þar var að finna áætlanir stjórnvalda um stuðning við fjölmiðla, stuðn- ingslán til minni fyrirtækja, lokunarstyrki, auk innspýt- ingar í fjölmörg verkefni sem þegar voru á könnu ríkisins. Kallað var eftir bakvörðum úr ýmsum stéttum samfélags- ins til að ganga í nauðsynleg störf vegna kórónuveirunnar en oft gátu heilu vinnustaðirn- ir lamast er stór hluti starfs- fólks þurfti að fara í sóttkví eða einangrun. Slíkt átti sér stað á Vesturlandi þegar smit kom upp á hjúkrunarheimili í Bolungarvík. Þar bauð kona að nafni Anna Aurora fram krafta sína sem sjúkraliði, en sú átti eftir að verða and- lag lögreglurannsóknar eftir að grunur vaknaði um að hún hefði villt á sér heimildir og komið sér á fölskum forsend- um inn í bakvarðasveitina. Málið vakti mikla athygli og var skrautlegur ferill konunn- ar rifjaður upp opinberlega, en hún hafði áður verið sökuð um að villa á sér heimildir og komið fram sem sérfræð- ingur í ýmsum fögum án þess að hafa tilskilda menntun. Rannsókn á málinu hefur nú verið hætt og var ekki gefin út ákæra. Konan mun ætla að leita réttar síns varðandi ásakanirnar sem og umfjöllun fjölmiðla um málið. Hópuppsagnir og kjaradeilur Páskarnir urðu tilefni til áhyggna hjá þríeyki almanna- varna, en þeirri hátíð fylgja gjarnan mikil ferðalög innan- lands sem og úr landi. Farið var af stað með átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa öllum ferðalögum og ferðast frekar „innanhúss“, en átakið má segja í hróplegri mótsögn við átak sem nokkr- um mánuðum síðar var ráðist í, þar sem landsmenn voru hvattir til að ferðast innan- lands til að styðja við ferða- þjónustuna. Í blálok mánaðarins sam- þykkti ríkið að framlengja hlutabótaleiðina svokölluðu, og að niðurgreiða launakostn- að vegna uppsagnarfrests hjá tekjulitlum fyrirtækjum. Hún hafði þó sætt gagnrýni þegar á daginn kom að fyrirtæki sem ekki gátu talist í vanda stödd vegna faraldursins, voru að nýta sér hana. Daginn eftir sagði Iceland- air upp rúmlega tvö þúsund manns í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. Hátt í fjögur þúsund manns misstu vinnuna fyrir mánaðamótin apríl/maí. Hjúkrunarfræðingar stóðu í ströngu og hafði ekki tekist að semja um kjör þeirra og samningar voru búnir að vera lausir um langt skeið. Kjara- samningur var undirritaður Vigdís Finnbogadóttir var heiðruð með söng á 90 ára afmælinu. MYND/ERNIR Páskarnir urðu tilefni til áhyggna hjá þríeyki almanna- varna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.