Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2020, Page 29

Sveitarstjórnarmál - 2020, Page 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL 29 gert áætlanir um hvernig bregðast má við til að efla viðnámsþrótt samfélagsins og flýta bata. Haustið 2017 var farið af stað með svokallaðar Almannavarnavikur á Suðurlandi að frumkvæði lögreglustjórans í því umdæmi. Almannavarnarvikur voru haldnar í öllum 14 sveitarfélögum umdæmisins og var stuðst við LVN leiðbeiningarnar í þeirri vinnu. Hún skilaði meðal annars áætlunum um langtímaviðbrögð við samfélagslegum áföllum sem sniðnar voru að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Árið 2019 stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun Sæmundar fróða að könnun á stöðu almannavarnarmála í sveitarfélögum landsins. Einnig var könnuð þekking á LVN og notkun á leiðbeiningunum. Rafræn spurningakönnun var send til forstöðumanna sveitarfélaga um land allt. Svör bárust frá 64 sveitarfélögum (87%), sem má telja mjög gott og gefur góða frumhugmynd um starf sveitarfélaga í almannavarnamálum. Fyrstu niðurstöður sýna að töluvert vantar á að viðbúnaður geti talist viðunandi um land allt. Aðeins 18 sveitarfélög hafa staðfesta viðbragðsáætlun og aðeins 8 sveitarfélög hafa kannað sitt áfallaþol skv. lögum um almannavarnir. Hvað varðar LVN leiðbeiningarnar kannaðist aðeins um þriðjungur sveitarfélaga við þær. Frekari upplýsinga þarf að afla til að sjá hvort og hvernig þær hafa nýst þessum sveitarfélögum við gerð viðbragðsáætlana. En telja má víst að mörg – og jafnvel meirihluti sveitarfélaga - gæti auðveldað sér vinnuna við að efla áfallaþol samfélagsins með því að nýta LVN leiðbeiningarnar. Vert er að undirstrika að LVN leiðbeiningarnar geta nýst við gerð viðbragðsáætlana vegna ólíkra áfalla, ekki einungis náttúruhamfara, þótt þær hafi verið í brennidepli í rannsóknarvinnunni. Þannig nýtti stjórn Hveragerðisbæjar LVN leiðbeiningarnar við gerð sértækrar áætlunar vegna H1N1 eða svínaflensunnar, sem var skilgreind sem heimsfaraldur af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni í júlí 2009. Á Íslandi smituðust þúsundir manna af Mynd af kápu skýrslunnar um LVN. Ljósm.: Vera Pálsdóttir

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.