Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 47
mann. Ég sé þó að með ástinni færist yfir hann meiri ró og hann leyfir sér í auknum mæli að slaka á og njóta. Saga Garðarsdóttir hefur klifið fjöllin nokkur og sú reynsla hefur mótað hana og gert hana að því sem hún er í dag. Hún fær stórt hlutverk í kvikmyndaseríu sem fram- leidd er vestan hafs. Hún er mikil og sterk fyrirmynd og það verður aldrei tekið frá henni. Heimurinn tekur opn- um örmum á móti Sögu og hún er tilbúin – loksins. Frjósemi einkennir þetta ár hjá henni á fleiri vegu en einn. Yrsa Sigurðardóttir vinnur hérna á við fjóra. Hún er kraft- mikil kona. Í lok árs ákveður hún hins vegar að hægja á sér og vinna ekki of mikið. Leika meira og sinna fjölskyldunni. Hún er sátt við ákvörðunina. Þáttasería byggð á sögu eftir Yrsu verður framleidd fyrir Netflix og hún hlýtur mikið lof fyrir. Fótboltakempur Eiður Smári er drengur góður með mikið innsæi og hjarta- hlýju sem íslenska þjóðin vill sjá ganga vel. Hann tekst á við nýtt hlutverk í knattspyrnu- heiminum þar sem þjóðin og já, allur heimurinn, fylgist grannt með honum. Gagnrýni bítur ekki á hann en hún verð- ur töluverð árið fram undan. Hann stígur feilspor í byrjun árs en það dugir til að minna hann á hvernig best er ganga í takt við hjartað og heilsuna. Rúrik Gíslason er maður með góða samkennd en ef hann setur sér ekki skýr mörk árið 2021 lendir hann í vand- ræðum. Þessi vandræði birtast hér árið fram undan en þau eru hluti af þroskaskeiði hans. Hann tæklar þessar hindranir. Hann reynir fyrir sér á sviði tónlistarinnar og kemur með eitt lag sem kemst í nokkra spilun hér á landi, þó það klífi ekki í efsta sæti vinsældalist- anna. Hins vegar verður tón- listarferill hans snarpur og hann finnur hratt að hjartað hans er ekki í því. Hér er ís- lensk kona sem birtist hér við hlið hans. Ástin blómstrar. Nýtt líf. Rúrik verður pabbi. Viðskiptajöfrar Róbert Wessmann viðskipta- jöfur mun komast í gegnum eitthvað óöryggi sem birtist hér en hann þarf alltaf að muna að allir eru jafn mikil- vægir. Þar er lykill hans að fallegri framtíð. Björgólfur Thor Björgólfs- son athafnamaður mun tjá sig mun meira á árinu en áður. Vasar hans fyllast en það er ekki endilega ávísun á sanna hamingju og það veit hann. Innri órói. Óljós stefna hans er áber- andi. Hann veit ekki hvort hann á að fara aftur á bak eða áfram. Hugur hans er eins og excel skjal í algjöru rugli og það stemmir ekkert hérna. Einbeiting er eitthvað sem hann þarfnast ef hann vill að hlið tækifæranna opnist upp á gátt. Árið verður honum erfitt persónulega. Hér á sér hreinsun stað. Mér sýnist eitthvað þungt og erfitt mál fylgja honum eftir. Líklega er þar um liðna atburði að ræða sem enn á eftir að gera upp og ég skynja að hann sé á mikl- um flótta. Það eru margir að reyna að gægjast inn í þetta mál og hann þarf að hafa all- an varann á sér. Líklega ætti hann að treysta sem fæstum. Skúli Mogensen gefst upp á fluginu eftir enn eina mis- lukkaða tilraun til að hasla sér þar völl að nýju á vor- mánuðum. Hann mun þó snúa aftur næsta vetur með nýjar hugmyndir á alveg nýju sviði. Algjör viðsnúningur hjá hon- um. Ég sé þó einhverja bresti í ástarlífinu sem gætu endað með því að Skúli snúi aftur á lista yfir eftirsóttustu pipar- sveina landsins. Linda Pétursdóttir fegurð- ardrottning hefur hugrekki en hún verður að finna út hvað hún vill. Ef hún tjáir sig þá gæti hún fundið sína leið. Árið 2021 sýnir hana frjóa þegar kemur að hugmyndum og nýtir hún þar tæknina á réttan máta. Linda er ást- fangin hér af eldri manni sem gæti verið pabbi hennar en ástin spyr ekki um aldur og Linda blómstrar. Kári Stefánsson Kári Stefánsson forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar mun blómstra á árinu 2021. Hann heldur áfram að vera áber- andi í sviðsljósinu fyrri hluta næsta árs, en með sumrinu sé ég hann draga sig í hlé og ein- beita sér að fjölskyldunni og skrifum. Hann vill skilja eftir sig meira á prenti. Fyrirtæki hans mun standa að nokkrum athyglisverðum rannsóknum sem tengjast COVID sem verður tekið eftir og vitnað í um allan heim. En ég sé líka mikinn þunga yfir honum. Þunga sem líklega er þreyta. Undir lok næsta árs verður Kári sestur í helgan stein eða farinn að hugsa um það af verulegri alvöru. Ég skynja að hann sé nú þegar farinn að leita af arftaka sínum, þó tilhugsunin um að láta barn sitt, Íslenska erfðagreiningu, í hendur einhvers annars sé erfið. Atvinnulífið Dágóðar launahækkanir taka gildi um áramótin og mun hækkunin reynst mörgum vinnuveitendum þungur baggi í COVID-kreppunni og ég sé fram á töluverðar uppsagnir á næstu mánuðum. Stytting vinnuvikunnar verður einnig áberandi og verður mikið til umræðu, sérstaklega þegar örlar á óánægju meðal laun- þega um útfærslu á stytt- ingunni. Vinnustaðir þar sem unnið er á vöktum munu lenda í nokkrum byrjunarerfiðleik- um sem jafnast þó fljótlega út. Ég sé atvinnuleysi ekki minnka fyrr en vel er liðið á árið. Mér sýnist mikið af fyrir- tækjum hverfa frá Íslandi út af auknum launakostnaði og háu húsnæðisverði. Vinnumálastofnun fer þó af stað með spennandi lausnir Linda Pétursdóttir. MYND/AÐSENDNína Dögg Filippusdóttir. MYND/EYÞÓR Kári Stefánsson sest í helgan stein árið 2021. MYNDIR/VALLI Linda er ástfangin hér af eldri manni sem gæti verið pabbi hennar en ástin spyr ekki um aldur. FÓKUS 47DV 30. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.