Sveitarstjórnarmál - 2020, Side 18
18
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Sveitarfélögin bera
mikla ábyrgð og eru í
lykilhlutverki hvað varðar
að setja sér markmið
um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda og
aukna bindingu kolefnis. Ein
mikilvægasta leiðin til að
binda kolefni er skógrækt.
Nýtt í verkfærakassa sveitarfélaganna
Lands- og landshlutaáætlanir í skógrækt
Í nýlegum lögum um skóga og
skógrækt nr. 33/2019 segir að eigi
sjaldnar en á fimm ára fresti skuli gefa
út landsáætlun í skógrækt, sem gildi
til tíu ára í senn. Landsáætlunin skal
kveða á um stefnu stjórnvalda þar sem
fjallað er um stöðu og framtíð skóga í
landinu, ásamt tölusettum markmiðum
um árangur í skógrækt. Í samræmi
við ofangreind lög skipaði Guðmundur
Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og
auðlindaráðherra, verkefnisstjórn
landsáætlunar í skógrækt í júní á sl. ári.
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
er formaður verkefnastjórnarinnar. Einn
fulltrúi er tilnefndur af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir,
formaður borgarráðs Reykjavíkur.
Við gerð landsáætlunar í skógrækt skal
horft til þess að ná fram hagkvæmri
notkun fjármagns og mannafla og
samþættingu við aðrar áætlanir ríkis
og sveitarfélaga. Nánar tiltekið skal í
áætluninni gerð grein fyrir:
• forsendum fyrir vali á landi til
skógræktar með tilliti til náttúruverndar,
minjaverndar og landslags
• vernd og endurheimt náttúruskóga
• ræktun skóga til uppbyggingar
skógarauðlindar og umfangi og horfum
hvað varðar nýtingu
• sjálfbærri nýtingu skóga
• áhrifum skógræktar á atvinnuþróun og
byggð
• aðgengi fólks að skógum til útivistar
• skógrækt í samhengi líffræðilegrar
fjölbreytni
• skógrækt í samhengi loftslagsbreytinga
• öflun þekkingar á skógum og skógrækt
og miðlun hennar