Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Síða 28
28 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV Ummæli ársins 2020 Á gervihnattaöld eru flestir að fylgjast með, alltaf. Það getur því verið óheppilegt að láta van- hugsuð ummæli falla, en slíkt gerist eins og gengur, enda er enginn fullkominn. Hér eru nokkur eftirminnileg ummæli sem féllu á árinu, en mörg þeirra hittu engan veginn í mark. Þessi ummæli lét dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, falla á Twitter og vísaði þar til þess að á tímum samkomubanns vegna COVID-19 væri þörf á löglegri netverslun með áfengi. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og töldu margir það ósmekklegt af ráðherr- anum að nota heimsfaraldurinn til að koma gæluverk- efni sínu á framfæri. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er hlynntur því að stofna hálend- isþjóðgarð á Íslandi og af því tilefni steig hann í pontu á Alþingi í desember til að mæla fyrir slíkum þjóðgarði. Sagði hann breiða samstöðu fyrir málinu á þingi sem og meðal þjóðarinnar og velti hann upp þeirri spurningu hvort þessi minnihluti ætti að hafa neitunarvald gagnvart þjóðinni í málinu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð- herra, lét þessi óheppilegu ummæli falla um þá sem þiggja atvinnuleysisbætur frá ríkinu í Silfrinu á RÚV í maí. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og þóttu þau sýna að félagsmálaráðherra hefði lítinn skilning á að- stæðum bæði atvinnulausra sem og námsmanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði ekki kröfu um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segði af sér eftir að hann tók þátt í veislu í Ásmundarsal á Þor- láksmessu þar sem lögreglan var kölluð til vegna brota á sóttvarnareglum. Hún sagði þetta afsakanlegt af hans hálfu. Ráðamenn fjölda annarra landa hafa sagt af sér vegna slíkra brota. Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, lét þessi óheppilegu ummæli falla eftir að það vakti at- hygli hversu fá voru að greinast me kórónuveiruna fyrir norðan. Fullyrðing Ásthildar vakti bæði undrun og reiði netverja sem töldu orðin bera vott um hroka og yfirlæti. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, vakti heldur betur athygli á árinu fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra, en hann varð fljótt þekktur fyrir að kynna sig með ofangreindum orðum áður en hann bar fram spurningar á fundum. Þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústs- son, var sakaður um kvenfyrirlitningu eftir að hann lét þau ummæli falla í Sprengisandi á Bylgjunni að sitjandi ríkisstjórn væri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra. Að venju eru ríkisstjórnir kenndar við forsætisráðherra sem nú er Katrín Jakobsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði það ekki koma til greina að gera reglugerðar- breytingar til að hjálpa sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi, sem dvalið hafði á Íslandi í meira en tvö ár, en til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi. Leikmaður Skallagríms, Atli Steinar Ingason, lét ofangreind orð falla um leikmann Berserkja, Gunnar Jökul Johns, þegar liðin tvö mættust í 4. deild karla í júlí. Ummælin fólu í sér kynþáttafor- dóma og ákvað aga- og úrskurðar- nefnd KSÍ í kjölfarið að dæma Atla í fimm leikja bann. Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra, lét falla ummæli á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. Fullyrðing ráðherra vakti hörð viðbrögð, einkum frá landbúnaði landsins. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona í leikhópnum Lottu, náði að reita heilt bæjarfélag til reiði í sumar með ummælunum sem hún lét falla í gríni og bjóst eng- an veginn við þeim hörðu viðbrögðum sem brandarinn vakti. Bæði leikhópurinn Lotta sem og Þórdís sjálf gáfu út afsökunarbeiðni í kjölfarið, en allt kom fyrir ekki og gekk það svo langt að henni fóru að berast líflátshót- anir og hótanir um kynferðisofbeldi. „Ef einhvern tímann væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir „Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ Steingrímur J. Sigfússon „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Ásmundur Einar Daðason „Já, ég held að þetta sé afsakanlegt.“ Katrín Jakobsdóttir „Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum.“ Ásthildur Sturludóttir „Björn Ingi á Viljanum.” Björn Ingi Hrafnsson „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ Ágúst Ólafur Ágústsson „Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir „Drullastu heim til Namibíu.” Atli Steinar Ingason „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu.“ Kristján Þór Júlíusson „Jæja þá erum við búin að koma á helv... Kópasker.“ Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Áslaug Arna vildi bæta aðgengi að áfengi. Þórdís fékk grófar hótanir vegna ummæla. Steingrímur talaði um grenjandi minnihluta. MYNDIR/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.