Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 37
FÓKUS 37 ERJUR VEGNA SNYRTIMEÐFERÐAR – HÓTA KÆRUM Á VÍXL Helena Íris Kristjánsdóttir sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við snyrtistofuna The House of Beauty í Reykjavík. Hún vildi vara fólk við fyrirtækinu og sagði að sér hefði verið hótað lögsókn af lögmanni snyrti- stofunnar. Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir, eigandi stofunnar, sagði Helenu Írisi hafa verið „mjög erfiða“ í samskiptum. Á vef snyrtistofunnar er henni lýst sem líkamsmótunarstofu sem býður upp á „bylt- ingarkenndar meðferðir við mótun líkamans og samsetningu á þeim sem eru einnar sinnar tegundar á landinu“. Helena Íris samþykkti að vera módel fyrir stofuna í skiptum fyrir 50 prósent afslátt. Hún er fimm barna móðir og var spennt fyrir meðferðinni en þegar með- ferðinni lauk sagðist Helena ekki sjá neinn mun á sér, fyrir utan að hún væri blá og marin eftir meðferðirnar. Hún vildi fá nýjar með- ferðir, sér að kostnaðarlausu, en fékk ekki sökum meints dónaskapar hennar í garð starfsfólks. Helena sagði fyrrverandi starfsfólk hafa haft samband við sig og farið ófögrum orðum um eiganda stofunnar, Sigrúnu Gyðju. Sigrún Gyðja svaraði fyrir sig og sagði Helenu ljúga og sakaði hana á ný um dónaskap gagnvart starfsfólki. Helena sagði að ef hún fengi endurgreitt myndi hún gefa allan peninginn til góðgerð- armála, ekki er vitað hver endalok málsins urðu en óvíst er að Sigrún Lilja hafi endur- greitt henni. MÆTTU Í SVIÐSLJÓSIÐ MEÐ HVELLI Það er óhætt að segja að vinkonurnar og frænkurnar Nadía Sif Líndal og Lára Clau- sen hafi komið fram í sviðsljósið með hvelli þegar þær heimsóttu tvo landsliðsmenn Englands á Hótel Sögu. Fótboltamennirnir, Mason Grenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnareglur og þurftu að greiða sekt. Nadía Sif og Lára urðu umtöluðustu mann- eskjur landsins á einni nóttu. Þær komust í heimsfréttirnar og voru á forsíðum allra helstu fjölmiðla í Bretlandi. Frænkurnar hafa báðar stigið fram í við- tölum og lýst atburðum kvöldsins. Síðan þá hafa þær verið reglulega í fjölmiðlum og hefur fylgjendum þeirra fjölgað margfalt á samfélagsmiðlum. Það vakti til að mynda athygli þegar Nadía Sif fór í gelísprautun og birti „fyrir og eftir“ myndir á snyrtistofu sem er vinsæl hjá frægum Íslendingum. Fókus ræddi nýverið við Láru Clausen, sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjóti. Hún sagði einnig að þó svo að þær hefðu farið í nokk- ur viðtöl hefðu þær ekki sagt söguna alla og munu öll smáatriðin aldrei koma í ljós. HELGI SELJAN OG LÍNA BIRGITTA FÓRU Í HART Athafnakonan Lína Birgitta var himinlifandi yfir að vinsæla tískutímaritið Vogue hefði fjallað um vörumerki hennar, Define The Line Sport, í júní. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum og sagðist vera hálfpartinn orðlaus og að springa úr þakklæti. Fjölmiðlamanninum Helga Seljan fannst eitthvað athugunarvert við umfjöllunina og sagði að líklegast væri um kostaða auglýsingu að ræða. Helgi birti skjáskot úr tímaritinu máli sínu til stuðnings. Morgunblaðið fjallaði um umfjöllun Vogue undir fyrirsögninni: Lína Birgit ta í einu frægasta tískutímariti heims. Helgi Seljan sagði að rétt fyrirsögn væri: „Lína Birgitta keypti smáauglýsingu í útlensku blaði.“ Í samtali við DV sagði Lína Birgit ta að Vogue hefði haft samband við sig og óskað eftir að fjalla um merkið. „Persónulega hefði mér aldrei dottið í hug að auglýsa í erlendu blaði og hvað þá Vogue af öllum blöðum, þar sem fókusinn minn er aðallega á Íslendinga eins og stað- an er núna, ég vil nota pening í markaðsmál hér heima,“ sagði hún á sínum tíma. MYND/VALLI MYND/EYÞÓR MYND/AÐSEND MYNDIR/AÐSENDAR MYND/HOUSEOFBEAUTY.IS M YN D IR /A Ð S E N D A R DV 30. DESEMBER 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.