Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 19
ALFREÐ ÞORSTEINSSON Alfreð Þorsteinsson, sem lengi var borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins og stjórnarformaður Orkuveitunnar, lést 28. maí, 76 ára að aldri. Alfreð var lengi formaður íþróttafélagsins Fram og starfaði mjög ötullega fyrir félagið. Dóttir Alfreðs er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. GÍSLI GUNNARSSON Gísli Gunnarsson, doktor í sagn- fræði og prófessor við Háskóla Íslands, lést í byrjun apríl, 82 ára að aldri. Auk fræðistarfa lét Gísli mikið að sér kveða í pólitísku starfi og var virkur í Alþýðubanda- laginu og Samfylkingunni. Gísli var fjölfróður og skemmtilegur samræðufélagi og síðustu árin var hann ötull á samfélagsmiðlum. JÓHANN TRAUSTASON Jóhann Traustason, oftast kallaður Jói, lést þriðjudagsmorguninn 31. mars en hann var fæddur árið 1958. Jóhann var frá Ísafirði en hann var þekkt- astur fyrir baráttu sína við Bakkus þar sem hann hafði betur og átti edrúlíf á síðustu æviárum. Jói starfaði mikið fyrir Samhjálp og sinnti meðal annars húsvarðarstörfum og þrifum. ALMA GEIRDAL Alma Geirdal, ljósmyndari og uppistandari, lést þann 19. september eftir langa baráttu við krabbamein. Alma greindist með brjóstakrabbamein 38 ára gömul, öðlaðist bata um tíma, en meinið tók sig síðan upp að nýju. RÓSA INGÓLFSDÓTTIR Rósa Ingólfsdóttir lést þann 14. janúar, 72 ára að aldri. Rósa fang- aði hug og hjörtu þjóðarinnar sem dagskrárþula Ríkissjónvarpsins á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en hún sinnti fjölmörgum öðrum störfum sem vöktu athygli. Hún var afburðaleikkona, merkur lagasmiður, myndlistarkona og auglýsingateiknari. DV ræddi við dóttur Rósu, Klöru Egilson, er greint var frá andláti Rósu. Þær voru mjög nánar en á dánarbeði Rósu áttu þær mægður eftirfarandi samtal: „Ég sagði við mömmu: Veistu það mamma, að sterkasta aflið í heiminum er ástin. Hún svaraði: Það er alveg rétt hjá þér. Ástin er öflugust alls, við sem erum elskuð, við deyjum aldrei í raun.“ JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Jónína Benediktsdóttir, líkams- ræktarfrömuður og athafnakona lést þann 16. desember. Hún var fædd þann 26. mars árið 1957. Varð hún bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði. Jónína nam íþróttafræði í Kan- ada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu líkams- ræktarstöðina á Íslandi. Jónína var áhugasöm um að kynna landsmönnum mikilvægi líkams- ræktar og stóð meðal annars fyrir morgunleikfimi á Rás 1. Síðustu ár hefur hún staðið fyrir lífsbætandi heilsumeðferðum í Póllandi og nú síðast á Hótel Örk í Hveragerði. Jónína var þekkt fyrir brautryðj- endastarf á sviði heilsuræktar og flutti fyrirlestra um heilsutengd málefni víða um heim. PÉTUR EINARSSON Pétur Einarsson, fyrrverandi flug- málastjóri, lést 20. maí, 72 ára að aldri. Banamein hans var ólækn- andi krabbamein, hvítblæði. Pétur var flugmálastjóri frá árunum 1983 til 1992. Hann var með réttindi sem héraðsdómslögmaður, at- vinnuflugmaður og húsasmíða- meistari, og minni skipstjórnar- réttindi. Pétur var lífskúnstner og djúphugull maður. Eftir hann liggja nokkrar bækur. Pétur hélt úti síðunni Dagbók krabbameins- sjúklings á Facebook, þar sem hann birti hugleiðingar sínar og deildi lífsreynslu sinni. KJARTAN LÁRUS PÁLSSON Kjartan Lárus Pálsson, farar- stjóri, blaðamaður og kylfingur, lést þann 3. apríl, áttræður að aldri. Kjartan var atkvæðamikill kylfingur og var um tíma liðsstjóri karlalandsliðsins í golfi. ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON Þormar Vignir Gunnarsson, ljósmyndari og trésmiður, varð bráðkvaddur að heimili sínu 12. nóvember síðastliðinn. Þormar var fæddur þann 30. september árið 1973 og kvaddi því í blóma lífsins. Þormar var vinnusamur maður, hafði trésmíði að lifibrauði en starfaði líka ötullega að ljós- myndun, sem var ástríða hans. Hann vann til dæmis mikið fyrir DV og Morgunblaðið. SVEINN AÐALSTEINSSON Sveinn Aðalsteinsson lést 9. nóvember 74 ára að aldri. Sveinn varð snemma gallharður sósíalisti sem fyldist vel með heimsmálunum og varð virkur í Alþýðubandalaginu. Árið 1979 var Sveinn aðstoðarmaður Svavars Gests- sonar fjármálaráðherra og vann í fjármálaráðuneytinu til 1980. Árið 1987 var Sveinn ráðinn sem forstöðumaður innlendra og erlendra viðskipta hjá Alþýðubankanum og lyfti þar grettistaki á undraskömmum tíma. Sveinn tók einkaflugmannspróf, starfaði um tíma í fiskútflutningi, keyrði strætó, stofnaði skartripaverslun og ól upp 4 börn með eiginkonu sinni Sigrúnu Hermannsdóttur. Sveinn var gallharður náttúruverndarsinni og barðist gegn virkjunum allt sitt líf. JÓHANNA ERLINGSDÓTTIR Jóhanna Erlingsdóttir lést 14. maí eftir 11 ára baráttu við krabbamein. Jóhanna var úr Reykhólasveit en bjó seinni árin í Kópavogi. Aðalstarf Jóhönnu var rekstur Dillonshúss í Árbæjarsafni en þar fékk sköpunar- gleði hennar að njóta sín í matar- gerðinni. Auk þess málaði Jóhanna myndir og spilaði á harmonikku. Jóhanna hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum og stjórnmálum og rétt- lætiskenndin var leiðarljós hennar. GISSUR SIGURÐSSON Gissur Sigurðsson, fréttamaður til áratuga, lést þann 5. apríl en hann var fæddur árið 1947. Gissur starfaði á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í aldarfjórðung og þar áður á Ríkisútvarpinu. Hann þótti einstaklega fróður og líflegur fréttamaður. SVERRIR ÞÓR EINARSSON Sverrir Þór Einarsson, sem þekktur var undir nafninu Sverrir tattoo, lést seint í júlí, 58 ára að aldri. Sverrir var afar þekktur húðflúrari og litríkur per- sónuleiki. Hann rak húðflúrstofuna Skinnlist Tattoo ásamt eiginkonu sinni. MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND MYND/SIGURJÓN RAGNAR MYND/AÐSEND Alma lætur eftir sig þrjú börn og tvö stjúpbörn. MYND/ANTON BRINK MYND/AÐEND Gissur hafði einstaka rödd. MYND/VILHELM GUNNARSSON FRÉTTIR 19DV 30. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.