Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 65

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 65
FÓKUS 65DV 30. DESEMBER 2020 Flest allir bíða spenntir eftir að þessu ári ljúki og sjá fyrir sér að allt verði betra strax þann 01.01.21. Því fleiri sem sjá það fyrir sér þeim mun meiri eru líkurnar á að það verði að veruleika. Ef við höfum ekki von þá höfum við ekki mikið. Lúna Flórens spákona DV leggur spilin á borðið fyrir komandi ár. Vog 23.09. – 22.10. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Fiskur 19.02. – 20.03. Bogmaður 22.11. – 21.12. Steingeit 22.12. – 19.01. Ástin Þetta árið vill Vogin vera óvenju sjálfselsk og velja það sem er best fyrir hana og vanda sig í að búa til svig- rúm fyrir sig til þess að huga betur að líkama og sál, því þannig getur hún best gefið áfram. Framinn Vogin er ekki vog fyrir ekki neitt, það snýst allt um jafn- vægi, þannig líður henni best. Þér mun ganga betur að forgangsraða og sinna þeim störfum sem þér finnast skemmtileg og gefandi. Þegar þú gerir það þá blómstrar þú og tækifærin laðast að þér. Fjármálin Allt dettur rólega í farsælan farveg á ný, eftir að hafa haft mjög mikið fyrir því að láta síðasta ár ganga upp, þá fær Vogin að uppskera vinnu sína. Hlutirnir munu koma til hennar mjög auðveldlega um miðbik árs. Gerðu þér stóra drauma fyrir komandi ár! Heilsan Vogin kafar enn dýpra í andlegu heimana en þar finnur hún best fyrir jafnvægi, andlegi þátturinn ýtir líka undir líkamlegan styrk. Ég sé fyrir mér mikla jóga- og dans- iðkun hjá voginni. Hún má þó gjarnan minnka kaffið. Ástin Það verða breytingar í þínum sambandsmálum. Breyt- ingar eru góðar þó maður sjái það ekki alveg í byrjun. Gefðu þér góðan tíma í að átta þig á hvað þú vilt í raun og veru og fylgdu hjartanu, þótt það geti verið erfitt. Framinn Eftir að hafa aðeins fengið að hitta örfáa í einu á árinu þá sérðu fyrir þér að byggja upp samfélag þar sem fólk kemur saman og styður hvert við annað. Mögulega at- vinnutækifæri sem þú munt skapa eða taka stóran þátt í að byggja upp. Fjármálin Þú tekur smá áhættu í byrjun árs sem mun ekki alveg ganga að óskum, en ekki örvænta því eitt mun leiða af öðru. Heilsan Fyrirgefningin og friðurinn verða þín heilsa á árinu. Það mun koma sjálfum þér á óvart hversu mikil framför verður í þeim málum. En með frið í hjarta munt þú sofa svo miklu betur, sem er mikilvægur heilsuþáttur. Ástin Hver hefur tíma fyrir hana? En svo öllu gríni sé sleppt þá mætti Sporðdrekinn alveg stundum muna eftir því að sinna ástinni aðeins meira, því þegar upp er staðið þá er hún það eina sem skiptir máli. Framinn Sporðdrekinn er í stuði til þess að endurskapa sig og þar sem hann er alltaf í viðskiptaham þá ertu mögu- lega að hugsa um hvernig þú getir umturnað og breytt einhverjum rekstri sem er í þinni umsjón. Fyrirtækja „make-over” er þitt áramótaheit. Fjármálin Fjármálin ganga það vel að þú átt nóg til þess að gefa það áfram, sem þú gerir því þú ert örlátur. Heilsan Svasana er orðið þitt fyrir 2021 og fyrir þá sem þekkja minna til jógaheimanna, þá er það hvíldarstaðan í lok tímans. Eftir mörg ár af kapphlaupi þarftu á því að halda. Þú þarft ekki að skara fram úr á öllum sviðum. Ástin Mikil og endalaust ást. Þú ert ástfanginn af öllu og öll- um. Ef þú ert í sambandi mun það vera mjög farsælt og fallegt. Ef þú ert ekki í sambandi þá munt þú ekki finna það sem þú ert að leita að fyrr en þú hættir að leita... Framinn Fiskurinn hefur sjaldan séð hlutina jafn skýrt, hann er óvenju tilbúinn í breytingar og áhættu. Hann vill koma sér í aðstæður sem munu koma honum á óvart og ekki bara festast í flæðinu. Þetta ár hefur reynst fiskinum andlega erfitt og nú vill hann fá að hafa GAMAN. Fjármálin Gamlir draumar munu rætast hjá Fiskinum og mikil lukka flæðir allt um kring. Þú munt eiga einn einstakan dag sem mun breyta öllu fyrir þig og opna nýjar dyr. Einn örlagaríkan og sannkallaðan happadag, eitthvað til að hlakka til. Heilsan Þú ferð inn í árið með ýmsa kvilla frá líðandi ári en munt svo fljótt byrja að finna fyrir betri líðan eftir hvern mán- uð sem líður og smátt og smátt byggirðu þína heilsu upp á nýtt. Með smá þolinmæði muntu finna styrk þinn á ný. Ástin Þú verður eins og unglingur á ný, ástsjúkur með fiðrildi í maganum. Enda hefur þú svo mikla ást að gefa. Breyttar aðstæður gefa þér meira svigrúm til þess að sinna þeim málum. Framinn Það verða einhverjar breytingar sem eru svo sem ekki neitt nýtt fyrir þetta uppátækjasama kamelljón. Breytingarnar verða hins vegar þannig að það mun létta verulega á álaginu sem hefur verið hingað til. Fjármálin Þú veist vel að það þarf að eyða peningum til þess að búa til peninga. Það getur tekið á taugarnar en þú veist hvað þú ert að gera og ert á réttri braut með það. Heilsan Á þessu ári mun Bogmaðurinn styrkja magavöðvana með hláturskasti. Það birtir mikið til hjá honum, hann fær þau tól og svigrúm sem þarf til að byggja sig upp og sinna heilsunni, til þess að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þetta verður hlaupaárið mikla! Ástin Steingeitin er mjög sjálfstæð og nýtur sín vel þannig. Þetta ár munt þú annað hvort nýta þér vel að vera einstæð, eða finna á ný þitt sjálfstæði í núverandi sambandi. Framinn Steingeitin þráir fátt heitara en að finna tilgang sinn á ný. Eftir alla þessa ringulreið þá vill hún rútínu, hún vill finna sér áhugamál eða starf sem hún brennur fyrir. Markmið ársins er að leiðast ekki heldur að finna sér ástríðu- verkefni sem mun fylla hjarta hennar og efla sjálfstraustið. Fjármálin Þú ert enn þá að byggja þig upp fjárhagslega, en klárlega á réttri braut hvað það varðar, þrátt fyrir að sumar skuldir eða peningaleysi virðist óleysanlegt í byrjun árs. Þú finnur fjárhagslegt öryggi á ný þegar sem líða fer á árið. Heilsan Þú hefðir gott af því að tileinka þér aðeins hollari lífsstíl. Þú veist svo sem hvað þarf til, en oft er erfitt að finna hjá sér agann. Gerðu þér lítil og raunhæf markmið og þá muntu finna réttu leiðina. 21. júní Nýtt tungl Sólmyrkvi - hringmyrkvi 5. júlí Fullt tungl Tunglmyrkvi - hálfskuggi 20. júlí Nýtt tungl 3. ágúst Fullt tungl 19. ágúst Nýtt tungl 2. september Fullt tungl 17. september Nýtt tungl 21. desember Vetrarsólstöður 30. desember Fullt tungl 22. september Haustjafndægur 1. október Fullt tungl 16. október Nýtt tungl 31. október Blátt tungl 14. desember Nýtt tungl Sólmyrkvi - almyrkvi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.