Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 14
14 FRÉTTIR
Miklar deilur innan emb
ættis lögreglustjórans á Suð
urnesjum náðu suðupunkti
í ágúst. Þáverandi lögreglu
stjóri, Ólafur Helgi Kjartans
son, steig til hliðar og tók við
starfi hjá dómsmálaráðuneyt
inu. Orðrómur gekk þess efnis
að starfslokin hefðu ekki verið
með hans vilja og ættu rætur
að rekja til óeiningar innan
embættisins þar sem starfs
menn skiptust í tvær fylking
ar og andrúmsloftið á vinnu
staðnum væri eitrað. Til stóð
að Ólafur tæki við nýrri stöðu
um mánaðamótin ágúst/sept
ember, en var svo óvænt gert
að leggja niður störf hjá lög
reglunni þann 21. ágúst. Ný
lega bárust fréttir þess efnis
að Ólafur Helgi sé með stöðu
sakbornings í máli er varðar
meintan gagnaleka frá emb
ættinu, sem er talinn tengjast
áðurnefndum deilum.
Lík fannst í Breiðholti í
rjóðri fyrir neðan Erluhóla
og reyndist hafa verið þar um
nokkurt skeið. Sá látni var 83
ára að aldri. Ekki hafði verið
lýst eftir honum þegar hann
hvarf, en vakti það nokkra
athygli og óhug. Á daginn
kom að maðurinn hafði verið
ómannblendinn einfari og í
litlum samskiptum við fjöl
skyldu sína.
Varnarleikur Samherja
Útgerðarfyrirtækið Sam
herji varð svo aftur áberandi
í umræðunni, að þessu sinni
að eigin frumkvæði. Fyrir
tækið hóf að birta myndbönd
sem var ætlað að hreinsa nafn
fyrirtækisins eftir svonefnt
Seðlabankamál sem og vegna
Samherjamálsins í Nami
bíu. Í myndböndunum voru
alvarlegar ásakanir viðraðar
á hendur RÚV sem og frétta
manninum Helga Seljan. Ekki
virtust myndböndin þó ná ætl
uðum tilgangi og var útgerðar
fyrirtækið harðlega gagnrýnt
fyrir uppátækið. Fyrrverandi
rannsóknarlögreglumaður
inn Jón Óttar Ólafsson kom
að gerð myndbandanna og
áreitti Helga Seljan mánuðum
saman fyrir birtingu þeirra.
Jón Óttar sat fyrir Helga og
sendi honum ítrekað skilaboð
þar sem hann boðaði birtingu
myndbandanna og þeirra upp
ljóstrana sem þeim myndi
fylgja. Í einum skilaboðunum
stóð: „Morgundagurinn verð
ur erfiður, trúðu mér“. Jón
Óttar baðst í kjölfarið opinber
lega afsökunar. Samherji gafst
þó ekki upp á myndbandagerð
inni og baráttunni við RÚV.
Knattspyrnukonan Sara
Björk Gunnarsdóttir varð í lok
mánaðar fyrsti Íslendingurinn
til að skora í úrslitaleik Meist
aradeildar Evrópu og önnur
til að vinna Meistaradeildina
þegar lið hennar, Lyon sigraði
Wolfsburg.
September
Hundruðum var sagt upp um
mánaðamótin ágúst/septem
ber í ferðaþjónustunni, þegar
ljóst varð að hún þyrfti að
leggjast aftur í híði. Á sama
tíma sagði frá því í fréttum að
landsframleiðsla hefði dregist
saman um 9,3%.
Þingi var slitið í byrjun
september og var lánalína
og ríkis ábyrgð á lánum Ice
landair með þó nokkuð mörg
um skilyrðum síðasta verk
þingsins.
Mistök við krabbameinsleit
Í byrjun september var mikið
rætt um Krabbameinsfélag
Íslands eftir að greint var
frá því að mistök við skoðun
leghálssýnis hefðu orðið til
þess að kona um fimmtugt
greindist með ólæknandi
krabbamein. Hún hafði árið
2018 farið í sýnatöku og
fengið þær niðurstöður að
engar frumubreytingar væru
til staðar. Þegar sýnið var
skoðað aftur á þessu ári kom
á daginn að miklar frumu
breytingar voru hjá konunni
á þeim tíma. Mistökin voru
rakin til eins starfsmanns
sem hafði látið af störfum.
Gaf Krabbameins félagið til
kynna að viðkomandi starfs
maður hefði glímt við and
leg veikindi, en sú fullyrðing
vakti furðu og reiði enda
um viðkvæmar persónuupp
lýsingar að ræða. Ráðist var
í umfangsmikla endurskoðun
sýna og voru minnst þrjátíu
konur kallaðar aftur í skoðun
vegna málsins. Eftir að frétt
ir um mistökin hófu að birtast
stigu fleiri fram sem töldu sig
hafa orðið fyrir skaða vegna
mistakanna. Meðal þeirra
voru aðstandendur 35 ára
konu sem lést í ágúst. Mál
minnst sjö kvenna eru nú á
borði lögmannsins Sævars
Þórs Jónssonar sem undir
býr málarekstur á hendur
Krabbameinsfélaginu.
Þegar vísa átti hinni
egypsku Khedrfjölskyldu,
sem sótt hafði um hæli, af
landi brott, gripu lögreglu
menn í tómt. Fjölskyldan
var ekki þar sem hún átti að
vera. Fjölskyldan var þess í
stað farin í felur þar sem hún
dvaldi í 10 daga þar til kæru
nefnd í útlendingamálum
snéri við sínum fyrri úrskurði
og veitti fjölskyldunni land
vistarleyfi. Fjölskyldan, hjón
með fjögur börn, hafði dvalið
hér á landi í tvö ár og hafði
fjölskyldan aðlagast íslensku
samfélagi vel. Fyrirhugaður
brottflutningur var harðlega
gagnrýndur í samfélaginu
þar sem ómannúðlegt þótti
að vísa fjölskyldu burt eftir
tveggja ára dvöl. Dómsmála
ráðherra hafði neitað því að
beita sér sérstaklega í máli
fjölskyldunnar og sagði það
ekki koma til greina að fara
að breyta reglum til að bjarga
einstaka fjölskyldum sem
færu í fjölmiðla.
Hlutafjárútboð Icelandair
Hlutafjárútboð Icelandair
hófst þann 16. september og
stóð yfir í tvo daga. Útboðið
reyndist gríðarlega vel lukkað
fyrir Icelandair og var þátt
taka langtum framar vonum.
Tekist var á um þátttökuna
í stjórnum lífeyrissjóða, og
kannski einna helst stjórn Líf
eyrissjóðs verslunarmanna.
Formaður VR hafði hvatt líf
eyrissjóðinn, og fleiri reyndar,
til þess að sniðganga þátttöku
í útboðinu vegna framgöngu
Icelandairmanna í deilunni
við Flugfreyjufélagið.
Um miðjan september
mánuð fór svo hin svokallaða
þriðja bylgja faraldursins
af stað. Bylgjan átti eftir að
leiða til talsverðra nýjunga,
meðal annars grímuskyldu á
almannafæri og tveggja metra
reglan tekin upp að nýju.
Kosið var um framtíð Lífs
kjarasamningsins í lok mán
aðarins. Aðkomu ríkisins var
talin þörf til þess að komast
hjá uppsögn samningsins.
Aðgerðapakkar ríkins sem
snéru meða annars að fram
lengingu Allir vinnaátaksins
og tímabundinnar lækkunar
tryggingagjalds, voru taldir
hafa orðið til þess að lífskjara
samningurinn hlyti endurnýj
un lífdaga.
Frelsarinn sjálfur varð
deiluefni á Íslandi eftir að
Sunnudagaskólinn birti kynn
ingarefni þar sem Jesú var
teiknaður með brjóst og skegg.
Myndin sem fékk viðurnefnið
„trans Jesús“ olli titringi inn
an Þjóðkirkjunnar þar sem
fólk skiptist í fylkingar.
Áfram fjölgaði atvinnu
lausum á landinu. Þessi mán
aðamót misstu um 300 manns
vinnuna í hópuppsögnum.
Einn landaði þó drauma
vinnunni og það var Rúnar
Alex Rúnarsson knattspyrnu
maður sem gekk til liðs við
enska félagið Arsenal. Arse
nal mun hafa greitt um 260
milljónir íslenskra króna
fyrir Rúnar Alex sem er 25
ára gamall. Áður var hann hjá
liðinu Dijon í Frakklandi.
Október
Fjölmargir Íslendingar komu
við sögu í risastórum, kín
verskum gagnaleka í október.
Virtist vera um að ræða lista
yfir áhrifafólk sem kínversk
stjórnvöld væru að fylgjast
með. Mátti þar finna nöfn ís
lenskra stjórnmálamanna,
dómara, lögmanna, fjölmiðla
manna, maka þeirra og barna
og annarra skyldmenna.
Stórt skref var stigið í
samgöngumálum á höfuð
borgarsvæðinu þegar Betri
samgöngur ohf. var form
lega stofnað í byrjun október.
Aðilar að félaginu eru ríki
og sveitarfélög höfuðborgar
svæðisins og markmið fé
lagsins að koma að bygg
ingu samgöngumannvirkja á
svæðinu, m.a. uppbyggingu
Borgarlínunnar svokölluðu.
Árni Mathie sen var skipaður
stjórnarformaður félagsins.
Mótorhjólamenn mótmæltu í kjölfar skelfilegs banaslyss. MYND/ERNIR
30. DESEMBER 2020 DV
Tildrög slyssins voru rakin
til hálku vegna galla í
nýlögðu malbiki.